Sjúkrahús í Kaliforníu ákært fyrir að neita óléttri konu um neyðaraðstoð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 10:55 Starfsemi sjúkrahússins byggir á kaþólskum gildum og læknarnir sögðust ekki mega framkvæma þungunarrof á meðan þeir næmu hjartslátt. Wikimedia Commons/Ellin Beltz „Ég hélt að ég yrði örugg hérna frá uppákomum sem þessum. Að fólk tæki valið af mér og setti mig í hættu.“ Þetta segir Dr. Anna Nusslock, 36 ára, sem var neitað um þjónustu þegar hún mætti á bráðadeild Providence St. Joseph-sjúkrahúsinu í Eureka í Kaliforníu. Kaliforníuríki hefur höfðað mál á hendur sjúkrahúskeðjunni. Nusslock var ólétt af tvíburum og komin fimmtán vikur á leið þegar fæðing fór skyndilega af stað. Læknar á sjúkrahúsinu sögðu að annar tvíburinn myndi örugglega deyja og hinn sennilega líka og að ef endir yrði ekki bundin á meðgönguna þá og þegar gæti hún fengið blæðingu, sýkingu og mögulega orðið ófrjó. Þeir neituðu hins vegar að framkvæma aðgerð á Nusslock, það er að segja framkvæma þungunarrof, þar sem þeir námu enn hjartslátt fóstranna. Læknir sagði sjúkrahúsið, sem stofnað var af nunnum og byggir á kaþólskum gildum, ekki heimila þungunarrof nema líf konunnar væri í augljósri hættu. Máttu ekki neita um þjónustu á grundvelli trúar Eftir þref voru Nusslock og eiginmaður hennar send leiðar sinnar með fötu og handklæði. Óku þau í um 20 mínútur á annað sjúkrahús, þar sem Nusslock reyndist með mikla blæðingu og sýkingu í leginu. Læknar á nýja sjúkrahúsinu sögðust hafa reynslu af því að taka á móti sjúklingum í svipuðu ástandi, sem var neitað um þjónustu af heilbrigðisstarfsmönnum Providence. Ríkissaksóknari Kaliforníu hefur, eins og fyrr segir, gefið út ákærur á hendur fyrirtækinu sem rekur Providence St. Joseph, og segir starfsmenn þess hafa brotið gegn lögum í ríkinu sem skylda bráðamóttökur til að veita þjónustu, bæði þegar líf eru í hættu en einnig þegar um er að ræða alvarleg veikindi eða slys. Yfirvöld segja það hvorki samræmast lögum né fordæmum að neita einstaklingum um bráðaþjónustu með tilvísun í undanþágur á grundvelli trúarbragða, eins og virðist hafa verið gert í þessu tilviki. Þungunarrofslöggjöfin er óvíða jafn frjálslynd og í Kaliforníu en saksóknarinn Rob Bonta segir mál Nusslock sýna að uppákomur á borð við þessar geti átt sér stað jafnvel þótt stuðningur við þungunarrof sé mikill og víðtækur. Stjórnendur Providence segja málið í athugun. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Þungunarrof Bandaríkin Heilbrigðismál Trúmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Þetta segir Dr. Anna Nusslock, 36 ára, sem var neitað um þjónustu þegar hún mætti á bráðadeild Providence St. Joseph-sjúkrahúsinu í Eureka í Kaliforníu. Kaliforníuríki hefur höfðað mál á hendur sjúkrahúskeðjunni. Nusslock var ólétt af tvíburum og komin fimmtán vikur á leið þegar fæðing fór skyndilega af stað. Læknar á sjúkrahúsinu sögðu að annar tvíburinn myndi örugglega deyja og hinn sennilega líka og að ef endir yrði ekki bundin á meðgönguna þá og þegar gæti hún fengið blæðingu, sýkingu og mögulega orðið ófrjó. Þeir neituðu hins vegar að framkvæma aðgerð á Nusslock, það er að segja framkvæma þungunarrof, þar sem þeir námu enn hjartslátt fóstranna. Læknir sagði sjúkrahúsið, sem stofnað var af nunnum og byggir á kaþólskum gildum, ekki heimila þungunarrof nema líf konunnar væri í augljósri hættu. Máttu ekki neita um þjónustu á grundvelli trúar Eftir þref voru Nusslock og eiginmaður hennar send leiðar sinnar með fötu og handklæði. Óku þau í um 20 mínútur á annað sjúkrahús, þar sem Nusslock reyndist með mikla blæðingu og sýkingu í leginu. Læknar á nýja sjúkrahúsinu sögðust hafa reynslu af því að taka á móti sjúklingum í svipuðu ástandi, sem var neitað um þjónustu af heilbrigðisstarfsmönnum Providence. Ríkissaksóknari Kaliforníu hefur, eins og fyrr segir, gefið út ákærur á hendur fyrirtækinu sem rekur Providence St. Joseph, og segir starfsmenn þess hafa brotið gegn lögum í ríkinu sem skylda bráðamóttökur til að veita þjónustu, bæði þegar líf eru í hættu en einnig þegar um er að ræða alvarleg veikindi eða slys. Yfirvöld segja það hvorki samræmast lögum né fordæmum að neita einstaklingum um bráðaþjónustu með tilvísun í undanþágur á grundvelli trúarbragða, eins og virðist hafa verið gert í þessu tilviki. Þungunarrofslöggjöfin er óvíða jafn frjálslynd og í Kaliforníu en saksóknarinn Rob Bonta segir mál Nusslock sýna að uppákomur á borð við þessar geti átt sér stað jafnvel þótt stuðningur við þungunarrof sé mikill og víðtækur. Stjórnendur Providence segja málið í athugun. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Þungunarrof Bandaríkin Heilbrigðismál Trúmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira