Sjúkrahús í Kaliforníu ákært fyrir að neita óléttri konu um neyðaraðstoð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 10:55 Starfsemi sjúkrahússins byggir á kaþólskum gildum og læknarnir sögðust ekki mega framkvæma þungunarrof á meðan þeir næmu hjartslátt. Wikimedia Commons/Ellin Beltz „Ég hélt að ég yrði örugg hérna frá uppákomum sem þessum. Að fólk tæki valið af mér og setti mig í hættu.“ Þetta segir Dr. Anna Nusslock, 36 ára, sem var neitað um þjónustu þegar hún mætti á bráðadeild Providence St. Joseph-sjúkrahúsinu í Eureka í Kaliforníu. Kaliforníuríki hefur höfðað mál á hendur sjúkrahúskeðjunni. Nusslock var ólétt af tvíburum og komin fimmtán vikur á leið þegar fæðing fór skyndilega af stað. Læknar á sjúkrahúsinu sögðu að annar tvíburinn myndi örugglega deyja og hinn sennilega líka og að ef endir yrði ekki bundin á meðgönguna þá og þegar gæti hún fengið blæðingu, sýkingu og mögulega orðið ófrjó. Þeir neituðu hins vegar að framkvæma aðgerð á Nusslock, það er að segja framkvæma þungunarrof, þar sem þeir námu enn hjartslátt fóstranna. Læknir sagði sjúkrahúsið, sem stofnað var af nunnum og byggir á kaþólskum gildum, ekki heimila þungunarrof nema líf konunnar væri í augljósri hættu. Máttu ekki neita um þjónustu á grundvelli trúar Eftir þref voru Nusslock og eiginmaður hennar send leiðar sinnar með fötu og handklæði. Óku þau í um 20 mínútur á annað sjúkrahús, þar sem Nusslock reyndist með mikla blæðingu og sýkingu í leginu. Læknar á nýja sjúkrahúsinu sögðust hafa reynslu af því að taka á móti sjúklingum í svipuðu ástandi, sem var neitað um þjónustu af heilbrigðisstarfsmönnum Providence. Ríkissaksóknari Kaliforníu hefur, eins og fyrr segir, gefið út ákærur á hendur fyrirtækinu sem rekur Providence St. Joseph, og segir starfsmenn þess hafa brotið gegn lögum í ríkinu sem skylda bráðamóttökur til að veita þjónustu, bæði þegar líf eru í hættu en einnig þegar um er að ræða alvarleg veikindi eða slys. Yfirvöld segja það hvorki samræmast lögum né fordæmum að neita einstaklingum um bráðaþjónustu með tilvísun í undanþágur á grundvelli trúarbragða, eins og virðist hafa verið gert í þessu tilviki. Þungunarrofslöggjöfin er óvíða jafn frjálslynd og í Kaliforníu en saksóknarinn Rob Bonta segir mál Nusslock sýna að uppákomur á borð við þessar geti átt sér stað jafnvel þótt stuðningur við þungunarrof sé mikill og víðtækur. Stjórnendur Providence segja málið í athugun. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Þungunarrof Bandaríkin Heilbrigðismál Trúmál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Þetta segir Dr. Anna Nusslock, 36 ára, sem var neitað um þjónustu þegar hún mætti á bráðadeild Providence St. Joseph-sjúkrahúsinu í Eureka í Kaliforníu. Kaliforníuríki hefur höfðað mál á hendur sjúkrahúskeðjunni. Nusslock var ólétt af tvíburum og komin fimmtán vikur á leið þegar fæðing fór skyndilega af stað. Læknar á sjúkrahúsinu sögðu að annar tvíburinn myndi örugglega deyja og hinn sennilega líka og að ef endir yrði ekki bundin á meðgönguna þá og þegar gæti hún fengið blæðingu, sýkingu og mögulega orðið ófrjó. Þeir neituðu hins vegar að framkvæma aðgerð á Nusslock, það er að segja framkvæma þungunarrof, þar sem þeir námu enn hjartslátt fóstranna. Læknir sagði sjúkrahúsið, sem stofnað var af nunnum og byggir á kaþólskum gildum, ekki heimila þungunarrof nema líf konunnar væri í augljósri hættu. Máttu ekki neita um þjónustu á grundvelli trúar Eftir þref voru Nusslock og eiginmaður hennar send leiðar sinnar með fötu og handklæði. Óku þau í um 20 mínútur á annað sjúkrahús, þar sem Nusslock reyndist með mikla blæðingu og sýkingu í leginu. Læknar á nýja sjúkrahúsinu sögðust hafa reynslu af því að taka á móti sjúklingum í svipuðu ástandi, sem var neitað um þjónustu af heilbrigðisstarfsmönnum Providence. Ríkissaksóknari Kaliforníu hefur, eins og fyrr segir, gefið út ákærur á hendur fyrirtækinu sem rekur Providence St. Joseph, og segir starfsmenn þess hafa brotið gegn lögum í ríkinu sem skylda bráðamóttökur til að veita þjónustu, bæði þegar líf eru í hættu en einnig þegar um er að ræða alvarleg veikindi eða slys. Yfirvöld segja það hvorki samræmast lögum né fordæmum að neita einstaklingum um bráðaþjónustu með tilvísun í undanþágur á grundvelli trúarbragða, eins og virðist hafa verið gert í þessu tilviki. Þungunarrofslöggjöfin er óvíða jafn frjálslynd og í Kaliforníu en saksóknarinn Rob Bonta segir mál Nusslock sýna að uppákomur á borð við þessar geti átt sér stað jafnvel þótt stuðningur við þungunarrof sé mikill og víðtækur. Stjórnendur Providence segja málið í athugun. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Þungunarrof Bandaríkin Heilbrigðismál Trúmál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“