Dagur og Messi tilnefndir til verðlauna Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 14:47 Dagur Dan Þórhallsson hefur staðið sig vel með Orlando City í Bandaríkjunum. Getty/Bill Barrett Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Orlando City, er einn af þeim sem tilnefndir eru sem varnarmaður ársins í bandarísku MLS-deildinni í fóbolta. Dagur flutti til Orlando í janúar 2023, eftir að hafa spilað með Breiðbaliki, Fylki, Keflavík og Haukum hér á landi, og einnig með Mjöndalen og Kvik Halden í Noregi. Það eru félögin í MLS-deildinni sem að tilnefna eigin leikmenn og geta þau að hámarki tilnefnt tvo leikmenn í hverjum verðlaunaflokki. Það eru svo leikmenn deildarinnar, starfsteymi liðanna og valdir fjölmiðlamenn sem sjá um að kjósa. Dagur er annar af tveimur varnarmönnum Orlando City sem eru tilnefndir sem besti varnarmaður en hinn er Robin Jansson. Jordi Alba einnig tilnefndur Á meðal annarra sem tilnefndir eru í sama flokki er Jordi Alba, fyrrverandi leikmaður Barcelona sem endurnýjaði kynnin við Lionel Messi í Inter Miami. Messi er einmitt einn af þeim sem tilnefndir eru sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins, en hann hefur skorað sautján mörk og lagt upp tíu í átján deildarleikjum á þessu ári. Dagur hefur skorað tvö mörk á leiktíðinni fyrir Orlando og er með liðinu í 4. sæti af 15 liðum austurdeildarinnar, en í 8. sæti í heildartöflunni. Orlando tryggði sér á dögunum endanlega sæti í úrslitakeppninni sem hefst síðar í þessum mánuði. Dagur bíður enn eftir fyrsta tækifæri sínu í mótsleik með íslenska landsliðinu. Hann er ekki í hópnum sem mætir Wales á föstudag og Tyrklandi á mánudag, en á að baki fimm A-landsleiki, allt vináttuleiki og var sá síðasti gegn Gvatemala í janúar. Tilnefndir sem varnarmaður ársins í MLS: Akapo, Carlos - San Jose Earthquakes Alba, Jordi - Inter Miami CF Avilés, Tomás - Inter Miami CF Bartlett, Lucas - D.C. United Camacho, Rudy - Columbus Crew dos Santos, Micael - Houston Dynamo FC Eile, Noah - New York Red Bulls Glad, Justen - Real Salt Lake Gómez Andrade, Yeimar - Seattle Sounders FC Gomis, Nicksoen - Toronto FC Gray, Tayvon - New York City FC Herrera, Aaron - D.C. United Hines-Ike, Brendan - Austin FC Jansson, Robin - Orlando City SC Lennon, Brooks - Atlanta United Long, Aaron - LAFC Long, Kevin - Toronto FC Malanda, Adilson - Charlotte FC Martins, Thiago - New York City FC Maxsø, Andreas - Colorado Rapids Moreira, Steven - Columbus Crew Palencia, Sergi - LAFC Ragen, Jackson - Seattle Sounders FC Robinson, Miles - FC Cincinnati Rodrigues - San Jose Earthquakes Rosenberry, Keegan - Colorado Rapids Thórhallsson, Dagur Dan - Orlando City SC Totland, Tomas - St. Louis CITY SC Veselinović, Ranko - Vancouver Whitecaps FC Waterman, Joel - CF Montréal Yamane, Miki - LA Galaxy Yedlin, DeAndre - FC Cincinnati Yoshida, Maya - LA Galaxy Zuparic, Dario - Portland Timbers Bandaríski fótboltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Dagur flutti til Orlando í janúar 2023, eftir að hafa spilað með Breiðbaliki, Fylki, Keflavík og Haukum hér á landi, og einnig með Mjöndalen og Kvik Halden í Noregi. Það eru félögin í MLS-deildinni sem að tilnefna eigin leikmenn og geta þau að hámarki tilnefnt tvo leikmenn í hverjum verðlaunaflokki. Það eru svo leikmenn deildarinnar, starfsteymi liðanna og valdir fjölmiðlamenn sem sjá um að kjósa. Dagur er annar af tveimur varnarmönnum Orlando City sem eru tilnefndir sem besti varnarmaður en hinn er Robin Jansson. Jordi Alba einnig tilnefndur Á meðal annarra sem tilnefndir eru í sama flokki er Jordi Alba, fyrrverandi leikmaður Barcelona sem endurnýjaði kynnin við Lionel Messi í Inter Miami. Messi er einmitt einn af þeim sem tilnefndir eru sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins, en hann hefur skorað sautján mörk og lagt upp tíu í átján deildarleikjum á þessu ári. Dagur hefur skorað tvö mörk á leiktíðinni fyrir Orlando og er með liðinu í 4. sæti af 15 liðum austurdeildarinnar, en í 8. sæti í heildartöflunni. Orlando tryggði sér á dögunum endanlega sæti í úrslitakeppninni sem hefst síðar í þessum mánuði. Dagur bíður enn eftir fyrsta tækifæri sínu í mótsleik með íslenska landsliðinu. Hann er ekki í hópnum sem mætir Wales á föstudag og Tyrklandi á mánudag, en á að baki fimm A-landsleiki, allt vináttuleiki og var sá síðasti gegn Gvatemala í janúar. Tilnefndir sem varnarmaður ársins í MLS: Akapo, Carlos - San Jose Earthquakes Alba, Jordi - Inter Miami CF Avilés, Tomás - Inter Miami CF Bartlett, Lucas - D.C. United Camacho, Rudy - Columbus Crew dos Santos, Micael - Houston Dynamo FC Eile, Noah - New York Red Bulls Glad, Justen - Real Salt Lake Gómez Andrade, Yeimar - Seattle Sounders FC Gomis, Nicksoen - Toronto FC Gray, Tayvon - New York City FC Herrera, Aaron - D.C. United Hines-Ike, Brendan - Austin FC Jansson, Robin - Orlando City SC Lennon, Brooks - Atlanta United Long, Aaron - LAFC Long, Kevin - Toronto FC Malanda, Adilson - Charlotte FC Martins, Thiago - New York City FC Maxsø, Andreas - Colorado Rapids Moreira, Steven - Columbus Crew Palencia, Sergi - LAFC Ragen, Jackson - Seattle Sounders FC Robinson, Miles - FC Cincinnati Rodrigues - San Jose Earthquakes Rosenberry, Keegan - Colorado Rapids Thórhallsson, Dagur Dan - Orlando City SC Totland, Tomas - St. Louis CITY SC Veselinović, Ranko - Vancouver Whitecaps FC Waterman, Joel - CF Montréal Yamane, Miki - LA Galaxy Yedlin, DeAndre - FC Cincinnati Yoshida, Maya - LA Galaxy Zuparic, Dario - Portland Timbers
Tilnefndir sem varnarmaður ársins í MLS: Akapo, Carlos - San Jose Earthquakes Alba, Jordi - Inter Miami CF Avilés, Tomás - Inter Miami CF Bartlett, Lucas - D.C. United Camacho, Rudy - Columbus Crew dos Santos, Micael - Houston Dynamo FC Eile, Noah - New York Red Bulls Glad, Justen - Real Salt Lake Gómez Andrade, Yeimar - Seattle Sounders FC Gomis, Nicksoen - Toronto FC Gray, Tayvon - New York City FC Herrera, Aaron - D.C. United Hines-Ike, Brendan - Austin FC Jansson, Robin - Orlando City SC Lennon, Brooks - Atlanta United Long, Aaron - LAFC Long, Kevin - Toronto FC Malanda, Adilson - Charlotte FC Martins, Thiago - New York City FC Maxsø, Andreas - Colorado Rapids Moreira, Steven - Columbus Crew Palencia, Sergi - LAFC Ragen, Jackson - Seattle Sounders FC Robinson, Miles - FC Cincinnati Rodrigues - San Jose Earthquakes Rosenberry, Keegan - Colorado Rapids Thórhallsson, Dagur Dan - Orlando City SC Totland, Tomas - St. Louis CITY SC Veselinović, Ranko - Vancouver Whitecaps FC Waterman, Joel - CF Montréal Yamane, Miki - LA Galaxy Yedlin, DeAndre - FC Cincinnati Yoshida, Maya - LA Galaxy Zuparic, Dario - Portland Timbers
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira