Skjáskotin hafi ekki farið í dreifingu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2024 11:29 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að hvorki hún né þingflokkur Pírata hafi beitt sér gegn lýðræðislegra kjörinni framkvæmdastjórn flokksins. Hún segir því fara fjarri að hún eða þingflokkurinn hafi brotið persónuverndarlög, skjáskot af spjalli stjórnarmeðlima hafi ekki farið í neina dreifingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórhildi sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Facebook. Tilefnið eru viðbrögð Atla Þórs sem sagði í gær að þingflokkur Pírata hefði brotið á honum og átta öðrum Pírötum með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Atli var látinn taka pokann sinn eftir umdeildan aðalfund flokksins. Mikill styr hefur staðið um starfsemi Pírata eftir aðalfund flokksins, þar sem mikil nýliðun varð í framkvæmdastjórn hans og tveir stjórnarmenn voru felldir í atkvæðagreiðslu. Ánægð með nýliðunina Þórhildur Sunna segir í yfirlýsingu sinni að undanfarið hafi fyrrverandi samskiptastjóri þingflokks Pírata endurtekið lýst yfir óánægju sinni með þingflokkinn í fjölmiðlum í kjölfar þess að honum var sagt upp störfum. Hún segir trúnaðarbrest hafa orðið en að öðru leyti geti hún lögum samkvæmt ekki tjáð sig um mál einstaka fyrrum starfsmanna. Hún verði þó að leiðrétta ákveðnar rangfærslur. „1. Ég ítreka að hvorki ég né þingflokkur Pírata höfum beitt okkur gegn lýðræðislega kjörinni stjórn félagsins, hvað þá reynt að steypa henni af stóli. 2.Því fer fjarri að ég eða aðrir í þingflokki Pírata hafi farið á svig við persónuverndarlög. Umrædd skjáskot, sem bárust þingflokknum og minnst hefur verið á í fjölmiðlaumfjöllun, fóru ekki í nokkra dreifingu eins og ranglega hefur verið haldið fram.“ Þórhildur segist að lokum vilja taka það fram að hún sé mjög glöð að sjá nýliðun aukast í flokknum. Hún sé ánægð með þann sterka liðsauka af frábæru og sambærilegu fólki sem hafi fengist til trúnaðarstarfa innan hreyfingarinnar. „Hvort sem það er í framkvæmdastjórn, stefnu og málefnanefnd, Ungum Pírötum eða stjórnum aðildarfélaga, og ég hlakka til að vinna með þeim spennandi málefnastarf á næstunni.“ Píratar Alþingi Tengdar fréttir Nýkjörinn formaðurinn hættur og varamenn fá atkvæðisrétt Halldór Auðar Svansson, sem kjörinn var formaður framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins þann 7. september, hefur stigið til hliðar sem formaður. Framkvæmdastjórn flokksins hefur sett sér vinnureglu sem veitir varamönnum í stjórninni jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. 30. september 2024 15:52 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórhildi sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Facebook. Tilefnið eru viðbrögð Atla Þórs sem sagði í gær að þingflokkur Pírata hefði brotið á honum og átta öðrum Pírötum með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Atli var látinn taka pokann sinn eftir umdeildan aðalfund flokksins. Mikill styr hefur staðið um starfsemi Pírata eftir aðalfund flokksins, þar sem mikil nýliðun varð í framkvæmdastjórn hans og tveir stjórnarmenn voru felldir í atkvæðagreiðslu. Ánægð með nýliðunina Þórhildur Sunna segir í yfirlýsingu sinni að undanfarið hafi fyrrverandi samskiptastjóri þingflokks Pírata endurtekið lýst yfir óánægju sinni með þingflokkinn í fjölmiðlum í kjölfar þess að honum var sagt upp störfum. Hún segir trúnaðarbrest hafa orðið en að öðru leyti geti hún lögum samkvæmt ekki tjáð sig um mál einstaka fyrrum starfsmanna. Hún verði þó að leiðrétta ákveðnar rangfærslur. „1. Ég ítreka að hvorki ég né þingflokkur Pírata höfum beitt okkur gegn lýðræðislega kjörinni stjórn félagsins, hvað þá reynt að steypa henni af stóli. 2.Því fer fjarri að ég eða aðrir í þingflokki Pírata hafi farið á svig við persónuverndarlög. Umrædd skjáskot, sem bárust þingflokknum og minnst hefur verið á í fjölmiðlaumfjöllun, fóru ekki í nokkra dreifingu eins og ranglega hefur verið haldið fram.“ Þórhildur segist að lokum vilja taka það fram að hún sé mjög glöð að sjá nýliðun aukast í flokknum. Hún sé ánægð með þann sterka liðsauka af frábæru og sambærilegu fólki sem hafi fengist til trúnaðarstarfa innan hreyfingarinnar. „Hvort sem það er í framkvæmdastjórn, stefnu og málefnanefnd, Ungum Pírötum eða stjórnum aðildarfélaga, og ég hlakka til að vinna með þeim spennandi málefnastarf á næstunni.“
Píratar Alþingi Tengdar fréttir Nýkjörinn formaðurinn hættur og varamenn fá atkvæðisrétt Halldór Auðar Svansson, sem kjörinn var formaður framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins þann 7. september, hefur stigið til hliðar sem formaður. Framkvæmdastjórn flokksins hefur sett sér vinnureglu sem veitir varamönnum í stjórninni jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. 30. september 2024 15:52 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Sjá meira
Nýkjörinn formaðurinn hættur og varamenn fá atkvæðisrétt Halldór Auðar Svansson, sem kjörinn var formaður framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins þann 7. september, hefur stigið til hliðar sem formaður. Framkvæmdastjórn flokksins hefur sett sér vinnureglu sem veitir varamönnum í stjórninni jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. 30. september 2024 15:52