Kennarar greiða atkvæði um verkfall Árni Sæberg skrifar 8. október 2024 14:08 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Félagsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla greiða atkvæði um verkföll sem hefjast eiga í lok mánaðar. Atkvæðagreiðslurnar hófust á hádegi í dag en ekki er greint frá í hvaða skólum er greitt atkvæði um verkföll. Í tilkynningu á vef KÍ segir að samninganefndir Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) hafi ákveðið að hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla í átta ótilgreindum skólum. Ótímabundið í leikskólunum Áformað sé að verkföll í þessum átta skólum hefjist á miðnætti 29. október næstkomandi, eða klukkan 00:01. Verkföll verði tímabundin í grunnskólunum og í framhaldsskólanum en í leikskólum verði boðað til ótímabundinna verkfalla. Atkvæðagreiðslur um verkföll hafi hafist á hádegi í dag. Aðgerðirnar nái til félagsmanna aðildarfélaga Kennarasambandsins sem starfa í skólunum átta og taka laun samkvæmt kjarasamningum KÍ. Atkvæðagreiðslurnar standi til hádegis á fimmtudag, 10. október. Næsti fundur á morgun Kjaradeila aðildarfélaga KÍ sem semja við sveitarfélögin liggi á borði ríkissáttasemjara. Samband íslenskra sveitarfélaga hafi vísað deilunni til embættis ríkissáttasemjara 24. september síðastliðinn. Kjarasamningar aðildarfélaganna sem semja við sveitarfélögin hafi runnið út 31. maí síðastliðinn. Félög framhaldsskólans, FF og FS, hafi vísað sinni kjaradeilu til ríkissáttasemjara 26. september síðastliðinn en þeirra samningsaðili sé ríkið. FF og FS hafi verið samningslaus síðan 31. mars síðastliðinn. Aðildarfélög Kennarasambandsins hafi skipað eina viðræðunefnd. Viðræðunefndin sé skipuð formönnum aðildarfélaga KÍ ásamt formanni Kennarasambandsins. Ríkissáttasemjari hafi boðað samningsaðila til fundar í gær. Næsti fundur hafi verið boðaður á morgun. Veistu hvaða skóla er um að ræða þar sem greidd verða atkvæði um verkfall? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Stéttarfélög Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef KÍ segir að samninganefndir Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) hafi ákveðið að hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla í átta ótilgreindum skólum. Ótímabundið í leikskólunum Áformað sé að verkföll í þessum átta skólum hefjist á miðnætti 29. október næstkomandi, eða klukkan 00:01. Verkföll verði tímabundin í grunnskólunum og í framhaldsskólanum en í leikskólum verði boðað til ótímabundinna verkfalla. Atkvæðagreiðslur um verkföll hafi hafist á hádegi í dag. Aðgerðirnar nái til félagsmanna aðildarfélaga Kennarasambandsins sem starfa í skólunum átta og taka laun samkvæmt kjarasamningum KÍ. Atkvæðagreiðslurnar standi til hádegis á fimmtudag, 10. október. Næsti fundur á morgun Kjaradeila aðildarfélaga KÍ sem semja við sveitarfélögin liggi á borði ríkissáttasemjara. Samband íslenskra sveitarfélaga hafi vísað deilunni til embættis ríkissáttasemjara 24. september síðastliðinn. Kjarasamningar aðildarfélaganna sem semja við sveitarfélögin hafi runnið út 31. maí síðastliðinn. Félög framhaldsskólans, FF og FS, hafi vísað sinni kjaradeilu til ríkissáttasemjara 26. september síðastliðinn en þeirra samningsaðili sé ríkið. FF og FS hafi verið samningslaus síðan 31. mars síðastliðinn. Aðildarfélög Kennarasambandsins hafi skipað eina viðræðunefnd. Viðræðunefndin sé skipuð formönnum aðildarfélaga KÍ ásamt formanni Kennarasambandsins. Ríkissáttasemjari hafi boðað samningsaðila til fundar í gær. Næsti fundur hafi verið boðaður á morgun. Veistu hvaða skóla er um að ræða þar sem greidd verða atkvæði um verkfall? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu hvaða skóla er um að ræða þar sem greidd verða atkvæði um verkfall? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Stéttarfélög Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira