„Ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2024 22:08 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, reiknar með hörku á næstu lyftingaræfingu liðsins. vísir / pawel FH tapaði með sjö marka mun, 37-30 gegn Toulouse, í fyrstu umferð Evrópukeppninnar. Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, var ánægður með frammistöðuna í fjarveru lykilmanna. Hann segir getustigið hátt en FH sé í góðum séns og því mikilvægt að liðið njóti góðs stuðnings í næsta heimaleik eftir viku. „Ég ætla að leyfa mér að vera bara rosalegur stoltur af mínu liði. Við mætum hér til leiks með svakalegt hjarta. Verðum að átta okkur á því að við erum með leikmenn fædda 2008, 2007, 2006, í lykilhlutverkum en erum í hörkuleik á móti einu af tveimur bestu liðum Frakklands í dag. Ég er mjög stoltur af frammistöðunni hjá strákunum,“ sagði Sigursteinn í viðtali sem var tekið af fjölmiðlafulltrúa FH eftir leik og má í heild sinni sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta er brutal level, það er refsað fyrir allt og í dag gerðum við of mikið af tæknilegum mistökum, og var refsað fyrir, en ég tek það ekki af mínu liði að það var ofboðslega mikið hjarta í þessu,“ hélt hann svo áfram. FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. Liðið stóð samt lengi vel í heimamönnum og getur tekið margt jákvætt með sér heim. „Fækka mistökum og vera agaðir. Við þurfum að vera fljótir að læra á þessu leveli en maður sér það strax í leik eins og þessum hvað það er mikilvægt fyrir okkur að taka þátt á þessu leveli. Allir þessir ungu leikmenn finna hvað þarf til, ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim því þeir fundu það hvað þarf til á þessu leveli.“ Sigursteinn nýtti tækifærið meðan það gafst til að hvetja aðdáendur liðsins og alla handboltaáhugamenn að flykkjast í Kaplakrika næsta þriðjudag, þegar FH tekur á móti Gummersbach og Valur tekur við Porto. „Ég verð stórkostlega svekktur ef það verður ekki troðfullur Kaplakriki… og biðla til fólks að tryggja sér miða sem allra, allra fyrst.“ Klippa: Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir tap gegn Toulouse Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
„Ég ætla að leyfa mér að vera bara rosalegur stoltur af mínu liði. Við mætum hér til leiks með svakalegt hjarta. Verðum að átta okkur á því að við erum með leikmenn fædda 2008, 2007, 2006, í lykilhlutverkum en erum í hörkuleik á móti einu af tveimur bestu liðum Frakklands í dag. Ég er mjög stoltur af frammistöðunni hjá strákunum,“ sagði Sigursteinn í viðtali sem var tekið af fjölmiðlafulltrúa FH eftir leik og má í heild sinni sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta er brutal level, það er refsað fyrir allt og í dag gerðum við of mikið af tæknilegum mistökum, og var refsað fyrir, en ég tek það ekki af mínu liði að það var ofboðslega mikið hjarta í þessu,“ hélt hann svo áfram. FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. Liðið stóð samt lengi vel í heimamönnum og getur tekið margt jákvætt með sér heim. „Fækka mistökum og vera agaðir. Við þurfum að vera fljótir að læra á þessu leveli en maður sér það strax í leik eins og þessum hvað það er mikilvægt fyrir okkur að taka þátt á þessu leveli. Allir þessir ungu leikmenn finna hvað þarf til, ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim því þeir fundu það hvað þarf til á þessu leveli.“ Sigursteinn nýtti tækifærið meðan það gafst til að hvetja aðdáendur liðsins og alla handboltaáhugamenn að flykkjast í Kaplakrika næsta þriðjudag, þegar FH tekur á móti Gummersbach og Valur tekur við Porto. „Ég verð stórkostlega svekktur ef það verður ekki troðfullur Kaplakriki… og biðla til fólks að tryggja sér miða sem allra, allra fyrst.“ Klippa: Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir tap gegn Toulouse
Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira