Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2024 23:19 Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5. AP/Yui Mok Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. Svipaða sögu er að segja af Írönum, sem leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Þetta sagði Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, í reglulegri ræðu um þær helstu ógnir sem Bretar standa frammi fyrir. Í frétt BBC segir að McCallum hafi farið um víðan völl í ræðu sinni og sagði hann meðal annars að starfsmenn MI5 hefðu brugðist við tuttugu aðgerðum Írana frá 2022. Í heildina hefði ógnum frá óvinveittum ríkjum fjölgað um tæplega helming á einu ári. Að mestu verja starfsmenn MI5 þó tíma sínum í að sporna gegn öfgamönnum, bæði íslamistum og hægri sinnuðum öfgamönnum. McCallum sagði að þessar ógnir, bæði varðandi hryðjuverkaárásir og aðgerðir óvinveittra ríkja, hefðu í för með sér að MI5 hefðu mikið verk að vinna. Börn viðkvæm fyrir öfgavæðingu á netinu Í ræðunni fór McCallum einnig yfir það hve mörg börn væru nú til rannsóknar vegna hryðjuverkaógnar og varaði hann við sífellt aukinni öfgavæðingu barna á netinu. Hann sagði að um þrettán prósent þeirra einstaklinga sem væru rannsakaðir vegna tengsla við hryðjuverkastarfsemi væru undir lögaldri. Í heildina hefði verið komið í veg fyrir 43 hryðjuverk frá árinu 2017, sem sneru meðal annars að notkun skotvopna eða sprengja með því markmiði að valda eins miklu mannfalli og mögulegt væri. Höfuðstöðvar MI5 í Lundúnum.EPA/ANDY RAIN Leita til glæpasamtaka Eins og áður segir tók McCallum fram að aðgerðum óvinveittra ríkja og þá sérstaklega frá Rússlandi og Íran hefði fjölgað mjög. Hann varaði við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran væru í auknum mæli að reyna að fá aðra til að fremja myrkraverk þeirra og nefndi hann til að mynda glæpasamtök í því samhengi. Er það að einhverju leyti vegna þess hve mörgum rússneskum erindrekum og þar á meðal njósnurum hefur verið vísað frá Evrópu. Í frétt Sky News segir að þeir séu rúmlega 750 talsins, frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Hann sagði Rússa leggja sérstaka áherslu á Bretland vegna þeirrar leiðandi stöðu sem Bretar hefðu tekið sér þegar kæmi að því að styðja Úkraínu. McCallum varaði glæpahópa við því að reyna að taka að sér vinnu fyrir Íran, Rússland eða nokkurt annað ríki. Geri þeir það verði ekki tekið á þeim með neinum vettlingatökum. „Þetta er val sem þið munið sjá eftir,“ sagði hann. Bretland Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Svipaða sögu er að segja af Írönum, sem leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Þetta sagði Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, í reglulegri ræðu um þær helstu ógnir sem Bretar standa frammi fyrir. Í frétt BBC segir að McCallum hafi farið um víðan völl í ræðu sinni og sagði hann meðal annars að starfsmenn MI5 hefðu brugðist við tuttugu aðgerðum Írana frá 2022. Í heildina hefði ógnum frá óvinveittum ríkjum fjölgað um tæplega helming á einu ári. Að mestu verja starfsmenn MI5 þó tíma sínum í að sporna gegn öfgamönnum, bæði íslamistum og hægri sinnuðum öfgamönnum. McCallum sagði að þessar ógnir, bæði varðandi hryðjuverkaárásir og aðgerðir óvinveittra ríkja, hefðu í för með sér að MI5 hefðu mikið verk að vinna. Börn viðkvæm fyrir öfgavæðingu á netinu Í ræðunni fór McCallum einnig yfir það hve mörg börn væru nú til rannsóknar vegna hryðjuverkaógnar og varaði hann við sífellt aukinni öfgavæðingu barna á netinu. Hann sagði að um þrettán prósent þeirra einstaklinga sem væru rannsakaðir vegna tengsla við hryðjuverkastarfsemi væru undir lögaldri. Í heildina hefði verið komið í veg fyrir 43 hryðjuverk frá árinu 2017, sem sneru meðal annars að notkun skotvopna eða sprengja með því markmiði að valda eins miklu mannfalli og mögulegt væri. Höfuðstöðvar MI5 í Lundúnum.EPA/ANDY RAIN Leita til glæpasamtaka Eins og áður segir tók McCallum fram að aðgerðum óvinveittra ríkja og þá sérstaklega frá Rússlandi og Íran hefði fjölgað mjög. Hann varaði við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran væru í auknum mæli að reyna að fá aðra til að fremja myrkraverk þeirra og nefndi hann til að mynda glæpasamtök í því samhengi. Er það að einhverju leyti vegna þess hve mörgum rússneskum erindrekum og þar á meðal njósnurum hefur verið vísað frá Evrópu. Í frétt Sky News segir að þeir séu rúmlega 750 talsins, frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Hann sagði Rússa leggja sérstaka áherslu á Bretland vegna þeirrar leiðandi stöðu sem Bretar hefðu tekið sér þegar kæmi að því að styðja Úkraínu. McCallum varaði glæpahópa við því að reyna að taka að sér vinnu fyrir Íran, Rússland eða nokkurt annað ríki. Geri þeir það verði ekki tekið á þeim með neinum vettlingatökum. „Þetta er val sem þið munið sjá eftir,“ sagði hann.
Bretland Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“