„Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 16:15 Valgeir Lunddal Friðriksson með hendur á lofti á æfingu íslenska landsliðins í Kaplakrika. VÍSIR/VILHELM Valgeir Lunddal Friðriksson er búinn að koma sér vel fyrir hjá Düsseldorf í Þýskalandi og ætlar að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu. Liðið á fyrir höndum leiki við Wales og Tyrkland í Þjóðadeildinni, á föstudag og mánudag. Valgeir er í baráttu um bakvarðarstöðu í íslenska landsliðinu og sömuleiðis hjá Düsseldorf en þar hefur hann verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum, og komið við sögu í öllum leikjum síðan hann mætti til Þýskalands frá Häcken í Svíþjóð í lok ágúst. Hjá Düsseldorf hitti Valgeir fyrir félaga sinn úr landsliðinu, Ísak Bergmann Jóhannesson, sem hefur reynst honum góður stuðningur. „Þetta er mjög góður staður til að vera á. Ég hafði samband við Ísak áður en ég fór í lengri viðræður við þá og hann sagði bara góða hluti um klúbbinn og staðinn. Í sjálfu sér var því „no brainer“ fyrir mig að fara þangað. Fullkomið næsta skref fyrir mig. Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið síðan að ég mætti þarna út. Ég er mjög þakklátur fyrir hann,“ sagði Valgeir í samtali við Val Pál Eiríksson á hóteli íslenska landsliðsins hér í Reykjavík. Ísak Bergmann Jóhannesson kom ári á undan Valgeiri til Düsseldorf og hefur hjálpað honum að koma sér fyrir.Getty/Daniel Löb Valgeiri þykir vænt um árin sín í Svíþjóð: „Ég átti mjög góðan tíma í Svíþjóð og við unnum allt sem hægt var að vinna. Skrifuðum söguna fyrir klúbbinn á þessum þremur og hálfu ári. Í sjálfu sér var því erfitt að fara en þetta var ekki lokastaður fyrir mig. Ég vildi að sjálfsögðu taka næsta skref lengra og það er mjög gott að vera kominn í umhverfi eins og hjá Düsseldorf.“ Þurfum að nýta að þeir nenna ekki núll gráðum og vindi Valgeir kom inn á sem varamaður í síðasta landsleik, gegn Tyrklandi ytra í september, og lék þá sinn ellefta A-landsleik. „Ég var búinn að vera svolítið meiddur þegar ég kom hingað heim [í september] og þurfti að vinna mig upp úr því í síðasta landsleikjaglugga. Ég náði því og tók þrjátíu mínútur á móti Tyrklandi. Hefði mögulega getað spilað aðeins meira, en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa spilað þarna og komið mér aðeins aftur inn í landsliðið. Ég er búinn að vera svolítið meiddur, þannig að ég er mjög ánægður með að vera kominn í hópinn og að geta sýnt mig,“ sagði Valgeir sem er núna fullkomlega klár í slaginn og ætlar að festa sér byrjunarliðssæti í landsliðinu: „Algjörlega. Núna er ég kominn á góðan stað, hef verið að spila alla leiki í Þýskalandi og auðvitað er markmiðið alltaf að eiga heima í þessu landsliði. Vonandi get ég sýnt það núna og á næstunni. Við þurfum að hefna fyrir tapið gegn Tyrklandi og helst taka 4-6 stig út úr þessum glugga. Þessi leikur við Wales [á föstudag] verður erfiður, eins og alltaf, en við þurfum að nýta okkur að það nennir enginn að koma hingað í núll gráður og vind. Við þurfum að hamra aðeins á þá.“ Klippa: Valgeir mætir kokhraustur í Dalinn Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
Valgeir er í baráttu um bakvarðarstöðu í íslenska landsliðinu og sömuleiðis hjá Düsseldorf en þar hefur hann verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum, og komið við sögu í öllum leikjum síðan hann mætti til Þýskalands frá Häcken í Svíþjóð í lok ágúst. Hjá Düsseldorf hitti Valgeir fyrir félaga sinn úr landsliðinu, Ísak Bergmann Jóhannesson, sem hefur reynst honum góður stuðningur. „Þetta er mjög góður staður til að vera á. Ég hafði samband við Ísak áður en ég fór í lengri viðræður við þá og hann sagði bara góða hluti um klúbbinn og staðinn. Í sjálfu sér var því „no brainer“ fyrir mig að fara þangað. Fullkomið næsta skref fyrir mig. Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið síðan að ég mætti þarna út. Ég er mjög þakklátur fyrir hann,“ sagði Valgeir í samtali við Val Pál Eiríksson á hóteli íslenska landsliðsins hér í Reykjavík. Ísak Bergmann Jóhannesson kom ári á undan Valgeiri til Düsseldorf og hefur hjálpað honum að koma sér fyrir.Getty/Daniel Löb Valgeiri þykir vænt um árin sín í Svíþjóð: „Ég átti mjög góðan tíma í Svíþjóð og við unnum allt sem hægt var að vinna. Skrifuðum söguna fyrir klúbbinn á þessum þremur og hálfu ári. Í sjálfu sér var því erfitt að fara en þetta var ekki lokastaður fyrir mig. Ég vildi að sjálfsögðu taka næsta skref lengra og það er mjög gott að vera kominn í umhverfi eins og hjá Düsseldorf.“ Þurfum að nýta að þeir nenna ekki núll gráðum og vindi Valgeir kom inn á sem varamaður í síðasta landsleik, gegn Tyrklandi ytra í september, og lék þá sinn ellefta A-landsleik. „Ég var búinn að vera svolítið meiddur þegar ég kom hingað heim [í september] og þurfti að vinna mig upp úr því í síðasta landsleikjaglugga. Ég náði því og tók þrjátíu mínútur á móti Tyrklandi. Hefði mögulega getað spilað aðeins meira, en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa spilað þarna og komið mér aðeins aftur inn í landsliðið. Ég er búinn að vera svolítið meiddur, þannig að ég er mjög ánægður með að vera kominn í hópinn og að geta sýnt mig,“ sagði Valgeir sem er núna fullkomlega klár í slaginn og ætlar að festa sér byrjunarliðssæti í landsliðinu: „Algjörlega. Núna er ég kominn á góðan stað, hef verið að spila alla leiki í Þýskalandi og auðvitað er markmiðið alltaf að eiga heima í þessu landsliði. Vonandi get ég sýnt það núna og á næstunni. Við þurfum að hefna fyrir tapið gegn Tyrklandi og helst taka 4-6 stig út úr þessum glugga. Þessi leikur við Wales [á föstudag] verður erfiður, eins og alltaf, en við þurfum að nýta okkur að það nennir enginn að koma hingað í núll gráður og vind. Við þurfum að hamra aðeins á þá.“ Klippa: Valgeir mætir kokhraustur í Dalinn
Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn