Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2024 08:01 Gömlu liðsfélagarnir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon að gaza. stöð 2 sport Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Þór vann Njarðvík í 1. umferð Bónus deildarinnar á meðan Valur tapaði fyrir Stjörnunni. Íslandsmeistararnir töpuðu einnig fyrir Keflavík í Meistarakeppni KKÍ og geta því tapað sínum þriðja leik í röð í kvöld. „Nafnið sem ég fann á þennan leik er: Hvað nú leikurinn? Þórsararnir byrja öll tímabil sem miðjulið, einhvern veginn. Þeir fá aldrei að vera með í þessu efsta mengi með þeim sem eru taldir líklegastir til að vinna titilinn. Þeir eru alltaf í þessum miðjuhóp og einu skrefi frá því að komast upp,“ sagði Pavel í upphitunarþættinum. „Þeir unnu frábæran sigur á Njarðvík í 1. umferð, eru að fara á útivöll til Íslandsmeistaranna og hvað nú? Sigur gæti sent mjög stór skilaboð á deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Valur - Þór Þ. Pavel fór svo yfir það sem er í húfi fyrir Íslandsmeistara Vals. „Valsarar eru búnir að tapa einhverjum leikjum og hafa í sannleika sagt ekki litið neitt frábærlega út. Íslandsmeistarar með fullt af væntingum á herðum sínum og hvað nú? Sigur í þessum leik gæti róað hlutina ansi vel niður fyrir þá,“ sagði Pavel. „Það eru margir hákarlar að synda í kringum þá, sem eru tilbúnir að taka við af þeim, og það er mikilvægt fyrir þá núna að bægja þeim frá; segja þeim að láta okkur í friði. Við segjum það bara til að selja þennan leik. Það er mikið undir fyrir bæði lið.“ Upphitunarþáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Þór vann Njarðvík í 1. umferð Bónus deildarinnar á meðan Valur tapaði fyrir Stjörnunni. Íslandsmeistararnir töpuðu einnig fyrir Keflavík í Meistarakeppni KKÍ og geta því tapað sínum þriðja leik í röð í kvöld. „Nafnið sem ég fann á þennan leik er: Hvað nú leikurinn? Þórsararnir byrja öll tímabil sem miðjulið, einhvern veginn. Þeir fá aldrei að vera með í þessu efsta mengi með þeim sem eru taldir líklegastir til að vinna titilinn. Þeir eru alltaf í þessum miðjuhóp og einu skrefi frá því að komast upp,“ sagði Pavel í upphitunarþættinum. „Þeir unnu frábæran sigur á Njarðvík í 1. umferð, eru að fara á útivöll til Íslandsmeistaranna og hvað nú? Sigur gæti sent mjög stór skilaboð á deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Valur - Þór Þ. Pavel fór svo yfir það sem er í húfi fyrir Íslandsmeistara Vals. „Valsarar eru búnir að tapa einhverjum leikjum og hafa í sannleika sagt ekki litið neitt frábærlega út. Íslandsmeistarar með fullt af væntingum á herðum sínum og hvað nú? Sigur í þessum leik gæti róað hlutina ansi vel niður fyrir þá,“ sagði Pavel. „Það eru margir hákarlar að synda í kringum þá, sem eru tilbúnir að taka við af þeim, og það er mikilvægt fyrir þá núna að bægja þeim frá; segja þeim að láta okkur í friði. Við segjum það bara til að selja þennan leik. Það er mikið undir fyrir bæði lið.“ Upphitunarþáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31