Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. október 2024 12:07 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór yfir atburðarrásina í aðdraganda fyrirhugaðs brottflutnings Yasans Tamini og fjölskyldu á Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. Greint var frá þeim samskiptum sem fóru á milli ráðherra og ríkislögreglustjóra í aðdraganda fyrirhugaðrar brottvísunar hins tólf ára Yasans Tamini í Speglinum í gær. Þar kom fram að lögreglumenn hafi sótt Yasan í Rjóðrið á barnaspítalanum rétt fyrir klukkan ellefu að kvöldi til. Um klukkan tvö hafi móðir hans fengið að hringja í lögmann sinn og þá fóru hjólin að snúast. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, staðfestir við Spegilinn að hún hafi um klukkan sex um morguninn fengið símtal frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félgsmálaráðherra, þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af brottvísuninni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri virðist í kjölfarið reyna að ná í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, þar sem upplýst er að um klukkan sjö hafi Guðrún hringt til baka í ríkislögreglustjóra eftir að hafa misst af fleiri en einu símtali. Þar hafi Sigríður Björk lagt áherslu á einungis nokkrar mínútur væru til stefnu ætti að fresta brottflutningi. Tuttugu mínútum síðar hafi dómsmálaráðherra stöðvað flutninginn að beiðni forsætisráðherra til þess að ræða mætti málið innan ríkisstjórnarinnar. Eftirfarandi skilaboð sendi dómsmálaráðherra til ríkislögreglustjóra klukkan 7:38. „Sæl. Í kjölfar samtals okkar rétt í þessu stöðva ég flutning að beiðni forsætisráðherra. Vinsamlegast staðfestu móttöku.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hringdi í ríkislögreglustjóra og lýsti yfir áhyggjum af brottflutningi Yasans.Vísir/ARnar Þjarmað var að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra vegna málsins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Bjarni sagðist ekki telja að félagsmálaráðhera hafi talið sig hafa boðvald yfir ríkislögreglustjóra. Ráðherra hafi viljað gæta að réttindum fólks í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. „Mér finnst það hins vegar, ég verð að segja það í allan stað mjög óeðlilegt að ráðherrann hringi beint í undirmann annars ráðherra. Hérna þarf maður þó að horfa til þess að dómsmálaráðherra var væntanlega enn steinsofandi á þessum tímapunkti, enda mjög árla morguns,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra þurfi hins vegar að svara betur fyrir málið. Dómsmálaráðherra hafi á endanum tekið ákvörðunina, þrátt fyrir að orðalagið í textaskilaboðum gæti gefið til kynna að Bjarni hafi gert það. „Ég kann ekki að segja frá því nákvæmlega hvers vegna þetta er orðað svona í samskiptunum. Ég hef engar athugasemdir við það hins vegar. Það er alveg hárrétt að í samskiptum mínum við dómsmálaráðherra vildi ég að það væri hundrað prósent skýrt að við værum ekki að hafa afskipti af niðurstöðu í máli. Ákvörðun um brottvísun stendur. Það var meginatriðið.“ Ríkisstjórnin hafi strax á mánudeginum fundað um málið. „Við getum sagt að það hafi farið fram fundur tíu klukkustundum síðar í stjórnarráðinu, óformlegur fundur, þar sem var hægt að fara ýmsar hliðar og undirbúa það að málið kæmi til frekari umræðu í ríkisstjórn á þriðjudeginum.“ Líkt og fram hefur komið hafa Yasan og fjölskylda hans nú fengið alþjóðlega vernd á Íslandi. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Greint var frá þeim samskiptum sem fóru á milli ráðherra og ríkislögreglustjóra í aðdraganda fyrirhugaðrar brottvísunar hins tólf ára Yasans Tamini í Speglinum í gær. Þar kom fram að lögreglumenn hafi sótt Yasan í Rjóðrið á barnaspítalanum rétt fyrir klukkan ellefu að kvöldi til. Um klukkan tvö hafi móðir hans fengið að hringja í lögmann sinn og þá fóru hjólin að snúast. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, staðfestir við Spegilinn að hún hafi um klukkan sex um morguninn fengið símtal frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félgsmálaráðherra, þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af brottvísuninni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri virðist í kjölfarið reyna að ná í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, þar sem upplýst er að um klukkan sjö hafi Guðrún hringt til baka í ríkislögreglustjóra eftir að hafa misst af fleiri en einu símtali. Þar hafi Sigríður Björk lagt áherslu á einungis nokkrar mínútur væru til stefnu ætti að fresta brottflutningi. Tuttugu mínútum síðar hafi dómsmálaráðherra stöðvað flutninginn að beiðni forsætisráðherra til þess að ræða mætti málið innan ríkisstjórnarinnar. Eftirfarandi skilaboð sendi dómsmálaráðherra til ríkislögreglustjóra klukkan 7:38. „Sæl. Í kjölfar samtals okkar rétt í þessu stöðva ég flutning að beiðni forsætisráðherra. Vinsamlegast staðfestu móttöku.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hringdi í ríkislögreglustjóra og lýsti yfir áhyggjum af brottflutningi Yasans.Vísir/ARnar Þjarmað var að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra vegna málsins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Bjarni sagðist ekki telja að félagsmálaráðhera hafi talið sig hafa boðvald yfir ríkislögreglustjóra. Ráðherra hafi viljað gæta að réttindum fólks í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. „Mér finnst það hins vegar, ég verð að segja það í allan stað mjög óeðlilegt að ráðherrann hringi beint í undirmann annars ráðherra. Hérna þarf maður þó að horfa til þess að dómsmálaráðherra var væntanlega enn steinsofandi á þessum tímapunkti, enda mjög árla morguns,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra þurfi hins vegar að svara betur fyrir málið. Dómsmálaráðherra hafi á endanum tekið ákvörðunina, þrátt fyrir að orðalagið í textaskilaboðum gæti gefið til kynna að Bjarni hafi gert það. „Ég kann ekki að segja frá því nákvæmlega hvers vegna þetta er orðað svona í samskiptunum. Ég hef engar athugasemdir við það hins vegar. Það er alveg hárrétt að í samskiptum mínum við dómsmálaráðherra vildi ég að það væri hundrað prósent skýrt að við værum ekki að hafa afskipti af niðurstöðu í máli. Ákvörðun um brottvísun stendur. Það var meginatriðið.“ Ríkisstjórnin hafi strax á mánudeginum fundað um málið. „Við getum sagt að það hafi farið fram fundur tíu klukkustundum síðar í stjórnarráðinu, óformlegur fundur, þar sem var hægt að fara ýmsar hliðar og undirbúa það að málið kæmi til frekari umræðu í ríkisstjórn á þriðjudeginum.“ Líkt og fram hefur komið hafa Yasan og fjölskylda hans nú fengið alþjóðlega vernd á Íslandi.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira