Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 14:02 Albert Guðmundsson hefur farið vel af stað með sínu nýja liði Fiorentina og hann skoraði sigurmark gegn AC Milan um síðustu helgi. Getty/Giuseppe Maffia Fótboltamaðurinn Albert Guðmundsson hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Honum er létt eftir erfitt ár, og kveðst afar þakklátur fjölskyldu og vinum. „Saklaus! Það er skýr niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem kveðinn var upp í dag. Þó að ég hafi alla tíð verið sannfærður um jákvæða útkomu úr þessu máli þá fylgir þessum dómi ákveðinn léttir,“ segir Albert í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum. Albert var kærður í fyrrasumar og hefur frá þeim tíma til að mynda ekki mátt spila með íslenska landsliðinu, nema í tveimur leikjum í mars eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og síðan þá hefur Albert beðið endanlegrar niðurstöðu en á sama tíma spilað með liðum sínum á Ítalíu, fyrst Genoa og svo Fiorentina í haust. Yfirlýsing Alberts birtist á samfélagsmiðlum. „Þetta er búið að vera erfitt ár, í alvöru sagt, og ekki auðvelt að eiga við það andlega en ég hef lært það að fjölskylda mín og vinir eru mér allt, og ég verð þeim ævinlega þakklátur,“ segir Albert og bætir við: „Að lokum langar mig að undirstrika að ég mun aldrei samþykkja ofbeldi af neinu tagi. Sem faðir tveggja barna, þar á meðal ungrar dóttur, og með þrjár yngri systur, þá vona ég innilega að þetta mál skaði ekki konur sem sannarlega hafa orðið fórnarlömb ofbeldis. Núna get ég haldið áfram lífi mínu og einbeitt mér að því sem ég geri best. Ein ást, Albert.“ Albert kemur nú til greina í landsliðið að nýju en liðið mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og Tyrklandi á sama stað á mánudagskvöld. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir að nú ráði Åge Hareide landsliðsþjálfari því hvort Albert verði fenginn inn í hópinn en Hareide gat ekki svarað því á blaðamannafundi í dag hvort það yrði gert. Landslið karla í fótbolta Ítalski boltinn Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Sjá meira
„Saklaus! Það er skýr niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem kveðinn var upp í dag. Þó að ég hafi alla tíð verið sannfærður um jákvæða útkomu úr þessu máli þá fylgir þessum dómi ákveðinn léttir,“ segir Albert í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum. Albert var kærður í fyrrasumar og hefur frá þeim tíma til að mynda ekki mátt spila með íslenska landsliðinu, nema í tveimur leikjum í mars eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og síðan þá hefur Albert beðið endanlegrar niðurstöðu en á sama tíma spilað með liðum sínum á Ítalíu, fyrst Genoa og svo Fiorentina í haust. Yfirlýsing Alberts birtist á samfélagsmiðlum. „Þetta er búið að vera erfitt ár, í alvöru sagt, og ekki auðvelt að eiga við það andlega en ég hef lært það að fjölskylda mín og vinir eru mér allt, og ég verð þeim ævinlega þakklátur,“ segir Albert og bætir við: „Að lokum langar mig að undirstrika að ég mun aldrei samþykkja ofbeldi af neinu tagi. Sem faðir tveggja barna, þar á meðal ungrar dóttur, og með þrjár yngri systur, þá vona ég innilega að þetta mál skaði ekki konur sem sannarlega hafa orðið fórnarlömb ofbeldis. Núna get ég haldið áfram lífi mínu og einbeitt mér að því sem ég geri best. Ein ást, Albert.“ Albert kemur nú til greina í landsliðið að nýju en liðið mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og Tyrklandi á sama stað á mánudagskvöld. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir að nú ráði Åge Hareide landsliðsþjálfari því hvort Albert verði fenginn inn í hópinn en Hareide gat ekki svarað því á blaðamannafundi í dag hvort það yrði gert.
Landslið karla í fótbolta Ítalski boltinn Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Sjá meira