Er okur á leigumarkaði? Reynir Böðvarsson skrifar 10. október 2024 19:02 Leigjendur á Íslandi hafa glímt við alvarlegan húsnæðisvanda á síðustu árum, þar sem hækkanir á leiguverði hafa farið fram úr getu margra til að standa undir greiðslum. Veruleg skortur á leiguíbúðum hefur skapað mikla samkeppni á markaðnum, sem leiðir til hærra verðs og færri valkosta fyrir þá sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Þetta veldur því að leigjendur búa við óöryggi og óstöðugleika, þar sem það er erfitt að finna langtíma húsnæði á sanngjörnum kjörum. Það var einkum Sjálfstæðisflokkurinn sem stóð fyrir þeim kerfisbreytingum sem leiddu til niðurlagningar verkamannabústaðakerfisins og aukinnar markaðsvæðingar í húsnæðismálum. Flokkurinn lagði áherslu á frjálsan markað, minni þátttöku ríkisins í félagslegu húsnæði og aukna einkavæðingu. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega á tíunda áratugnum, var tekin stefna í átt að því að færa húsnæðismarkaðinn meira í hendur einstaklinga og markaðsafla. Markmiðið var að einstaklingar keyptu frekar eigið húsnæði í stað þess að treysta á opinberar lausnir eins og verkamannabústaði. Framsóknarflokkurinn, sem var oftast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum á þessum tíma, studdi einnig þessar breytingar, þó með aðeins mildari áherslum á markaðsvæðingu. Hins vegar kom sú stefna um að Íbúðalánasjóður tæki við verkamannabústaðakerfinu frá báðum þessum flokkum. Ofan á allt þetta hefur innflutt vinnuafl hefur haft veruleg áhrif á húsnæðismarkaðinn og ekki sísta á vanda leigjenda. Stjórnvöld hafa með stefnu sinni aukið eftirspurn eftir vinnuafli í ferðaþjónustu og byggingariðnaði en á sama tíma lítið gert til þess að mæta þörfum þessa vinnuafls meðal annars húsnæðisþörfum. Þetta hefur aukið álag á húsnæðismarkaðinn, sérstaklega á leigumarkaði, þar sem flestir innflytjendur þurfa á leiguíbúðum að halda þegar þeir koma til landsins. Þar sem framboð á húsnæði hefur ekki aukist í samræmi við þessa fjölgun, hefur þetta ýtt undir húsnæðisskort og hækkun leiguverðs út yfir allt velsæmi. Vissulega gagnrýndu Vinstri hreyfingin – grænt framboð og Samfylkingin þessa þróun lengi vel og lögðu meiri áherslu á félagslegt húsnæði og réttindi leigjenda. Þessir flokkar kölluðu eftir sterkari inngripum ríkisins til að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaðnum og bæta kjör leigjenda, meðal annars með því að byggja fleiri leiguíbúðir á félagslegum forsendum. Þessar sögulegu áherslur hjá þessum flokkum virðast þó hafa dvínað hin síðari ár og það er engu líkara en að markaðslausnir séu þar líka að verða vinsælli, svo ólíklegt sem það lætur þegar litið er til sögu systurflokks þeirra víðast hvar í Evrópu. Nýfrjálshyggjan er í þessum málaflokki eins og öðrum komin út í skurð, markaðurinn er ófær um að sinna öðrum en fjármagnseigendum og alls ekki neinum félagslegum þörfum í þjóðfélaginu. Það þarf sem fyrst að losa þjóðfélagið úr fjötrum nýfrjálshyggjunnar og byrja aftur að byggja mannvænlegt þjóðfélag á félagslegum grunni. Sósíalistaflokkurinn virðist vera eini flokkurinn á Íslandi sem ber hagsmuni leigjenda fyrir brjósti og sem er tilbúinn til að afla þeirra tekna sem til þarf með réttlátri skattlagningu. Til þess að svo geti orðið þurfa kjósendur í næstu Alþingiskosningum að tryggja gott fylgi við Sósíalistaflokkinn. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reynir Böðvarsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Leigjendur á Íslandi hafa glímt við alvarlegan húsnæðisvanda á síðustu árum, þar sem hækkanir á leiguverði hafa farið fram úr getu margra til að standa undir greiðslum. Veruleg skortur á leiguíbúðum hefur skapað mikla samkeppni á markaðnum, sem leiðir til hærra verðs og færri valkosta fyrir þá sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Þetta veldur því að leigjendur búa við óöryggi og óstöðugleika, þar sem það er erfitt að finna langtíma húsnæði á sanngjörnum kjörum. Það var einkum Sjálfstæðisflokkurinn sem stóð fyrir þeim kerfisbreytingum sem leiddu til niðurlagningar verkamannabústaðakerfisins og aukinnar markaðsvæðingar í húsnæðismálum. Flokkurinn lagði áherslu á frjálsan markað, minni þátttöku ríkisins í félagslegu húsnæði og aukna einkavæðingu. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega á tíunda áratugnum, var tekin stefna í átt að því að færa húsnæðismarkaðinn meira í hendur einstaklinga og markaðsafla. Markmiðið var að einstaklingar keyptu frekar eigið húsnæði í stað þess að treysta á opinberar lausnir eins og verkamannabústaði. Framsóknarflokkurinn, sem var oftast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum á þessum tíma, studdi einnig þessar breytingar, þó með aðeins mildari áherslum á markaðsvæðingu. Hins vegar kom sú stefna um að Íbúðalánasjóður tæki við verkamannabústaðakerfinu frá báðum þessum flokkum. Ofan á allt þetta hefur innflutt vinnuafl hefur haft veruleg áhrif á húsnæðismarkaðinn og ekki sísta á vanda leigjenda. Stjórnvöld hafa með stefnu sinni aukið eftirspurn eftir vinnuafli í ferðaþjónustu og byggingariðnaði en á sama tíma lítið gert til þess að mæta þörfum þessa vinnuafls meðal annars húsnæðisþörfum. Þetta hefur aukið álag á húsnæðismarkaðinn, sérstaklega á leigumarkaði, þar sem flestir innflytjendur þurfa á leiguíbúðum að halda þegar þeir koma til landsins. Þar sem framboð á húsnæði hefur ekki aukist í samræmi við þessa fjölgun, hefur þetta ýtt undir húsnæðisskort og hækkun leiguverðs út yfir allt velsæmi. Vissulega gagnrýndu Vinstri hreyfingin – grænt framboð og Samfylkingin þessa þróun lengi vel og lögðu meiri áherslu á félagslegt húsnæði og réttindi leigjenda. Þessir flokkar kölluðu eftir sterkari inngripum ríkisins til að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaðnum og bæta kjör leigjenda, meðal annars með því að byggja fleiri leiguíbúðir á félagslegum forsendum. Þessar sögulegu áherslur hjá þessum flokkum virðast þó hafa dvínað hin síðari ár og það er engu líkara en að markaðslausnir séu þar líka að verða vinsælli, svo ólíklegt sem það lætur þegar litið er til sögu systurflokks þeirra víðast hvar í Evrópu. Nýfrjálshyggjan er í þessum málaflokki eins og öðrum komin út í skurð, markaðurinn er ófær um að sinna öðrum en fjármagnseigendum og alls ekki neinum félagslegum þörfum í þjóðfélaginu. Það þarf sem fyrst að losa þjóðfélagið úr fjötrum nýfrjálshyggjunnar og byrja aftur að byggja mannvænlegt þjóðfélag á félagslegum grunni. Sósíalistaflokkurinn virðist vera eini flokkurinn á Íslandi sem ber hagsmuni leigjenda fyrir brjósti og sem er tilbúinn til að afla þeirra tekna sem til þarf með réttlátri skattlagningu. Til þess að svo geti orðið þurfa kjósendur í næstu Alþingiskosningum að tryggja gott fylgi við Sósíalistaflokkinn. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun