Fyrir hvað erum við að borga? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 11. október 2024 09:03 Í bæjarstjórn Seltjarnarness sitja 7 bæjarfulltrúar og þar af er bæjarstjóri í 100% starfi. Auk bæjarstjórnar starfar bæjarráð og 6 fagnefndir. Launakostnaður þessara kjörnu fulltrúa er í fjárhagsáætlun ársins 2024 56,5 milljónir króna eða rúmlega 200 milljónir á kjörtímabili. Það væri hægt að skrifa grein um hvernig hægt væri að ná fram hagræðingu í rekstri án þess að skera niður þjónustu með sameiningu nefnda og lækkun launa bæjarstjóra en það er ekki inntak þessarar greinar. Það sem þessi grein veltir upp er hvað eru Seltirningar eiginlega að fá fyrir þessar fjárhæðir? Mettap á rekstri sveitarfélagsins fyrstu tvö ár kjörtímabilsins Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru mikinn í kosningabaráttunni 2022 þegar þeir töluðu um sterkan rekstur og loforð um skattalækkanir á kjörtímabilinu. Staðreyndin er þó sú að útsvar hefur verið hækkað síðastliðin þrjú ár og skatttekjur hafa aukist um 20%. Þrátt fyrir þessa hækkun hefur Seltjarnarnesbær skilað mettapi á rekstri bæjarsjóðs á kjörtímabilinu í valdatíð Sjálfstæðismanna. Árið 2022 skilaði bæjarstjóður tapi upp á 400 milljónir og árið 2023 var tapreksturinn 867 milljónir króna. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum á bæjarsjóður að vera rekinn hallalaus en halli þessara tveggja ára nemur 29% af skatttekjum bæjarins. Stefnu- og skipulagsleysi Stærsti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélaga eru fræðslumálin en undir lok síðasta kjörtímabils stóð yfir stefnumótunarvinna þar sem börn, ungmenni, fagfólk og foreldrar voru kallaðir að borðinu til að móta nýja menntastefnu fyrir Seltjarnarnesbæ. Þessari vinnu hefur því miður ekki verið haldið áfram síðustu ár þrátt fyrir umfangsmiklar breytingar og áskoranir í starfi leik- og grunnskóla Seltjarnarness sem og á faglegu umhverfi frístundamála. Fulltrúar Samfylkingar og óháðra hafa kallað eftir því að vinna við menntastefnu verði kláruð undir þeim formerkjum að búa til betri bæ fyrir börn. Einnig höfum við kallað eftir því að farið verði í að móta heildstæða stefnu um málaflokk aldraðra og að skipuleggja betri og lifandi miðbæ. Miðbær Seltjarnarness er óskipulagt svæði sem nær yfir stórar lóðir við Austurströnd og Eiðistorg þar sem gríðarleg tækifæri eru fyrir sveitarfélagið að skapa verðmæti til að fjármagna framkvæmdir á sama tíma og mannlífið á Nesinu verður skemmtilegra. Þetta hafa Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn því miður ekki litið á sem forgangsverkefni sem hægt sé að nýta bæjarfulltrúa og nefndarfólk markvisst í. Framkvæmdastopp Stóra loforð Sjálfstæðismanna fyrir síðustu tvær kosningar var að byggja nýjan leikskóla sem átti að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með góðu vinnuumhverfi fyrir börn og starfsfólk. Nú hefur meirihlutinn gefið það út að bærinn geti ekki fjármagnað framkvæmdina þrátt fyrir að hafa selt hjúkrunarheimilið Seltjörn fyrir tæplega tvo milljarða á kjörtímabilinu sem átti að nýtast til að fjármagna leikskólann. Aðrar framkvæmdir sem hafa setið á hakanum á þessu kjörtímabili eru endurbætur á íþróttamannvirkjum, skólalóðum, lögnum, götum, leiksvæðum og félagsheimili Seltjarnarness. Snúum vörn í sókn Þrátt fyrir að fyrri hluti kjörtímabilsins hafi verið illa nýttur þá er vel hægt að snúa blaðinu við og nýta betur þann mannauð sem býr í kjörnum fulltrúum og starfsfólki bæjarins. Fyrsta skrefið sem bæjarstjórn þarf að stíga er að hækka útsvarið á meðan jafnvægi næst í rekstri sveitarfélagsins. Samhliða útsvarshækkun þurfa bæjarfulltrúar og fagnefndir í samstarfi við starfsfólk að skoða útgjaldahliðina og finna tækifæri til hagræðingar í stjórnkerfi bæjarins. Ljúka þarf við stefnumótun í stærstu málaflokkum sveitarfélagsins með það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu með sem hagkvæmasta hætti. Ráðast þarf markvisst í skipulagningu miðbæjarsvæðisins til að mynda byggingarétt sem bærinn getur selt og einnig fjölgað íbúum og fyrirtækjum sem styrkja tekjur bæjarins. Með þessum markvissu skrefum náum við jafnvægi á rekstur sveitarfélagsins, eflum þjónustu við íbúa og getum byrjað að sinna viðhaldi á fasteignum samhliða því að byggja upp nauðsynlega innviði. Þetta eru þau hlutverk sem kjörnir fulltrúar fá greitt fyrir að sinna og það er kominn tími til að við tökum hlutverki okkar alvarlega. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í bæjarstjórn Seltjarnarness sitja 7 bæjarfulltrúar og þar af er bæjarstjóri í 100% starfi. Auk bæjarstjórnar starfar bæjarráð og 6 fagnefndir. Launakostnaður þessara kjörnu fulltrúa er í fjárhagsáætlun ársins 2024 56,5 milljónir króna eða rúmlega 200 milljónir á kjörtímabili. Það væri hægt að skrifa grein um hvernig hægt væri að ná fram hagræðingu í rekstri án þess að skera niður þjónustu með sameiningu nefnda og lækkun launa bæjarstjóra en það er ekki inntak þessarar greinar. Það sem þessi grein veltir upp er hvað eru Seltirningar eiginlega að fá fyrir þessar fjárhæðir? Mettap á rekstri sveitarfélagsins fyrstu tvö ár kjörtímabilsins Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru mikinn í kosningabaráttunni 2022 þegar þeir töluðu um sterkan rekstur og loforð um skattalækkanir á kjörtímabilinu. Staðreyndin er þó sú að útsvar hefur verið hækkað síðastliðin þrjú ár og skatttekjur hafa aukist um 20%. Þrátt fyrir þessa hækkun hefur Seltjarnarnesbær skilað mettapi á rekstri bæjarsjóðs á kjörtímabilinu í valdatíð Sjálfstæðismanna. Árið 2022 skilaði bæjarstjóður tapi upp á 400 milljónir og árið 2023 var tapreksturinn 867 milljónir króna. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum á bæjarsjóður að vera rekinn hallalaus en halli þessara tveggja ára nemur 29% af skatttekjum bæjarins. Stefnu- og skipulagsleysi Stærsti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélaga eru fræðslumálin en undir lok síðasta kjörtímabils stóð yfir stefnumótunarvinna þar sem börn, ungmenni, fagfólk og foreldrar voru kallaðir að borðinu til að móta nýja menntastefnu fyrir Seltjarnarnesbæ. Þessari vinnu hefur því miður ekki verið haldið áfram síðustu ár þrátt fyrir umfangsmiklar breytingar og áskoranir í starfi leik- og grunnskóla Seltjarnarness sem og á faglegu umhverfi frístundamála. Fulltrúar Samfylkingar og óháðra hafa kallað eftir því að vinna við menntastefnu verði kláruð undir þeim formerkjum að búa til betri bæ fyrir börn. Einnig höfum við kallað eftir því að farið verði í að móta heildstæða stefnu um málaflokk aldraðra og að skipuleggja betri og lifandi miðbæ. Miðbær Seltjarnarness er óskipulagt svæði sem nær yfir stórar lóðir við Austurströnd og Eiðistorg þar sem gríðarleg tækifæri eru fyrir sveitarfélagið að skapa verðmæti til að fjármagna framkvæmdir á sama tíma og mannlífið á Nesinu verður skemmtilegra. Þetta hafa Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn því miður ekki litið á sem forgangsverkefni sem hægt sé að nýta bæjarfulltrúa og nefndarfólk markvisst í. Framkvæmdastopp Stóra loforð Sjálfstæðismanna fyrir síðustu tvær kosningar var að byggja nýjan leikskóla sem átti að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með góðu vinnuumhverfi fyrir börn og starfsfólk. Nú hefur meirihlutinn gefið það út að bærinn geti ekki fjármagnað framkvæmdina þrátt fyrir að hafa selt hjúkrunarheimilið Seltjörn fyrir tæplega tvo milljarða á kjörtímabilinu sem átti að nýtast til að fjármagna leikskólann. Aðrar framkvæmdir sem hafa setið á hakanum á þessu kjörtímabili eru endurbætur á íþróttamannvirkjum, skólalóðum, lögnum, götum, leiksvæðum og félagsheimili Seltjarnarness. Snúum vörn í sókn Þrátt fyrir að fyrri hluti kjörtímabilsins hafi verið illa nýttur þá er vel hægt að snúa blaðinu við og nýta betur þann mannauð sem býr í kjörnum fulltrúum og starfsfólki bæjarins. Fyrsta skrefið sem bæjarstjórn þarf að stíga er að hækka útsvarið á meðan jafnvægi næst í rekstri sveitarfélagsins. Samhliða útsvarshækkun þurfa bæjarfulltrúar og fagnefndir í samstarfi við starfsfólk að skoða útgjaldahliðina og finna tækifæri til hagræðingar í stjórnkerfi bæjarins. Ljúka þarf við stefnumótun í stærstu málaflokkum sveitarfélagsins með það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu með sem hagkvæmasta hætti. Ráðast þarf markvisst í skipulagningu miðbæjarsvæðisins til að mynda byggingarétt sem bærinn getur selt og einnig fjölgað íbúum og fyrirtækjum sem styrkja tekjur bæjarins. Með þessum markvissu skrefum náum við jafnvægi á rekstur sveitarfélagsins, eflum þjónustu við íbúa og getum byrjað að sinna viðhaldi á fasteignum samhliða því að byggja upp nauðsynlega innviði. Þetta eru þau hlutverk sem kjörnir fulltrúar fá greitt fyrir að sinna og það er kominn tími til að við tökum hlutverki okkar alvarlega. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar