Er framtíðin í okkar höndum? Anton Sveinn McKee skrifar 11. október 2024 11:30 Eiga framtíðarkynslóðir á Íslandi að búa í landi sem ræður sínum eigin lögum og reglum? Eiga þær að stýra eigin framtíð frekar en að leyfa erlendum ríkjum og stofnunum að taka ákvarðanir fyrir sig? Nú er verið að leggja fram frumvarp á Alþingi um innleiðingu reglu sem segir að lög frá Evrópu verði æðri íslenskum lögum, þessi regla er hin svokallaða „Bókun 35“. Í frumvarpinu felst hugmyndafræðileg uppgjöf gagnvart sjálfstæði og fullveldi landsins. Ísland, eftir langa frelsisbaráttu gegn danska ríkinu, fékk fullveldi árið 1918 og varð sjálfstætt lýðveldi árið 1944. Sjálfsmynd okkar Íslendinga er samofin þessari sögu og landsmenn hafa sterka tengingu við þá atburðarás sem skóp fullveldi landsins. Eitthvert mesta frávik frá þessu átti sér stað árið 1994 þegar EES-samningurinn var fullgildur án þess að leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðsla hafi farið fram um málið. Það gerðu hins vegar Svisslendingar og þar var EES-samningnum hafnað af svissnesku þjóðinni. Seinni tíma upplýsingar sýna að þáverandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, var mjög tvístígandi um að senda málið til þjóðarinnar og nýta sér þannig málskotsrétt forseta. Íslenska þjóðin fékk ekki að sýna hug sinn til samningsins á þeim tíma. Samkvæmt þessu nýja frumvarpi, sem lagt hefur verið fram af varaformanni Sjálfstæðisflokksins, ættu innleiddar EES-reglur að víkja öllum íslenskum lögum til hliðar, nema ef Alþingi setur sérstakan fyrirvara í lögin. Í 30 ár hefur verið vitneskja um að bókun 35 hafi ekki verið innleidd á Íslandi og eru engar ástæður til að breyta því. Þeir sem hlynntir eru þessu framsali á valdi þjóðarinnar vilja meina að þetta sé í raun ekkert stórmál, Alþingi geti bara sett fyrirvara í lögin. Það er ekki rétt. Með þessu fyrirkomulagi er verið að búa til nýja réttarheimild sem væri æðri almennum lögum. Auk stjórnarskrárinnar, sem er æðsta réttarheimild landsins, yrðu allar innleiddar EES-reglur æðri almennum lögum. Þetta myndi án efa leiða til flóknari lagasetningar í framtíðinni. Ýmsir lögspekingar hafa lýst yfir áhyggjum sínum og enn ríkir töluverð óvissa um hvorum lögunum Hæstiréttur mundi dæma í hag ef á reyndi rétthæð nýrra laga gagnvart eldri lögum. Það er áhyggjuefni þegar flokkur sem var stofnaður í kringum sjálfstæðisbaráttu landsins sé nú, á 80 ára afmæli lýðveldisins, að leggja fram frumvarp sem gengur gegn fullveldi landsins og afsalar því að hluta. Svona framkvæmd kemur róti á þjóðarsálina og særir stolt landsmanna. Stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að fara sérlega varlega þegar unnið er með fullveldi lands og þjóðar og gæta hagsmuna okkar í hvívetna gagnvart öðrum þjóðum. Innleiðing á bókuninni væri einfaldlega uppgjöf gagnvart erlendum ríkjum. Höldum uppi vörnum í málinu, förum með málstað okkar fyrir dómstóla og höldum þjóðarstoltinu. Ráðamenn landsins eiga aldrei að gera málamiðlanir þegar kemur að fullveldi Íslands. Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Evrópusambandið Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Eiga framtíðarkynslóðir á Íslandi að búa í landi sem ræður sínum eigin lögum og reglum? Eiga þær að stýra eigin framtíð frekar en að leyfa erlendum ríkjum og stofnunum að taka ákvarðanir fyrir sig? Nú er verið að leggja fram frumvarp á Alþingi um innleiðingu reglu sem segir að lög frá Evrópu verði æðri íslenskum lögum, þessi regla er hin svokallaða „Bókun 35“. Í frumvarpinu felst hugmyndafræðileg uppgjöf gagnvart sjálfstæði og fullveldi landsins. Ísland, eftir langa frelsisbaráttu gegn danska ríkinu, fékk fullveldi árið 1918 og varð sjálfstætt lýðveldi árið 1944. Sjálfsmynd okkar Íslendinga er samofin þessari sögu og landsmenn hafa sterka tengingu við þá atburðarás sem skóp fullveldi landsins. Eitthvert mesta frávik frá þessu átti sér stað árið 1994 þegar EES-samningurinn var fullgildur án þess að leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðsla hafi farið fram um málið. Það gerðu hins vegar Svisslendingar og þar var EES-samningnum hafnað af svissnesku þjóðinni. Seinni tíma upplýsingar sýna að þáverandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, var mjög tvístígandi um að senda málið til þjóðarinnar og nýta sér þannig málskotsrétt forseta. Íslenska þjóðin fékk ekki að sýna hug sinn til samningsins á þeim tíma. Samkvæmt þessu nýja frumvarpi, sem lagt hefur verið fram af varaformanni Sjálfstæðisflokksins, ættu innleiddar EES-reglur að víkja öllum íslenskum lögum til hliðar, nema ef Alþingi setur sérstakan fyrirvara í lögin. Í 30 ár hefur verið vitneskja um að bókun 35 hafi ekki verið innleidd á Íslandi og eru engar ástæður til að breyta því. Þeir sem hlynntir eru þessu framsali á valdi þjóðarinnar vilja meina að þetta sé í raun ekkert stórmál, Alþingi geti bara sett fyrirvara í lögin. Það er ekki rétt. Með þessu fyrirkomulagi er verið að búa til nýja réttarheimild sem væri æðri almennum lögum. Auk stjórnarskrárinnar, sem er æðsta réttarheimild landsins, yrðu allar innleiddar EES-reglur æðri almennum lögum. Þetta myndi án efa leiða til flóknari lagasetningar í framtíðinni. Ýmsir lögspekingar hafa lýst yfir áhyggjum sínum og enn ríkir töluverð óvissa um hvorum lögunum Hæstiréttur mundi dæma í hag ef á reyndi rétthæð nýrra laga gagnvart eldri lögum. Það er áhyggjuefni þegar flokkur sem var stofnaður í kringum sjálfstæðisbaráttu landsins sé nú, á 80 ára afmæli lýðveldisins, að leggja fram frumvarp sem gengur gegn fullveldi landsins og afsalar því að hluta. Svona framkvæmd kemur róti á þjóðarsálina og særir stolt landsmanna. Stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að fara sérlega varlega þegar unnið er með fullveldi lands og þjóðar og gæta hagsmuna okkar í hvívetna gagnvart öðrum þjóðum. Innleiðing á bókuninni væri einfaldlega uppgjöf gagnvart erlendum ríkjum. Höldum uppi vörnum í málinu, förum með málstað okkar fyrir dómstóla og höldum þjóðarstoltinu. Ráðamenn landsins eiga aldrei að gera málamiðlanir þegar kemur að fullveldi Íslands. Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun