Staðreyndir og mýtur um kynferðisofbeldi Eygló Harðardóttir skrifar 11. október 2024 13:32 Kynferðisofbeldi er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi. Þessi grein skoðar nýjustu tölfræði, algengar mýtur og aðgerðir til úrbóta. Tölfræði og málsmeðferð Fyrstu sex mánuði ársins 2024 voru tilkynnt 279 kynferðisbrot til lögreglu. Færri nauðganir voru tilkynntar á tímabilinu en fleiri tilkynningar um kynferðislega áreitni og stafræn brot[1]. Þolendakannanir lögreglu sýna að um 10-20% kynferðisbrota eru tilkynnt til lögreglu. Á árunum 2016 til 2021 var rannsókn hætt eða ákæra ekki gefin út í um 50-60% kynferðisbrotamála. Að meðaltali fóru um 16% allra kynferðisbrotamála fyrir dómstóla með höfðun sakamáls. Sama niðurstaða kom í ljós þegar málsmeðferð nauðgunarmála var skoðuð sérstaklega. [2] Er þetta lægra hlutfall en í öðrum ofbeldisbrotum.[3] Unnið er að því að fá heildarmynd af meðferð kynferðisbrota í gegnum allt réttarvörslukerfið, hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, en slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir í dag.[4] Áhrif mýta á málsmeðferð Mýtur um birtingarmynd kynferðisbrota og hegðun brotaþola geta haft áhrif á viðhorf almennings og fagfólks í réttarvörslukerfinu, frá tilkynningum, rannsóknum, ákvörðun um ákæru og til dómsúrskurðar.[5] Ein slík mýta er almenn trú á að "alvöru" brotaþolar tilkynni brot strax. Í raun seinka margir tilkynningum eða tilkynna aldrei, oft vegna áhrifa áfallastreitu, ótta við gerandann eða ótta við að þeim verði ekki trúað. [6] Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að sjaldgæft er að tilkynning um kynferðisbrot er fölsk. Algengt er að ætla að þolendur veiti líkamlega andspyrnu og meiðist við brotið. Rannsóknir staðfesta að brotaþolar veita sjaldan andspyrnu, sérstaklega þegar gerandi er kunnugur. Viðbrögð við kynferðisofbeldi geta verið margvísleg. Það að frjósa eða hlýða geranda eru varnarviðbrögð til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Tilfinningakuldi eða ró við tilkynningu er einnig eðlilegt viðbragð við áfalli. Að muna ekki nákvæmlega hvað gerðist eru einnig þekkt viðbrögð þolenda við áföllum. Þrátt fyrir að algengt sé að telja að kynferðisbrot séu framin af ókunnugum gerast flest brot af hálfu einhvers sem þolandinn þekkir, þykir vænt um og oft á heimili. Algengt er að halda að brotaþolar hætti samskiptum við gerandann eftir kynferðisofbeldi, en margir þolendur eiga áfram í samskiptum eða sambandi við gerandann. Ástæðurnar eru margvíslegar, þ.m.t. ótti, skömm eða félagslegar aðstæður. Þessar mýtur leiða til þess að brot innan náinna sambanda eða heimila eru síður líkleg til að vera tilkynnt og leiða síður til sakfellingar. [7] Aðgerðir til úrbóta Til að bæta meðferð kynferðisbrota er unnið samkvæmt aðgerðaáætlun dómsmálaráðherra um meðferð kynferðisbrota.[8] Hjá lögreglunni hefur nám lögreglumanna verið fært á háskólastig[9] og þjálfun rannsakenda kynferðisbrota endurskoðuð. Boðið er upp á eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku fyrir brotaþola hjá áfallateymi geðsviðs Landspítalans og hjá Taktu skrefið fyrir sakborninga.[10] Aukin áhersla er á afbrotavarnir, samfélagslöggæslu og svæðisbundið samráð þegar kemur að kynferðisbrotum.[11] Verið er að huga að fræðslu um ofbeldi í ungum parasamböndum og meðal fullorðinna um samþykki og mörk. Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað frumvarp um þjónustu vegna ofbeldis í vetur til að skýra hlutverk og ábyrgð opinberra aðila þegar kemur að stuðningi og vernd fyrir þolendur ofbeldis og meðferðarúrræðum fyrir gerendur. Einnig er breytingunum ætlað að tryggja þverfaglegt samstarf allra aðila sem koma að þjónustu við þolendur og leggja grunn að miðlun upplýsinga með einstaklingsmiðaða þjónustu í huga.[12] Á ofbeldisgátt 112.is má finna upplýsingar um úrræði vegna ofbeldis og ætíð er hægt að tilkynna mál til lögreglu í síma eða á netspjalli 112. Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. [1] Ríkislögreglustjóri (2024). Tilkynntum kynferðisbrotum fækkar. Sótt af https://www.logreglan.is/tilkynntum-kynferdisbrotum-faekkar/ [2] Ríkissaksóknari (2022). Skýrsla um málsmeðferðartíma kynferðisbrota. Sótt af https://island.is/s/rikissaksoknari/frett/skyrsla-um-malsmedferdartima-kynferdisbrota [3] Ríkissaksóknari (2023). Ársskýrsla. Sótt af https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2qrXDRrQ6X80Mq29RB3gpz/2985ebce5070bd0918805421acf97000/Rikissaksoknari_Arsskyrsla2023_II.pdf [4] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [5] Hildur Fjóla Antonsdóttir & Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (2013). Tilkynntar nauðganir til lögreglu á árunum 2008 og 2009: Um afbrotið nauðgun, sakborning, brotaþola og málsmeðferð. Sótt af vefsíðu https://edda.hi.is/wp-content/uploads/2014/04/Einkenni-og-me%C3%B0fer%C3%B0-nau%C3%B0gunarm%C3%A1la-okt%C3%B3ber-2013.pdf [6] Eva Huld Ívarsdóttir (2020). Áhrif nauðgunarmýta á íslenska dómaframkvæmd í nauðgunarmálum. Sótt af https://ulfljotur.com/2020/10/02/ahrif-naudgunarmyta-a-islenska-domaframkvaemd-i-naudgunarmalum/ [7] Tidmarsh, Patrick & Hamilton, Gemma (2020). Misconceptions of sexual crimes against adult victims: Barriers to justice. Trends & issues in crime and criminal justice. Sótt af vefsíðunni https://www.aic.gov.au/sites/default/files/2020-11/ti611_misconceptions_of_sexual_crimes_against_adult_victims.pdf [8] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [9] Lögreglumenn (2020). Háskólanám gerir lögreglumenn að sérfræðingum. Sótt af https://logreglumenn.is/2020/11/08/haskolanam-gerir-logreglumenn-ad-serfraedingum/ [10] Ríkislögreglustjóri (2023). Eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku vegna kynferðisbrota. Sótt af https://www.logreglan.is/eftirfylgnisamtol-ad-lokinni-skyrslutoku-vegna-kynferdisbrota/ [11] Lögreglan (e.d.) Forvarnir og fræðsla. Sótt af https://www.logreglan.is/fraedsla/ [12] Stjórnarráðið (2023). Þjónusta vegna ofbeldis: Starfshópur skilar tillögum. Sótt af https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/02/Thjonusta-vegna-ofbeldis-Starfshopur-skilar-tillogum/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi. Þessi grein skoðar nýjustu tölfræði, algengar mýtur og aðgerðir til úrbóta. Tölfræði og málsmeðferð Fyrstu sex mánuði ársins 2024 voru tilkynnt 279 kynferðisbrot til lögreglu. Færri nauðganir voru tilkynntar á tímabilinu en fleiri tilkynningar um kynferðislega áreitni og stafræn brot[1]. Þolendakannanir lögreglu sýna að um 10-20% kynferðisbrota eru tilkynnt til lögreglu. Á árunum 2016 til 2021 var rannsókn hætt eða ákæra ekki gefin út í um 50-60% kynferðisbrotamála. Að meðaltali fóru um 16% allra kynferðisbrotamála fyrir dómstóla með höfðun sakamáls. Sama niðurstaða kom í ljós þegar málsmeðferð nauðgunarmála var skoðuð sérstaklega. [2] Er þetta lægra hlutfall en í öðrum ofbeldisbrotum.[3] Unnið er að því að fá heildarmynd af meðferð kynferðisbrota í gegnum allt réttarvörslukerfið, hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, en slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir í dag.[4] Áhrif mýta á málsmeðferð Mýtur um birtingarmynd kynferðisbrota og hegðun brotaþola geta haft áhrif á viðhorf almennings og fagfólks í réttarvörslukerfinu, frá tilkynningum, rannsóknum, ákvörðun um ákæru og til dómsúrskurðar.[5] Ein slík mýta er almenn trú á að "alvöru" brotaþolar tilkynni brot strax. Í raun seinka margir tilkynningum eða tilkynna aldrei, oft vegna áhrifa áfallastreitu, ótta við gerandann eða ótta við að þeim verði ekki trúað. [6] Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að sjaldgæft er að tilkynning um kynferðisbrot er fölsk. Algengt er að ætla að þolendur veiti líkamlega andspyrnu og meiðist við brotið. Rannsóknir staðfesta að brotaþolar veita sjaldan andspyrnu, sérstaklega þegar gerandi er kunnugur. Viðbrögð við kynferðisofbeldi geta verið margvísleg. Það að frjósa eða hlýða geranda eru varnarviðbrögð til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Tilfinningakuldi eða ró við tilkynningu er einnig eðlilegt viðbragð við áfalli. Að muna ekki nákvæmlega hvað gerðist eru einnig þekkt viðbrögð þolenda við áföllum. Þrátt fyrir að algengt sé að telja að kynferðisbrot séu framin af ókunnugum gerast flest brot af hálfu einhvers sem þolandinn þekkir, þykir vænt um og oft á heimili. Algengt er að halda að brotaþolar hætti samskiptum við gerandann eftir kynferðisofbeldi, en margir þolendur eiga áfram í samskiptum eða sambandi við gerandann. Ástæðurnar eru margvíslegar, þ.m.t. ótti, skömm eða félagslegar aðstæður. Þessar mýtur leiða til þess að brot innan náinna sambanda eða heimila eru síður líkleg til að vera tilkynnt og leiða síður til sakfellingar. [7] Aðgerðir til úrbóta Til að bæta meðferð kynferðisbrota er unnið samkvæmt aðgerðaáætlun dómsmálaráðherra um meðferð kynferðisbrota.[8] Hjá lögreglunni hefur nám lögreglumanna verið fært á háskólastig[9] og þjálfun rannsakenda kynferðisbrota endurskoðuð. Boðið er upp á eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku fyrir brotaþola hjá áfallateymi geðsviðs Landspítalans og hjá Taktu skrefið fyrir sakborninga.[10] Aukin áhersla er á afbrotavarnir, samfélagslöggæslu og svæðisbundið samráð þegar kemur að kynferðisbrotum.[11] Verið er að huga að fræðslu um ofbeldi í ungum parasamböndum og meðal fullorðinna um samþykki og mörk. Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað frumvarp um þjónustu vegna ofbeldis í vetur til að skýra hlutverk og ábyrgð opinberra aðila þegar kemur að stuðningi og vernd fyrir þolendur ofbeldis og meðferðarúrræðum fyrir gerendur. Einnig er breytingunum ætlað að tryggja þverfaglegt samstarf allra aðila sem koma að þjónustu við þolendur og leggja grunn að miðlun upplýsinga með einstaklingsmiðaða þjónustu í huga.[12] Á ofbeldisgátt 112.is má finna upplýsingar um úrræði vegna ofbeldis og ætíð er hægt að tilkynna mál til lögreglu í síma eða á netspjalli 112. Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. [1] Ríkislögreglustjóri (2024). Tilkynntum kynferðisbrotum fækkar. Sótt af https://www.logreglan.is/tilkynntum-kynferdisbrotum-faekkar/ [2] Ríkissaksóknari (2022). Skýrsla um málsmeðferðartíma kynferðisbrota. Sótt af https://island.is/s/rikissaksoknari/frett/skyrsla-um-malsmedferdartima-kynferdisbrota [3] Ríkissaksóknari (2023). Ársskýrsla. Sótt af https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2qrXDRrQ6X80Mq29RB3gpz/2985ebce5070bd0918805421acf97000/Rikissaksoknari_Arsskyrsla2023_II.pdf [4] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [5] Hildur Fjóla Antonsdóttir & Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (2013). Tilkynntar nauðganir til lögreglu á árunum 2008 og 2009: Um afbrotið nauðgun, sakborning, brotaþola og málsmeðferð. Sótt af vefsíðu https://edda.hi.is/wp-content/uploads/2014/04/Einkenni-og-me%C3%B0fer%C3%B0-nau%C3%B0gunarm%C3%A1la-okt%C3%B3ber-2013.pdf [6] Eva Huld Ívarsdóttir (2020). Áhrif nauðgunarmýta á íslenska dómaframkvæmd í nauðgunarmálum. Sótt af https://ulfljotur.com/2020/10/02/ahrif-naudgunarmyta-a-islenska-domaframkvaemd-i-naudgunarmalum/ [7] Tidmarsh, Patrick & Hamilton, Gemma (2020). Misconceptions of sexual crimes against adult victims: Barriers to justice. Trends & issues in crime and criminal justice. Sótt af vefsíðunni https://www.aic.gov.au/sites/default/files/2020-11/ti611_misconceptions_of_sexual_crimes_against_adult_victims.pdf [8] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [9] Lögreglumenn (2020). Háskólanám gerir lögreglumenn að sérfræðingum. Sótt af https://logreglumenn.is/2020/11/08/haskolanam-gerir-logreglumenn-ad-serfraedingum/ [10] Ríkislögreglustjóri (2023). Eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku vegna kynferðisbrota. Sótt af https://www.logreglan.is/eftirfylgnisamtol-ad-lokinni-skyrslutoku-vegna-kynferdisbrota/ [11] Lögreglan (e.d.) Forvarnir og fræðsla. Sótt af https://www.logreglan.is/fraedsla/ [12] Stjórnarráðið (2023). Þjónusta vegna ofbeldis: Starfshópur skilar tillögum. Sótt af https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/02/Thjonusta-vegna-ofbeldis-Starfshopur-skilar-tillogum/
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar