Staðreyndir og mýtur um kynferðisofbeldi Eygló Harðardóttir skrifar 11. október 2024 13:32 Kynferðisofbeldi er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi. Þessi grein skoðar nýjustu tölfræði, algengar mýtur og aðgerðir til úrbóta. Tölfræði og málsmeðferð Fyrstu sex mánuði ársins 2024 voru tilkynnt 279 kynferðisbrot til lögreglu. Færri nauðganir voru tilkynntar á tímabilinu en fleiri tilkynningar um kynferðislega áreitni og stafræn brot[1]. Þolendakannanir lögreglu sýna að um 10-20% kynferðisbrota eru tilkynnt til lögreglu. Á árunum 2016 til 2021 var rannsókn hætt eða ákæra ekki gefin út í um 50-60% kynferðisbrotamála. Að meðaltali fóru um 16% allra kynferðisbrotamála fyrir dómstóla með höfðun sakamáls. Sama niðurstaða kom í ljós þegar málsmeðferð nauðgunarmála var skoðuð sérstaklega. [2] Er þetta lægra hlutfall en í öðrum ofbeldisbrotum.[3] Unnið er að því að fá heildarmynd af meðferð kynferðisbrota í gegnum allt réttarvörslukerfið, hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, en slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir í dag.[4] Áhrif mýta á málsmeðferð Mýtur um birtingarmynd kynferðisbrota og hegðun brotaþola geta haft áhrif á viðhorf almennings og fagfólks í réttarvörslukerfinu, frá tilkynningum, rannsóknum, ákvörðun um ákæru og til dómsúrskurðar.[5] Ein slík mýta er almenn trú á að "alvöru" brotaþolar tilkynni brot strax. Í raun seinka margir tilkynningum eða tilkynna aldrei, oft vegna áhrifa áfallastreitu, ótta við gerandann eða ótta við að þeim verði ekki trúað. [6] Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að sjaldgæft er að tilkynning um kynferðisbrot er fölsk. Algengt er að ætla að þolendur veiti líkamlega andspyrnu og meiðist við brotið. Rannsóknir staðfesta að brotaþolar veita sjaldan andspyrnu, sérstaklega þegar gerandi er kunnugur. Viðbrögð við kynferðisofbeldi geta verið margvísleg. Það að frjósa eða hlýða geranda eru varnarviðbrögð til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Tilfinningakuldi eða ró við tilkynningu er einnig eðlilegt viðbragð við áfalli. Að muna ekki nákvæmlega hvað gerðist eru einnig þekkt viðbrögð þolenda við áföllum. Þrátt fyrir að algengt sé að telja að kynferðisbrot séu framin af ókunnugum gerast flest brot af hálfu einhvers sem þolandinn þekkir, þykir vænt um og oft á heimili. Algengt er að halda að brotaþolar hætti samskiptum við gerandann eftir kynferðisofbeldi, en margir þolendur eiga áfram í samskiptum eða sambandi við gerandann. Ástæðurnar eru margvíslegar, þ.m.t. ótti, skömm eða félagslegar aðstæður. Þessar mýtur leiða til þess að brot innan náinna sambanda eða heimila eru síður líkleg til að vera tilkynnt og leiða síður til sakfellingar. [7] Aðgerðir til úrbóta Til að bæta meðferð kynferðisbrota er unnið samkvæmt aðgerðaáætlun dómsmálaráðherra um meðferð kynferðisbrota.[8] Hjá lögreglunni hefur nám lögreglumanna verið fært á háskólastig[9] og þjálfun rannsakenda kynferðisbrota endurskoðuð. Boðið er upp á eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku fyrir brotaþola hjá áfallateymi geðsviðs Landspítalans og hjá Taktu skrefið fyrir sakborninga.[10] Aukin áhersla er á afbrotavarnir, samfélagslöggæslu og svæðisbundið samráð þegar kemur að kynferðisbrotum.[11] Verið er að huga að fræðslu um ofbeldi í ungum parasamböndum og meðal fullorðinna um samþykki og mörk. Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað frumvarp um þjónustu vegna ofbeldis í vetur til að skýra hlutverk og ábyrgð opinberra aðila þegar kemur að stuðningi og vernd fyrir þolendur ofbeldis og meðferðarúrræðum fyrir gerendur. Einnig er breytingunum ætlað að tryggja þverfaglegt samstarf allra aðila sem koma að þjónustu við þolendur og leggja grunn að miðlun upplýsinga með einstaklingsmiðaða þjónustu í huga.[12] Á ofbeldisgátt 112.is má finna upplýsingar um úrræði vegna ofbeldis og ætíð er hægt að tilkynna mál til lögreglu í síma eða á netspjalli 112. Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. [1] Ríkislögreglustjóri (2024). Tilkynntum kynferðisbrotum fækkar. Sótt af https://www.logreglan.is/tilkynntum-kynferdisbrotum-faekkar/ [2] Ríkissaksóknari (2022). Skýrsla um málsmeðferðartíma kynferðisbrota. Sótt af https://island.is/s/rikissaksoknari/frett/skyrsla-um-malsmedferdartima-kynferdisbrota [3] Ríkissaksóknari (2023). Ársskýrsla. Sótt af https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2qrXDRrQ6X80Mq29RB3gpz/2985ebce5070bd0918805421acf97000/Rikissaksoknari_Arsskyrsla2023_II.pdf [4] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [5] Hildur Fjóla Antonsdóttir & Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (2013). Tilkynntar nauðganir til lögreglu á árunum 2008 og 2009: Um afbrotið nauðgun, sakborning, brotaþola og málsmeðferð. Sótt af vefsíðu https://edda.hi.is/wp-content/uploads/2014/04/Einkenni-og-me%C3%B0fer%C3%B0-nau%C3%B0gunarm%C3%A1la-okt%C3%B3ber-2013.pdf [6] Eva Huld Ívarsdóttir (2020). Áhrif nauðgunarmýta á íslenska dómaframkvæmd í nauðgunarmálum. Sótt af https://ulfljotur.com/2020/10/02/ahrif-naudgunarmyta-a-islenska-domaframkvaemd-i-naudgunarmalum/ [7] Tidmarsh, Patrick & Hamilton, Gemma (2020). Misconceptions of sexual crimes against adult victims: Barriers to justice. Trends & issues in crime and criminal justice. Sótt af vefsíðunni https://www.aic.gov.au/sites/default/files/2020-11/ti611_misconceptions_of_sexual_crimes_against_adult_victims.pdf [8] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [9] Lögreglumenn (2020). Háskólanám gerir lögreglumenn að sérfræðingum. Sótt af https://logreglumenn.is/2020/11/08/haskolanam-gerir-logreglumenn-ad-serfraedingum/ [10] Ríkislögreglustjóri (2023). Eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku vegna kynferðisbrota. Sótt af https://www.logreglan.is/eftirfylgnisamtol-ad-lokinni-skyrslutoku-vegna-kynferdisbrota/ [11] Lögreglan (e.d.) Forvarnir og fræðsla. Sótt af https://www.logreglan.is/fraedsla/ [12] Stjórnarráðið (2023). Þjónusta vegna ofbeldis: Starfshópur skilar tillögum. Sótt af https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/02/Thjonusta-vegna-ofbeldis-Starfshopur-skilar-tillogum/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi. Þessi grein skoðar nýjustu tölfræði, algengar mýtur og aðgerðir til úrbóta. Tölfræði og málsmeðferð Fyrstu sex mánuði ársins 2024 voru tilkynnt 279 kynferðisbrot til lögreglu. Færri nauðganir voru tilkynntar á tímabilinu en fleiri tilkynningar um kynferðislega áreitni og stafræn brot[1]. Þolendakannanir lögreglu sýna að um 10-20% kynferðisbrota eru tilkynnt til lögreglu. Á árunum 2016 til 2021 var rannsókn hætt eða ákæra ekki gefin út í um 50-60% kynferðisbrotamála. Að meðaltali fóru um 16% allra kynferðisbrotamála fyrir dómstóla með höfðun sakamáls. Sama niðurstaða kom í ljós þegar málsmeðferð nauðgunarmála var skoðuð sérstaklega. [2] Er þetta lægra hlutfall en í öðrum ofbeldisbrotum.[3] Unnið er að því að fá heildarmynd af meðferð kynferðisbrota í gegnum allt réttarvörslukerfið, hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, en slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir í dag.[4] Áhrif mýta á málsmeðferð Mýtur um birtingarmynd kynferðisbrota og hegðun brotaþola geta haft áhrif á viðhorf almennings og fagfólks í réttarvörslukerfinu, frá tilkynningum, rannsóknum, ákvörðun um ákæru og til dómsúrskurðar.[5] Ein slík mýta er almenn trú á að "alvöru" brotaþolar tilkynni brot strax. Í raun seinka margir tilkynningum eða tilkynna aldrei, oft vegna áhrifa áfallastreitu, ótta við gerandann eða ótta við að þeim verði ekki trúað. [6] Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að sjaldgæft er að tilkynning um kynferðisbrot er fölsk. Algengt er að ætla að þolendur veiti líkamlega andspyrnu og meiðist við brotið. Rannsóknir staðfesta að brotaþolar veita sjaldan andspyrnu, sérstaklega þegar gerandi er kunnugur. Viðbrögð við kynferðisofbeldi geta verið margvísleg. Það að frjósa eða hlýða geranda eru varnarviðbrögð til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Tilfinningakuldi eða ró við tilkynningu er einnig eðlilegt viðbragð við áfalli. Að muna ekki nákvæmlega hvað gerðist eru einnig þekkt viðbrögð þolenda við áföllum. Þrátt fyrir að algengt sé að telja að kynferðisbrot séu framin af ókunnugum gerast flest brot af hálfu einhvers sem þolandinn þekkir, þykir vænt um og oft á heimili. Algengt er að halda að brotaþolar hætti samskiptum við gerandann eftir kynferðisofbeldi, en margir þolendur eiga áfram í samskiptum eða sambandi við gerandann. Ástæðurnar eru margvíslegar, þ.m.t. ótti, skömm eða félagslegar aðstæður. Þessar mýtur leiða til þess að brot innan náinna sambanda eða heimila eru síður líkleg til að vera tilkynnt og leiða síður til sakfellingar. [7] Aðgerðir til úrbóta Til að bæta meðferð kynferðisbrota er unnið samkvæmt aðgerðaáætlun dómsmálaráðherra um meðferð kynferðisbrota.[8] Hjá lögreglunni hefur nám lögreglumanna verið fært á háskólastig[9] og þjálfun rannsakenda kynferðisbrota endurskoðuð. Boðið er upp á eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku fyrir brotaþola hjá áfallateymi geðsviðs Landspítalans og hjá Taktu skrefið fyrir sakborninga.[10] Aukin áhersla er á afbrotavarnir, samfélagslöggæslu og svæðisbundið samráð þegar kemur að kynferðisbrotum.[11] Verið er að huga að fræðslu um ofbeldi í ungum parasamböndum og meðal fullorðinna um samþykki og mörk. Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað frumvarp um þjónustu vegna ofbeldis í vetur til að skýra hlutverk og ábyrgð opinberra aðila þegar kemur að stuðningi og vernd fyrir þolendur ofbeldis og meðferðarúrræðum fyrir gerendur. Einnig er breytingunum ætlað að tryggja þverfaglegt samstarf allra aðila sem koma að þjónustu við þolendur og leggja grunn að miðlun upplýsinga með einstaklingsmiðaða þjónustu í huga.[12] Á ofbeldisgátt 112.is má finna upplýsingar um úrræði vegna ofbeldis og ætíð er hægt að tilkynna mál til lögreglu í síma eða á netspjalli 112. Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. [1] Ríkislögreglustjóri (2024). Tilkynntum kynferðisbrotum fækkar. Sótt af https://www.logreglan.is/tilkynntum-kynferdisbrotum-faekkar/ [2] Ríkissaksóknari (2022). Skýrsla um málsmeðferðartíma kynferðisbrota. Sótt af https://island.is/s/rikissaksoknari/frett/skyrsla-um-malsmedferdartima-kynferdisbrota [3] Ríkissaksóknari (2023). Ársskýrsla. Sótt af https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2qrXDRrQ6X80Mq29RB3gpz/2985ebce5070bd0918805421acf97000/Rikissaksoknari_Arsskyrsla2023_II.pdf [4] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [5] Hildur Fjóla Antonsdóttir & Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (2013). Tilkynntar nauðganir til lögreglu á árunum 2008 og 2009: Um afbrotið nauðgun, sakborning, brotaþola og málsmeðferð. Sótt af vefsíðu https://edda.hi.is/wp-content/uploads/2014/04/Einkenni-og-me%C3%B0fer%C3%B0-nau%C3%B0gunarm%C3%A1la-okt%C3%B3ber-2013.pdf [6] Eva Huld Ívarsdóttir (2020). Áhrif nauðgunarmýta á íslenska dómaframkvæmd í nauðgunarmálum. Sótt af https://ulfljotur.com/2020/10/02/ahrif-naudgunarmyta-a-islenska-domaframkvaemd-i-naudgunarmalum/ [7] Tidmarsh, Patrick & Hamilton, Gemma (2020). Misconceptions of sexual crimes against adult victims: Barriers to justice. Trends & issues in crime and criminal justice. Sótt af vefsíðunni https://www.aic.gov.au/sites/default/files/2020-11/ti611_misconceptions_of_sexual_crimes_against_adult_victims.pdf [8] Stjórnarráð Íslands (2023.) Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Sótt af https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Domsmalaraduneytid/ymsar-skrar/Adgerdaa%c3%a6tlun_um_medferd_kynferdisbrota_2023_2025.pdf [9] Lögreglumenn (2020). Háskólanám gerir lögreglumenn að sérfræðingum. Sótt af https://logreglumenn.is/2020/11/08/haskolanam-gerir-logreglumenn-ad-serfraedingum/ [10] Ríkislögreglustjóri (2023). Eftirfylgnisamtöl að lokinni skýrslutöku vegna kynferðisbrota. Sótt af https://www.logreglan.is/eftirfylgnisamtol-ad-lokinni-skyrslutoku-vegna-kynferdisbrota/ [11] Lögreglan (e.d.) Forvarnir og fræðsla. Sótt af https://www.logreglan.is/fraedsla/ [12] Stjórnarráðið (2023). Þjónusta vegna ofbeldis: Starfshópur skilar tillögum. Sótt af https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/02/Thjonusta-vegna-ofbeldis-Starfshopur-skilar-tillogum/
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun