Miður að misbrestur hafi orðið í þjónustu neyðarmóttökunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 11. október 2024 14:31 Skoðun fer til dæmis fram í þessu herbergi á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Anne María Steinþórsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, segir ljóst að misbrestur hafi orðið á þjónustu neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í júní síðasta sumar þegar kona leitaði þangað vegna kynferðislegs ofbeldis. Hún segir það miður. Dómur féll í gær í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar. Hann var fyrir dómi sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og taldist frásögn hans trúverðugri en konunnar sem sakaði hann um að brjóta á sér kynferðislega með því að sleikja kynfæri hennar og stinga fingrum sínum í leggöng hennar. Í dómnum, sem var birtur í gær, kom fram að konan hefði leitað á neyðarmóttökuna fyrir þolendur kynferðisbrota þann 26. júní en verið sagt að koma aftur. Haft hafi verið samband við hana símleiðis daginn eftir og hún boðuð í viðtal þann 28. júní. „Líkamsskoðun fór þó einhverra hluta vegna ekki fram, heldur var aðeins tekið við hana viðtal,“ segir í dómi. Neyðarmóttaka fékk ekki upplýsingar um að maðurinn hefði sett fingur sína í leggöng konunnar. Viðtalið við hana var tekið í biðstofu.Vísir/Vilhelm Í dómi er einnig að finna lýsingu konunnar sjálfrar á móttökunni á neyðarmóttökunni. Þar kemur fram að hún hafi verið látin bíða í tjaldi við komu í biðstofu. Hún hafi óskað eftir skoðun og nefnt þar að Albert hefði verið harðhentur við sig. Henni hafi þá verið sagt að koma aftur daginn eftir „Það breytti engu þar sem ákærði hefði ekki fengið sáðlát inni í henni.“ Sjá einnig: Farið yfir dóminn: Albert metinn trúverðugri en konan Þá er einnig í dómi vitnað í hjúkrunarfræðing sem er vitni í málinu. Hún segir þar að mistök hafi verið gerð þegar konan leitaði fyrst á móttökuna. Það hafi verið rætt við hana á biðstofu sem sé ekki hefðbundið verklag auk þess sem neyðarmóttaka hafi ekki verið upplýst að maðurinn hefði sett fingur í leggöng hennar. Neyðarmóttakan hafi haft samband daginn eftir en þá hafi hún verið búin að fara í sturtu. Anne Marie segir ferlið sem unnið sé eftir á neyðarmóttökunni alveg skýrt og það sé miður að misbrestur hafi orðið á því. „Ferlið okkar er með þeim hætti að fólk sem til okkar leitar fær samtal við hjúkrunarfræðing í einrúmi. Ef brot átti sér stað innan 72 klukkustunda köllum við til lækni og hjúkrunarfræðing sem framkvæma líkamsskoðun og tryggja þannig mikilvæg sönnunargögn ef til sakamáls kemur,“ segir Anne Marie í skriflegu svari til fréttastofu. Markmið að bjóða upp á faglega og áreiðanlega þjónustu Sé liðinn lengri tími frá broti sé frásögn tekin niður og út frá henni metið hvort þörf sé á líkamsskoðun, en ætíð boðið upp á heilsufarsskoðun. „Fólk sem til okkar leitar nýtur þverfaglegrar þjónustu og getur fengið áfallameðferð hjá sálfræðingi, auk þess að eiga rétt á samtali við réttargæslumann,“ segir Anne Marie. Þá segir hún markmið neyðarmóttökunnar að bjóða upp á faglega og áreiðanlega þjónustu sem sé framkvæmd af umhyggju og virðingu. „Það skiptir okkur miklu máli að þau sem til okkar leita geti treyst okkur og að stofnanir samfélagsins og félagasamtök geti gert það líka. Við vitum að okkar störf geta haft bein áhrif á meðferð sakamála og tökum réttarlæknisfræðilegan hluta starfs okkar mjög alvarlega. Almennt stöndum við undir þessu en þarna hefur orðið misbrestur á þjónustunni, sem er mjög miður.“ Kynferðisofbeldi Landspítalinn Lögreglumál Dómsmál Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Dómur féll í gær í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar. Hann var fyrir dómi sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og taldist frásögn hans trúverðugri en konunnar sem sakaði hann um að brjóta á sér kynferðislega með því að sleikja kynfæri hennar og stinga fingrum sínum í leggöng hennar. Í dómnum, sem var birtur í gær, kom fram að konan hefði leitað á neyðarmóttökuna fyrir þolendur kynferðisbrota þann 26. júní en verið sagt að koma aftur. Haft hafi verið samband við hana símleiðis daginn eftir og hún boðuð í viðtal þann 28. júní. „Líkamsskoðun fór þó einhverra hluta vegna ekki fram, heldur var aðeins tekið við hana viðtal,“ segir í dómi. Neyðarmóttaka fékk ekki upplýsingar um að maðurinn hefði sett fingur sína í leggöng konunnar. Viðtalið við hana var tekið í biðstofu.Vísir/Vilhelm Í dómi er einnig að finna lýsingu konunnar sjálfrar á móttökunni á neyðarmóttökunni. Þar kemur fram að hún hafi verið látin bíða í tjaldi við komu í biðstofu. Hún hafi óskað eftir skoðun og nefnt þar að Albert hefði verið harðhentur við sig. Henni hafi þá verið sagt að koma aftur daginn eftir „Það breytti engu þar sem ákærði hefði ekki fengið sáðlát inni í henni.“ Sjá einnig: Farið yfir dóminn: Albert metinn trúverðugri en konan Þá er einnig í dómi vitnað í hjúkrunarfræðing sem er vitni í málinu. Hún segir þar að mistök hafi verið gerð þegar konan leitaði fyrst á móttökuna. Það hafi verið rætt við hana á biðstofu sem sé ekki hefðbundið verklag auk þess sem neyðarmóttaka hafi ekki verið upplýst að maðurinn hefði sett fingur í leggöng hennar. Neyðarmóttakan hafi haft samband daginn eftir en þá hafi hún verið búin að fara í sturtu. Anne Marie segir ferlið sem unnið sé eftir á neyðarmóttökunni alveg skýrt og það sé miður að misbrestur hafi orðið á því. „Ferlið okkar er með þeim hætti að fólk sem til okkar leitar fær samtal við hjúkrunarfræðing í einrúmi. Ef brot átti sér stað innan 72 klukkustunda köllum við til lækni og hjúkrunarfræðing sem framkvæma líkamsskoðun og tryggja þannig mikilvæg sönnunargögn ef til sakamáls kemur,“ segir Anne Marie í skriflegu svari til fréttastofu. Markmið að bjóða upp á faglega og áreiðanlega þjónustu Sé liðinn lengri tími frá broti sé frásögn tekin niður og út frá henni metið hvort þörf sé á líkamsskoðun, en ætíð boðið upp á heilsufarsskoðun. „Fólk sem til okkar leitar nýtur þverfaglegrar þjónustu og getur fengið áfallameðferð hjá sálfræðingi, auk þess að eiga rétt á samtali við réttargæslumann,“ segir Anne Marie. Þá segir hún markmið neyðarmóttökunnar að bjóða upp á faglega og áreiðanlega þjónustu sem sé framkvæmd af umhyggju og virðingu. „Það skiptir okkur miklu máli að þau sem til okkar leita geti treyst okkur og að stofnanir samfélagsins og félagasamtök geti gert það líka. Við vitum að okkar störf geta haft bein áhrif á meðferð sakamála og tökum réttarlæknisfræðilegan hluta starfs okkar mjög alvarlega. Almennt stöndum við undir þessu en þarna hefur orðið misbrestur á þjónustunni, sem er mjög miður.“
Kynferðisofbeldi Landspítalinn Lögreglumál Dómsmál Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent