„Við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. október 2024 21:08 Jóhann Berg neyddist af velli undir lok leiks, en vonar að ekki sé um alvarleg meiðsli að ræða. vísir / anton brink „Svart og hvítt hjá okkur þessir tveir hálfleikar. Í fyrri hálfleik ná þeir að spila sig út úr pressunni, við náðum ekki að klukka þá og okkur vantaði kraft í pressuna. Töluðum um það í hálfleik og gerðum töluvert betur í seinni hálfleik, allt annað að sjá liðið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson eftir 2-2 endurkomujafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli. Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir sóknarmann í þverhlaupi. „Eitthvað sem hreinlega má ekki gerast á þessu stigi. Þegar það er ekki pressa á boltamanninn verðum við að vera tilbúnir fyrir þessi hlaup [inn fyrir vörnina] og við vorum það ekki. Dýrt að fá á sig svona ódýr mörk.“ Ísland fékk fjölda tækifæra til að vinna leikinn undir lokin, skaut í stöng og slá, en þurfti að sætta sig við stig. „Frábært að liðið kom til baka og gerði gríðarlega vel – við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik. 2-0 undir og komum til baka sem er auðvitað frábært, en við fengum fullt af færum og áttum séns á að klára þennan leik. En tökum einu stigi úr því sem komið var.“ Logi Tómasson var hetjan sem bjargaði stigi fyrir Ísland. Byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik og átti heiðurinn að báðum mörkum Íslands. „Hann nýtti klárlega tækifærið, frábær þarna vinstra megin. Frábær innkoma og vel gert hjá honum. Gott hjá liðinu að koma til baka, það sýndi karakter, en auðvitað vildum við þrjú stig.“ Liðið getur þá lært af því og reynt að byrja betur gegn Tyrkjum á mánudaginn? „Algjörlega, við byrjuðum kannski ekkert illa, það er bara þessi tvö móment þegar við erum ekki að ná að pressa þá verðum við að vera klárir fyrir þessi hlaup. Vissum alveg að þeir myndu leita þangað.“ Jóhann lagðist í grasið og bað sjálfur um skiptingu þegar um tíu mínútur voru eftir. „Við sjáum til og sjáum hvernig næstu dagar verða, en þetta verður vonandi allt í lagi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir sóknarmann í þverhlaupi. „Eitthvað sem hreinlega má ekki gerast á þessu stigi. Þegar það er ekki pressa á boltamanninn verðum við að vera tilbúnir fyrir þessi hlaup [inn fyrir vörnina] og við vorum það ekki. Dýrt að fá á sig svona ódýr mörk.“ Ísland fékk fjölda tækifæra til að vinna leikinn undir lokin, skaut í stöng og slá, en þurfti að sætta sig við stig. „Frábært að liðið kom til baka og gerði gríðarlega vel – við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik. 2-0 undir og komum til baka sem er auðvitað frábært, en við fengum fullt af færum og áttum séns á að klára þennan leik. En tökum einu stigi úr því sem komið var.“ Logi Tómasson var hetjan sem bjargaði stigi fyrir Ísland. Byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik og átti heiðurinn að báðum mörkum Íslands. „Hann nýtti klárlega tækifærið, frábær þarna vinstra megin. Frábær innkoma og vel gert hjá honum. Gott hjá liðinu að koma til baka, það sýndi karakter, en auðvitað vildum við þrjú stig.“ Liðið getur þá lært af því og reynt að byrja betur gegn Tyrkjum á mánudaginn? „Algjörlega, við byrjuðum kannski ekkert illa, það er bara þessi tvö móment þegar við erum ekki að ná að pressa þá verðum við að vera klárir fyrir þessi hlaup. Vissum alveg að þeir myndu leita þangað.“ Jóhann lagðist í grasið og bað sjálfur um skiptingu þegar um tíu mínútur voru eftir. „Við sjáum til og sjáum hvernig næstu dagar verða, en þetta verður vonandi allt í lagi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira