Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2024 09:01 Craig Bellamy var líflegur á hliðarlínunni á Laugardalsvelli í gær. Vísir/Anton Brink Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. Craig Bellamy þjálfari Wales var auðmjúkur í sjónvarpsviðtali eftir jafntefli Íslands og Wales á Laugardalsvelli í gær. Á blaðamannafundi strax í kjölfarið sendi hann hins vegar breskum blaðamönnum á fundinum væna pillu þegar þeir spurðu hann út í leikinn. „Ég er mjög ánægður og hafði gaman af leiknum,“ sagði Bellamy þegar hann var spurður út í leikinn. Hann skaut síðan á blaðamennina sem mættir voru bæði frá Wales og Englandi. „Mig langaði mikið að fá þessar spurningar um íslenska liðið í gær. Því mig langaði að segja ykkur hversu góðir mér finnst þeir vera. Ég hef horft á þá nokkuð oft og þess vegna var ég svekktur með spurningarnar í gær, ég hefði þurft að láta ykkur vita á móti hvaða liði við værum að fara að spila. Því þeir eru góðir og það er ástæða fyrir því að þeir hafa komist á tvö stórmót og misstu rétt af því þriðja.“ Síðar á fundinum fór Bellamy síðan yfir pressu íslenska liðsins og endaði á að segja við blaðamennina að hann hefði viljað gefa þeim þessar upplýsingar í gær, augljóslega ögn pirraður á stöðu mála. Á blaðamannafundi fyrir leikinn á fimmtudag virtist Bellamy pirraður yfir því að bresku blaðamennirnir spurðu ekkert út í íslenska liðið og kallaði þá slúðurmiðla. Hrósaði Íslandi í hástert og sagði elska Jóhann Berg Á fundinum sagði Bellamy að hann væri mikill aðdáandi íslenska liðsins og þeim árangri sem Ísland hefur náð. Hann sagði þjálfarann Åge Hareide vera með DNA-ið sem þarf fyrir liðið og sagði árangur hans á ferlinum tala sínu máli. „Þið eruð með góða leikmenn á leiðinni. Þið eruð 350 þúsund íbúar, hvernig þið búið til svona marga leikmenn?“ spurði Bellamy. „Við vitum að skandinavískir leikmenn eru miklir íþróttamenn en hvernig þið hafið byggt upp innviði hefur gert ykkur kleift að bæta ykkur. Að komast á stórmót var fyrsta stóra skrefið og svo fóruð þið aftur 2018. Þið eruð alltaf þarna, þegar ég horfi á leiki þá hugsa ég að þið tapið ekki oft.“ „Þið eruð búin að fá aðdáun fólks, eflaust vegna stærðarinnar. Það er litið á okkur sem litla þjóð en við gerum það ekki sjálfir. Að þið getið gert þetta með svona fáa íbúa, mér finnst þið ekki fá nægt hrós.“ Bellamy var aðstoðarþjálfari Burnley í tvö ár þegar Jóhann Berg Guðmundsson var leikmaður liðsins. Jóhann Berg talaði afar vel um Bellamy á blaðamannafundi Íslands á fimmtudag og ljóst að sambandið á milli þeirra er gott. „Ég elska Jóa. Jafnvel þegar hann var að væla. Hann er góð manneskja og ég fíla húmorinn hans. Ég var heppinn því ég lék með Aroni [Einari Gunnarssyni] líka, ég elskaði hann líka. Þeir sem ég hef spilað með frá Íslandi hafa haft áhrif á mig. Jói er harður, hann talaði eithvað um seinni hálfleikinn og hvernig þeir breyttu leiknum. Vonandi sé ég hann í Cardiff eftir mánuð. Hvað sem hann segir þá næ ég alltaf að svara fyrir mig.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Sjá meira
Craig Bellamy þjálfari Wales var auðmjúkur í sjónvarpsviðtali eftir jafntefli Íslands og Wales á Laugardalsvelli í gær. Á blaðamannafundi strax í kjölfarið sendi hann hins vegar breskum blaðamönnum á fundinum væna pillu þegar þeir spurðu hann út í leikinn. „Ég er mjög ánægður og hafði gaman af leiknum,“ sagði Bellamy þegar hann var spurður út í leikinn. Hann skaut síðan á blaðamennina sem mættir voru bæði frá Wales og Englandi. „Mig langaði mikið að fá þessar spurningar um íslenska liðið í gær. Því mig langaði að segja ykkur hversu góðir mér finnst þeir vera. Ég hef horft á þá nokkuð oft og þess vegna var ég svekktur með spurningarnar í gær, ég hefði þurft að láta ykkur vita á móti hvaða liði við værum að fara að spila. Því þeir eru góðir og það er ástæða fyrir því að þeir hafa komist á tvö stórmót og misstu rétt af því þriðja.“ Síðar á fundinum fór Bellamy síðan yfir pressu íslenska liðsins og endaði á að segja við blaðamennina að hann hefði viljað gefa þeim þessar upplýsingar í gær, augljóslega ögn pirraður á stöðu mála. Á blaðamannafundi fyrir leikinn á fimmtudag virtist Bellamy pirraður yfir því að bresku blaðamennirnir spurðu ekkert út í íslenska liðið og kallaði þá slúðurmiðla. Hrósaði Íslandi í hástert og sagði elska Jóhann Berg Á fundinum sagði Bellamy að hann væri mikill aðdáandi íslenska liðsins og þeim árangri sem Ísland hefur náð. Hann sagði þjálfarann Åge Hareide vera með DNA-ið sem þarf fyrir liðið og sagði árangur hans á ferlinum tala sínu máli. „Þið eruð með góða leikmenn á leiðinni. Þið eruð 350 þúsund íbúar, hvernig þið búið til svona marga leikmenn?“ spurði Bellamy. „Við vitum að skandinavískir leikmenn eru miklir íþróttamenn en hvernig þið hafið byggt upp innviði hefur gert ykkur kleift að bæta ykkur. Að komast á stórmót var fyrsta stóra skrefið og svo fóruð þið aftur 2018. Þið eruð alltaf þarna, þegar ég horfi á leiki þá hugsa ég að þið tapið ekki oft.“ „Þið eruð búin að fá aðdáun fólks, eflaust vegna stærðarinnar. Það er litið á okkur sem litla þjóð en við gerum það ekki sjálfir. Að þið getið gert þetta með svona fáa íbúa, mér finnst þið ekki fá nægt hrós.“ Bellamy var aðstoðarþjálfari Burnley í tvö ár þegar Jóhann Berg Guðmundsson var leikmaður liðsins. Jóhann Berg talaði afar vel um Bellamy á blaðamannafundi Íslands á fimmtudag og ljóst að sambandið á milli þeirra er gott. „Ég elska Jóa. Jafnvel þegar hann var að væla. Hann er góð manneskja og ég fíla húmorinn hans. Ég var heppinn því ég lék með Aroni [Einari Gunnarssyni] líka, ég elskaði hann líka. Þeir sem ég hef spilað með frá Íslandi hafa haft áhrif á mig. Jói er harður, hann talaði eithvað um seinni hálfleikinn og hvernig þeir breyttu leiknum. Vonandi sé ég hann í Cardiff eftir mánuð. Hvað sem hann segir þá næ ég alltaf að svara fyrir mig.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Sjá meira