Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. október 2024 18:14 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm „Ég er auðvitað ósammála þessari nálgun á málið. Ég held að almenningur allur sé sammála um það að það sé kjarnahlutverk Orkuveitunnar að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Það er í kringum þá starfsemi sem Orkuveitan er stofnuð. Staðreyndin er sú að í sögulegu samhengi þá hefur félagið áður farið út af sporinu og ráðist í verkefni sem eru ekki í þágu borgarbúa með beinum hætti og þessi verkefni hafa alltaf dregið dilk á eftir sér.“ Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í samtali við Vísi um Orkuveitu Reykjavíkur. Hildur gagnrýndi Orkuveituna á fimmtudaginn í viðtali við Ríkisútvarpið en þar sagði hún Carbfix vera áhættuatriði fyrir skattgreiðendur. Hún vísaði til óvissu um framtíð Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, í Straumsvík eftir að ákveðið var að verkefnið færi í íbúakosningu í Hafnarfirði. Verkefnið stefnir á að dæla niður koldíoxíð niður í berggrunninn steinsnar frá Völlunum. Ósammála um kjarnahlutverk félagsins Í frétt RÚV um málið kom fram að 68 milljarðar króna af almannafé ætti að fara í uppbyggingu Carbfix á næstu fjórum árum. Hildur sagði að Orkuveitan væri komin langt út fyrir hlutverk fyrirtækisins með því að starfrækja Carbfix. Orkuveitan gerði athugasemd við staðhæfingar oddvitans í gær og bendi á að afla eigi 61,2 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrir Carbfix og Ljósleiðarann, annað dótturfélag Orkuveitunnar. Einnig var tekið fram að í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku gildið árið 2014 að fyrirtæki og dótturfélög Orkuveitunnar stundi ekki einungis vinnslu og sölu á rafmagni og heitu vatni heldur starfsemi sem tengist kjaranstarfsemi þess, þar með talið geymslu koltvísýrings og annarra vatnsleysanlegra gastegunda í jörðu. Rekstur Orkuveitunnar blásið út Spurð hvers vegna hún hafi sagt Orkuveituna vera komna út fyrir hlutverk sitt með Carbfix þó að starfsemin falli undir lögin frá árinu 2014 segir Hildur: „Það var auðvitað bara lagabreyting sem var sérstaklega sniðin að Carbfix-verkefninu. Það má auðvitað taka ákvörðun um að draga það til baka en það er engin sérstök þörf á því. Það er auðvitað bara algjörlega augljóst mál að kjarnahlutverk Orkuveitu Reykjavíkur, sem er fyrirtæki í opinberri eigu sem á að þjóna hagsmunum borgarbúa, sé að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Staðan er bara sú að á undanförnum árum hefur rekstur Orkuveitunnar blásið út. Við höfum lýst margoft þeirri skoðun að það sé löngu tímabært að stíga á bremsuna í rekstrinum og leita aftur kjarnans.“ Starfseminni fylgi áhætta Hildur setur þann fyrirvara á að hún sé þó jákvæð gagnvart verkefnum Carbfix og nefnir að þar starfi úrvalshópur vísindamanna og hæfileikafólks sem standi sig vel í sínu starfi. „Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst bara um hvort að verkefnið eigi að vera í höndum hins opinbera og hvort við eigum að taka áhættu með skattfé almennings. Að mínu mati er það alveg skýrt að þetta verkefni færi mun betur í höndum fjárfesta.“ Hildur ítrekar að Orkuveitan hafi í gegnum tíðina lánað heilmikið fé til Carbfix og að því fylgi áhætta. Hún segir fráleitt að halda öðru fram. „Það er mín grundvallarafstaða að fyrirtæki í opinberri eigu eigi hvorki að vera í samkeppnisrekstri, né heldur áhættufrekum fjárfestingum á reikning skattgreiðenda.“ Borgarstjórn Orkumál Loftslagsmál Reykjavík Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í samtali við Vísi um Orkuveitu Reykjavíkur. Hildur gagnrýndi Orkuveituna á fimmtudaginn í viðtali við Ríkisútvarpið en þar sagði hún Carbfix vera áhættuatriði fyrir skattgreiðendur. Hún vísaði til óvissu um framtíð Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, í Straumsvík eftir að ákveðið var að verkefnið færi í íbúakosningu í Hafnarfirði. Verkefnið stefnir á að dæla niður koldíoxíð niður í berggrunninn steinsnar frá Völlunum. Ósammála um kjarnahlutverk félagsins Í frétt RÚV um málið kom fram að 68 milljarðar króna af almannafé ætti að fara í uppbyggingu Carbfix á næstu fjórum árum. Hildur sagði að Orkuveitan væri komin langt út fyrir hlutverk fyrirtækisins með því að starfrækja Carbfix. Orkuveitan gerði athugasemd við staðhæfingar oddvitans í gær og bendi á að afla eigi 61,2 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrir Carbfix og Ljósleiðarann, annað dótturfélag Orkuveitunnar. Einnig var tekið fram að í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku gildið árið 2014 að fyrirtæki og dótturfélög Orkuveitunnar stundi ekki einungis vinnslu og sölu á rafmagni og heitu vatni heldur starfsemi sem tengist kjaranstarfsemi þess, þar með talið geymslu koltvísýrings og annarra vatnsleysanlegra gastegunda í jörðu. Rekstur Orkuveitunnar blásið út Spurð hvers vegna hún hafi sagt Orkuveituna vera komna út fyrir hlutverk sitt með Carbfix þó að starfsemin falli undir lögin frá árinu 2014 segir Hildur: „Það var auðvitað bara lagabreyting sem var sérstaklega sniðin að Carbfix-verkefninu. Það má auðvitað taka ákvörðun um að draga það til baka en það er engin sérstök þörf á því. Það er auðvitað bara algjörlega augljóst mál að kjarnahlutverk Orkuveitu Reykjavíkur, sem er fyrirtæki í opinberri eigu sem á að þjóna hagsmunum borgarbúa, sé að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Staðan er bara sú að á undanförnum árum hefur rekstur Orkuveitunnar blásið út. Við höfum lýst margoft þeirri skoðun að það sé löngu tímabært að stíga á bremsuna í rekstrinum og leita aftur kjarnans.“ Starfseminni fylgi áhætta Hildur setur þann fyrirvara á að hún sé þó jákvæð gagnvart verkefnum Carbfix og nefnir að þar starfi úrvalshópur vísindamanna og hæfileikafólks sem standi sig vel í sínu starfi. „Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst bara um hvort að verkefnið eigi að vera í höndum hins opinbera og hvort við eigum að taka áhættu með skattfé almennings. Að mínu mati er það alveg skýrt að þetta verkefni færi mun betur í höndum fjárfesta.“ Hildur ítrekar að Orkuveitan hafi í gegnum tíðina lánað heilmikið fé til Carbfix og að því fylgi áhætta. Hún segir fráleitt að halda öðru fram. „Það er mín grundvallarafstaða að fyrirtæki í opinberri eigu eigi hvorki að vera í samkeppnisrekstri, né heldur áhættufrekum fjárfestingum á reikning skattgreiðenda.“
Borgarstjórn Orkumál Loftslagsmál Reykjavík Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira