Líknarmeðferð og dánaraðstoð eiga að fara hönd í hönd Ingrid Kuhlman skrifar 16. október 2024 07:02 Dagana 20.-21. september síðastliðinn var haldin ráðstefnu á vegum World Federation of Right to Die Societies, eða heimssamtaka félaga um dánaraðstoð. Ráðstefnan fór fram í Dyflinni á Írlandi og tóku um 150 manns víðs vegar að úr heiminum þátt. Margar hliðar dánaraðstoðar voru ræddar, þar á meðal tengsl hennar við líknarmeðferð. Innleiðing dánaraðstoðar hefur jákvæð áhrif á líknarmeðferð Þegar dánaraðstoð ber á góma er oft nefnt að áður en hún verði lögleidd þurfi að bæta og tryggja aðgengi allra að líknarmeðferð. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að lögleiðing dánaraðstoðar gæti dregið úr fjármögnun og stuðningi við líknarmeðferð eða komið í veg fyrir frekari úrbætur. Á ráðstefnunni í Dyflinni kom hins vegar fram að reynsla margra landa sýnir hið gagnstæða. Þegar dánaraðstoð hefur verið heimiluð, hefur það haft jákvæð áhrif á líknarmeðferð. Í erindi Jocelyn Downie, sem er prófessor í lagadeild og læknadeild við Dalhousie háskóla í Kanada, kom fram að eftir lög um dánaraðstoð tóku gildi árið 2016, jókst fjármögnun til líknarmeðferðar. Enn fremur jókst hlutfall þeirra sem fengu líknarmeðferð eftir að dánaraðstoð varð lögleg. Flestir þeirra sem sækja um dánaraðstoð eru að fá líknarmeðferð Þeir sem eru andvígir dánaraðstoð halda oft fram að í sumum löndum hafi verið nauðsynlegt að lögleiða dánaraðstoð vegna þess að líknarmeðferð hafi ekki verið á nægilegu háu stigi eða aðgengileg. Þetta er hins vegar langt frá sannleikanum. Í erindi Dr. Jessica Young, sem stundar aðallega rannsóknir á sviði dánaraðstoðar, var fjallað um stöðuna í Nýja Sjálandi, þar sem 76% þeirra sem sækja um dánaraðstoð eru að fá líknandi meðferð. Stefanie Green, kanadískur læknir, höfundur og fyrirlesari, nefndi sömuleiðis að 96% þeirra sem sæki um dánaraðstoð í Kanada hafi aðgang að líknarmeðferð og að 78% séu í líknarmeðferð á þeim tíma sem þeir sækja um dánaraðstoð. Fyrir þá sem ekki nýttu sér líknarmeðferð var þjónustan aðgengileg, en sjúklingarnir völdu að þiggja hana ekki . Fram kom að í Viktoríufylki í Ástralíu, á tímabilinu júní 2019-júní 2023, höfðu 80% fengið líknarmeðferð á þeim tíma sem þeir sóttu um dánaraðstoð. Þar af höfðu 57% verið í líknarmeðferð í meira en ár. Þessar tölur sýna glögglega að það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram af þeim sem andvígir dánaraðstoð að fólk óski eftir henni vegna skorts á aðgengi að líknarmeðferð. Þvert á móti er dánaraðstoð valkostur fyrir þá sem, þrátt fyrir aðgengi að líknandi meðferð, velja að ljúka lífi sínu á eigin forsendum. Líknarmeðferð dregur ekki úr öllum þjáningum Greg Mewett, læknir í líknarmeðferð, flutti áhrifamikinn fyrirlestur á ráðstefnunni í Dyflinni þar sem hann deildi reynslu sinni af dánaraðstoð í Viktoríufylki í Ástralíu, þar sem hann hefur sjálfur veitt dánaraðstoð. Mewett benti á að líknarmeðferð, þó hún sé mikilvæg og í mörgum tilfellum árangursrík, gæti því miður ekki linað allar þjáningar. Jafnvel þótt sjúklingar með lífsógnandi sjúkdóma fái bestu mögulegu líknarmeðferð, upplifi sumir áfram líkamlega, andlega eða tilvistarlega þjáningu. Stefanie Green tók undir þetta í sínu erindi og benti á að 86% sjúklinga sem sækja um dánaraðstoð segist ekki lengur geta tekið þátt í merkingarbærum athöfnum og 82% þeirra segist ekki lengur geta sinnt daglegum athöfnum. Þessa tegund þjáningar sé ekki hægt að lina með líknarmeðferð. Athyglisvert er að líkamlegir verkir eru sjaldan efstir á lista þeirra sem óska eftir dánaraðstoð; frekar er það skerðing á lífsgæðum og sjálfstæði sem veldur óbærilegum þjáningum. Mewett lagði áherslu á rétt einstaklingsins til að velja hvernig hann vilji verja síðustu dögum sínum, og hvort hann vilji þiggja líknarmeðferð eða ekki. Fyrir suma sjúklinga sem upplifa óbærilegar þjáningar sé hægfara andlát einfaldlega ekki ásættanlegur valkostur. Mewett undirstrikaði einnig að dánaraðstoð grafi á engan hátt undan gildum líknarmeðferðar, svo sem virðingu fyrir sjálfræði og sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins, samkennd, umhyggju og sjúklingamiðaðri umönnun. Hann velti einnig upp spurningunni um hvers vegna dánaraðstoð væri stundum rædd sem ósamrýmanleg gildum líknarmeðferðar þar sem bæði dánaraðstoð og líknarmeðferð geti stuðlað að því að einstaklingur fái lífslok á eigin forsendum. Mewett benti líka á að sumir læknar á sviði líknarmeðferðar gætu upplifað umræðuna um dánaraðstoð sem gagnrýni á störf sín, þó hún sé ekki ætluð sem slík, þar sem hún snerti kjarnann í þeim tilgangi sem þeir telja sig þjóna – að lina þjáningar og veita umönnun við lífslok. Mikilvægt að auka þekkingu almennings á líknarmeðferð Á nýlegu Hjúkrunarþingi, sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð fyrir þann 3. október síðastliðinn, kom fram að hugsanlega sé þekking almennings á líknarmeðferð ófullnægjandi. Gestur þingsins benti á mikilvægi þess að bæta upplýsingagjöf til almennings um hvað líknarmeðferð feli í sér og hvernig hún geti stutt við fólk á lokastigum lífsins. Ég tek heilshugar undir þessa skoðun. Með betri upplýsingum væri hægt að draga úr misskilningi og stuðla að upplýstari umræðu. Líknandi meðferð og dánaraðstoð geta farið saman Líknandi meðferð og dánaraðstoð eru ekki ósamrýmanlegar heldur geta þær styrkt hvor aðra. Líknarmeðferð einblínir á að bæta lífsgæði á meðan einstaklingurinn lifir, en markmiðið er ekki að flýta fyrir dauða heldur að veita aðstoð við að takast á við lífslokin á sem þægilegastan hátt. Á hinn bóginn býður dánaraðstoð þeim sem þrátt fyrir líknarmeðferð upplifa óbærilegar þjáningar val um að ljúka lífi sínu á eigin forsendum. Með því að bjóða upp á bæði líknarmeðferð og dánaraðstoð er hægt að auka valmöguleika sjúklinga og tryggja að sjálfræði þeirra sé virt. Höfundur er formaður Lífvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar. Þann 18. október n.k. stendur Lífsvirðing fyrir málþingi um reynslu annarra landa af dánaraðstoð, í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands. Dagskráin er aðgengileg á https://endurmenntun.is/namskeid/16085/danaradstod-reynsla-annarra-landa/302374 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Dagana 20.-21. september síðastliðinn var haldin ráðstefnu á vegum World Federation of Right to Die Societies, eða heimssamtaka félaga um dánaraðstoð. Ráðstefnan fór fram í Dyflinni á Írlandi og tóku um 150 manns víðs vegar að úr heiminum þátt. Margar hliðar dánaraðstoðar voru ræddar, þar á meðal tengsl hennar við líknarmeðferð. Innleiðing dánaraðstoðar hefur jákvæð áhrif á líknarmeðferð Þegar dánaraðstoð ber á góma er oft nefnt að áður en hún verði lögleidd þurfi að bæta og tryggja aðgengi allra að líknarmeðferð. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að lögleiðing dánaraðstoðar gæti dregið úr fjármögnun og stuðningi við líknarmeðferð eða komið í veg fyrir frekari úrbætur. Á ráðstefnunni í Dyflinni kom hins vegar fram að reynsla margra landa sýnir hið gagnstæða. Þegar dánaraðstoð hefur verið heimiluð, hefur það haft jákvæð áhrif á líknarmeðferð. Í erindi Jocelyn Downie, sem er prófessor í lagadeild og læknadeild við Dalhousie háskóla í Kanada, kom fram að eftir lög um dánaraðstoð tóku gildi árið 2016, jókst fjármögnun til líknarmeðferðar. Enn fremur jókst hlutfall þeirra sem fengu líknarmeðferð eftir að dánaraðstoð varð lögleg. Flestir þeirra sem sækja um dánaraðstoð eru að fá líknarmeðferð Þeir sem eru andvígir dánaraðstoð halda oft fram að í sumum löndum hafi verið nauðsynlegt að lögleiða dánaraðstoð vegna þess að líknarmeðferð hafi ekki verið á nægilegu háu stigi eða aðgengileg. Þetta er hins vegar langt frá sannleikanum. Í erindi Dr. Jessica Young, sem stundar aðallega rannsóknir á sviði dánaraðstoðar, var fjallað um stöðuna í Nýja Sjálandi, þar sem 76% þeirra sem sækja um dánaraðstoð eru að fá líknandi meðferð. Stefanie Green, kanadískur læknir, höfundur og fyrirlesari, nefndi sömuleiðis að 96% þeirra sem sæki um dánaraðstoð í Kanada hafi aðgang að líknarmeðferð og að 78% séu í líknarmeðferð á þeim tíma sem þeir sækja um dánaraðstoð. Fyrir þá sem ekki nýttu sér líknarmeðferð var þjónustan aðgengileg, en sjúklingarnir völdu að þiggja hana ekki . Fram kom að í Viktoríufylki í Ástralíu, á tímabilinu júní 2019-júní 2023, höfðu 80% fengið líknarmeðferð á þeim tíma sem þeir sóttu um dánaraðstoð. Þar af höfðu 57% verið í líknarmeðferð í meira en ár. Þessar tölur sýna glögglega að það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram af þeim sem andvígir dánaraðstoð að fólk óski eftir henni vegna skorts á aðgengi að líknarmeðferð. Þvert á móti er dánaraðstoð valkostur fyrir þá sem, þrátt fyrir aðgengi að líknandi meðferð, velja að ljúka lífi sínu á eigin forsendum. Líknarmeðferð dregur ekki úr öllum þjáningum Greg Mewett, læknir í líknarmeðferð, flutti áhrifamikinn fyrirlestur á ráðstefnunni í Dyflinni þar sem hann deildi reynslu sinni af dánaraðstoð í Viktoríufylki í Ástralíu, þar sem hann hefur sjálfur veitt dánaraðstoð. Mewett benti á að líknarmeðferð, þó hún sé mikilvæg og í mörgum tilfellum árangursrík, gæti því miður ekki linað allar þjáningar. Jafnvel þótt sjúklingar með lífsógnandi sjúkdóma fái bestu mögulegu líknarmeðferð, upplifi sumir áfram líkamlega, andlega eða tilvistarlega þjáningu. Stefanie Green tók undir þetta í sínu erindi og benti á að 86% sjúklinga sem sækja um dánaraðstoð segist ekki lengur geta tekið þátt í merkingarbærum athöfnum og 82% þeirra segist ekki lengur geta sinnt daglegum athöfnum. Þessa tegund þjáningar sé ekki hægt að lina með líknarmeðferð. Athyglisvert er að líkamlegir verkir eru sjaldan efstir á lista þeirra sem óska eftir dánaraðstoð; frekar er það skerðing á lífsgæðum og sjálfstæði sem veldur óbærilegum þjáningum. Mewett lagði áherslu á rétt einstaklingsins til að velja hvernig hann vilji verja síðustu dögum sínum, og hvort hann vilji þiggja líknarmeðferð eða ekki. Fyrir suma sjúklinga sem upplifa óbærilegar þjáningar sé hægfara andlát einfaldlega ekki ásættanlegur valkostur. Mewett undirstrikaði einnig að dánaraðstoð grafi á engan hátt undan gildum líknarmeðferðar, svo sem virðingu fyrir sjálfræði og sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins, samkennd, umhyggju og sjúklingamiðaðri umönnun. Hann velti einnig upp spurningunni um hvers vegna dánaraðstoð væri stundum rædd sem ósamrýmanleg gildum líknarmeðferðar þar sem bæði dánaraðstoð og líknarmeðferð geti stuðlað að því að einstaklingur fái lífslok á eigin forsendum. Mewett benti líka á að sumir læknar á sviði líknarmeðferðar gætu upplifað umræðuna um dánaraðstoð sem gagnrýni á störf sín, þó hún sé ekki ætluð sem slík, þar sem hún snerti kjarnann í þeim tilgangi sem þeir telja sig þjóna – að lina þjáningar og veita umönnun við lífslok. Mikilvægt að auka þekkingu almennings á líknarmeðferð Á nýlegu Hjúkrunarþingi, sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð fyrir þann 3. október síðastliðinn, kom fram að hugsanlega sé þekking almennings á líknarmeðferð ófullnægjandi. Gestur þingsins benti á mikilvægi þess að bæta upplýsingagjöf til almennings um hvað líknarmeðferð feli í sér og hvernig hún geti stutt við fólk á lokastigum lífsins. Ég tek heilshugar undir þessa skoðun. Með betri upplýsingum væri hægt að draga úr misskilningi og stuðla að upplýstari umræðu. Líknandi meðferð og dánaraðstoð geta farið saman Líknandi meðferð og dánaraðstoð eru ekki ósamrýmanlegar heldur geta þær styrkt hvor aðra. Líknarmeðferð einblínir á að bæta lífsgæði á meðan einstaklingurinn lifir, en markmiðið er ekki að flýta fyrir dauða heldur að veita aðstoð við að takast á við lífslokin á sem þægilegastan hátt. Á hinn bóginn býður dánaraðstoð þeim sem þrátt fyrir líknarmeðferð upplifa óbærilegar þjáningar val um að ljúka lífi sínu á eigin forsendum. Með því að bjóða upp á bæði líknarmeðferð og dánaraðstoð er hægt að auka valmöguleika sjúklinga og tryggja að sjálfræði þeirra sé virt. Höfundur er formaður Lífvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar. Þann 18. október n.k. stendur Lífsvirðing fyrir málþingi um reynslu annarra landa af dánaraðstoð, í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands. Dagskráin er aðgengileg á https://endurmenntun.is/namskeid/16085/danaradstod-reynsla-annarra-landa/302374
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun