Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Bjarki Sigurðsson skrifar 13. október 2024 13:20 Álfhildur Leifsdóttir, formaður Kennarasambands Norðurlands vestra, og Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi. Hann sagði kennara vera að semja sig frá kennsluskyldu og annarri viðveru. Undirbúningstímum þeirra fjölgi og það kosti borgina verulegar fjárhæðir, þar sem á móti þurfi að greiða fyrir afleysingar. Orð Einars hafa farið illa ofan í kennarastéttina og fjölmargir þaðan hjólað í borgarstjórann á samfélagsmiðlum. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari og formaður Kennarasambands Norðurlands vestra, var á ráðstefnunni. „Það var svona að mér fannst mikið virðingarleysi þessa ráðafólks í garð þessarar stéttar sem sér um menntun og uppeldi barna í okkar samfélagi. Mér er svolítið spurn bara, ráða sveitarfélögin þá við þetta verkefni? Ef við erum svona mikill vandi á höndum sveitarfélaganna,“ segir Álfhildur. Starf kennara sé fjölbreytt og krefjandi. „Við erum að vinna gríðarlega flókna, gefandi, skemmtilega en líka oft erfiða vinnu inni í kennslustofunni. Ef við eigum að gera það vel, þá þurfum við stuðning. Við þurfum stuðning inn í stofuna og við þurfum stuðning okkar ráðamanna og yfirmanna við það flókna verkefni sem við erum að skila,“ segir Álfhildur. Kennarasamband Íslands deildi myndbandi af ræðu Einars og fjölmargir hafa skrifað ummæli þar undir. „Dapurlegt þegar æðsti yfirmaður Reykjavíkurborgar talar af svo miklum hroka, þekkingarleysi og lítilsvirðingu á störfum kennara og væntingum þeirra. Hann veit greinilega ekkert! Hafi hann skömm fyrir!“ skrifar ein. „Takk Einar Þorsteinsson fyrir hlýleg orð og skilning (kaldhæðni) Fer að sofa í kvöld með sorg í hjarta,“ bætir önnur við. Þá hafa fleiri deilt klippunni á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jónína Einarsdóttir leikskólastjóri á Stakkaborg. Hún segir Einari að drífa í að semja við kennara sem gætu verið á leið í verkfall á næstunni. Orð hans séu ekkert nema olía á eldinn. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
„Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi. Hann sagði kennara vera að semja sig frá kennsluskyldu og annarri viðveru. Undirbúningstímum þeirra fjölgi og það kosti borgina verulegar fjárhæðir, þar sem á móti þurfi að greiða fyrir afleysingar. Orð Einars hafa farið illa ofan í kennarastéttina og fjölmargir þaðan hjólað í borgarstjórann á samfélagsmiðlum. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari og formaður Kennarasambands Norðurlands vestra, var á ráðstefnunni. „Það var svona að mér fannst mikið virðingarleysi þessa ráðafólks í garð þessarar stéttar sem sér um menntun og uppeldi barna í okkar samfélagi. Mér er svolítið spurn bara, ráða sveitarfélögin þá við þetta verkefni? Ef við erum svona mikill vandi á höndum sveitarfélaganna,“ segir Álfhildur. Starf kennara sé fjölbreytt og krefjandi. „Við erum að vinna gríðarlega flókna, gefandi, skemmtilega en líka oft erfiða vinnu inni í kennslustofunni. Ef við eigum að gera það vel, þá þurfum við stuðning. Við þurfum stuðning inn í stofuna og við þurfum stuðning okkar ráðamanna og yfirmanna við það flókna verkefni sem við erum að skila,“ segir Álfhildur. Kennarasamband Íslands deildi myndbandi af ræðu Einars og fjölmargir hafa skrifað ummæli þar undir. „Dapurlegt þegar æðsti yfirmaður Reykjavíkurborgar talar af svo miklum hroka, þekkingarleysi og lítilsvirðingu á störfum kennara og væntingum þeirra. Hann veit greinilega ekkert! Hafi hann skömm fyrir!“ skrifar ein. „Takk Einar Þorsteinsson fyrir hlýleg orð og skilning (kaldhæðni) Fer að sofa í kvöld með sorg í hjarta,“ bætir önnur við. Þá hafa fleiri deilt klippunni á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jónína Einarsdóttir leikskólastjóri á Stakkaborg. Hún segir Einari að drífa í að semja við kennara sem gætu verið á leið í verkfall á næstunni. Orð hans séu ekkert nema olía á eldinn.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira