Taldi þingrof og kosningar ekki vera næst á dagskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 13. október 2024 16:57 Svandís Svavarsdóttir formaður VG. Vísir/Vilhelm Formaður Vinstri grænna er hugsi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í stjórnmálunum eftir að forsætisráðherra tilkynnti um að hann vilji rjúfa þing og boða til kosninga. Þá sé það umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta sé í annað sinn sem stjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar heldur ekki út kjörtímabilið. Ákvörðun Bjarna hafi því komið sér á óvart. „Svona tíðindi eru auðvitað alltaf stór í pólitík þegar tekin er ákvörðun um það að slíta stjórnarsamstarfi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, um ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar í lok nóvember. „Ég er hugsi vegna þess að við höfðum setið yfir málunum, formenn stjórnarflokkanna í gær, og farið yfir stöðuna og ég taldi þetta ekki vera miðað við þann fund næst á dagskrá. En svo reyndist það vera svo og við bara vinnum úr því. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta er í annað skiptið sem ríkisstjórn undir forystu formanns flokksins þrýtur erindið í rauninni og ræður ekki við að klára verkefnið,“ segir Svandís. Það sé veruleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að vinna úr. Þá veki það athygli hennar að Bjarni hafi nefnt mál á borð við útlendingamál og orkumál sem dæmi um það hvar flokkunum hafi illa gengið að ná saman. „Við hefðum viljað segja að okkar mikilvægustu og brýnustu verkefni væru verkefni venjulegs fólks og viðfangsefnin sem snúast um það að ná endum saman. Efnahagsmálin og húsnæðismálin og þau mál sem eru efst á blaði í hugum venjulegs fólks. Það er líka umhugsunarefni fyrir okkur,“ segir Svandís. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Svandísi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Sjá meira
„Svona tíðindi eru auðvitað alltaf stór í pólitík þegar tekin er ákvörðun um það að slíta stjórnarsamstarfi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, um ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar í lok nóvember. „Ég er hugsi vegna þess að við höfðum setið yfir málunum, formenn stjórnarflokkanna í gær, og farið yfir stöðuna og ég taldi þetta ekki vera miðað við þann fund næst á dagskrá. En svo reyndist það vera svo og við bara vinnum úr því. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta er í annað skiptið sem ríkisstjórn undir forystu formanns flokksins þrýtur erindið í rauninni og ræður ekki við að klára verkefnið,“ segir Svandís. Það sé veruleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að vinna úr. Þá veki það athygli hennar að Bjarni hafi nefnt mál á borð við útlendingamál og orkumál sem dæmi um það hvar flokkunum hafi illa gengið að ná saman. „Við hefðum viljað segja að okkar mikilvægustu og brýnustu verkefni væru verkefni venjulegs fólks og viðfangsefnin sem snúast um það að ná endum saman. Efnahagsmálin og húsnæðismálin og þau mál sem eru efst á blaði í hugum venjulegs fólks. Það er líka umhugsunarefni fyrir okkur,“ segir Svandís. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Svandísi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Sjá meira