Nýr flokkur – Nýr valkostur – Nýr veruleiki Arnar Þór Jónsson, Baldur Borgþórsson og Kári Allansson skrifa 14. október 2024 08:46 Það má með sanni segja að dregið hafi til tíðinda á hinum pólitíska vettvangi í þessari viku þegar nýstofnaður flokkur, Lýðræðisflokkurinn, kynnti tólf helstu áherslumál sín á blaðamannafundi. Efst á verkefnalista er málefni sem varðar nær öll heimili landsins og velflest fyrirtæki landsins að auki: Okurvextir í skjóli stýrivaxta sem kristallast hvað best í einföldum samanburði íbúðarlána hér á landi og sambærlegum lánum í nágrannalöndum okkar. Munurinn er sláandi: Fjölskylda kaupir sér heimili fyrir 80 milljónir, sem í dag er lægsta verð á nýlegri þriggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu, greiðir 20% útborgun, 16 milljónir og tekur 64 milljóna lán fyrir eftirstöðvum. Í nágrannalöndum okkar er mánaðarleg greiðslubyrði af slíku láni 250 þúsund krónur. Hér á landi er mánaðarleg greislubyrði af nákvæmlega sama láni rétt um 600 þúsund krónur! Já, þú last rétt - 250 þúsund í nágrannalöndum okkar, 600 þúsund hér. Í ljósi þessa samanburðar skyldi því engan undra að hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja sem hér starfa og veita umrædd lán séu að nálgast 500 milljarða fyrir síðustu þrú ár! Fimm hundruð þúsund milljónir. Hvernig má þetta vera er spurt og svarið er einfalt: Hér á landi er rekinn peningamálastefna með leikreglum sem eru allar sniðnar eftir óskum stærstu fjármagnseigenda landsins. Slík peningamálastefna er einstök á heimsvísu, þekkist hvergi annarsstaðar á byggðu bóli og sérstaklega ekki í nágrannalöndum okkar. Það er því með stolti sem greinarhöfundar kynna tólf megin áherslumál síns nýstofnaða flokks þar sem fyrsta mál á dagskrá er að tryggja heimilum landsins og fyrirtækjum sömu vaxtakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar: Fjölskyldur hér borgi framvegis 250 þúsund krónur, ekki 600 þúsund. Það munum við gera með einföldum hætti - hratt og vel: Með lagasetningum munum við breyta leikreglum peningamálastefnu landsins til samræmis við þær leikreglur sem gilda í nágrannalöndum okkar. Einfalt - Auðvelt - Áhrifaríkt Tólf megin áherslumál Lýðræðisflokksins Með breytingum á leikreglum íslensks peningamarkaðar verði almenningi og fyrirtækjum tryggð sambærileg vaxtakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Með þessum hætti tryggjum við áður óþekktan stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir landsmenn alla. Fjárlög verði hallalaus og skuldir ríkisins greiddar niður með markvissum hætti. Samtímis verði umsvif ríkisins dregin stórlega saman og skattar, tollar og opinber gjöld lækki í kjölfarið. Öll fjármálaumsýsla ríkisins verði endurskoðuð til ábyrgðar, sparnaðar og hagræðingar. Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu ríkisins. Hraðað verði uppbyggingu skynsamlegra virkjanakosta, þ.e. fallvatna og jarðvarma. Alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins verði teknar til endurskoðunar, einkum EES-samningurinn og loftslagssamningar. Árétta verður tvíeðli íslensks réttar og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Hafna ber orkupökkum ESB. Fjárframlög til óhagnaðardrifinnar starfsemi á sviði menningar, lista og íþrótta verði ákveðin af skattborgurum í stað stjórnmálamanna með því að veita skattafslátt af slíkum framlögum. Telji menn þörf á að færa til fjármuni á milli borgara geta þeir nýtt til þess félög til almannaheilla í stað þess að ríki beiti valdi við slíkar tilfærslur. Tryggja verður sjálfbæra og arðbæra nýtingu allra náttúruauðlinda. Aðgangstakmarkanir eru því óhjákvæmilegar. Ríkið sem eigandi náttúruauðlinda innheimti gjöld sem tryggi eðlilegt endurgjald fyrir nýtinguna. Ríkið standi ekki í vegi fyrir olíuleit í efnahagslögsögu Íslands. Einstaklingsfrelsi er kjarninn í stefnu Lýðræðisflokksins. Við lagasetningu skal ávallt spyrja lykilspurningarinnar: Er einstaklingsfrelsi aukið eða minnkað með þessum lögum? Horfið verði frá áformum um borgarlínu og önnur verkefni sem hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlunum. Einkaframtak verði nýtt til að greiða fyrir samgöngum og tryggja öryggi vegfarenda. Sundabraut fái forgang um framkvæmd. Sveitarfélögum verði gert skylt að tryggja nægilegt lóðaframboð og byggingareglugerð verði einfölduð. Opinber þjónusta, þ.m.t. heilbrigðisþjónusta og menntun barna, verði betur tryggð með skynsamlegri blöndu opinbers rekstrar og einkarekstrar. Menntun í grunnskólum landsins verði bætt með áherslu á lestur, skrift og reikning. Skólagjöld, sem endurspegla raunverulegan kostnað, verði innheimt á háskólastigi. Auka þarf aðgengi að verknámi. Skerðingar á lífeyri vegna tekna verða afnumdar. Ríkið á ekki að standa í vegi fyrir því að þeir vinni sem það geta. Tekið verði fastar á glæpamönnum með þyngri refsingum fyrir ofbeldisglæpi og betri fjármögnun og heimildum lögreglu. Full stjórn á landamærunum. Hæliskerfið verður lagt niður og eingöngu tekið á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Innheimt verði komugjald af ferðamönnum. Útlendingum sem brjóta af sér verði brottvísað. Með vinsemd og virðingu , Arnar Þór Jónsson Baldur Borgþórsson Kári Allansson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Arnar Þór Jónsson Baldur Borgþórsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það má með sanni segja að dregið hafi til tíðinda á hinum pólitíska vettvangi í þessari viku þegar nýstofnaður flokkur, Lýðræðisflokkurinn, kynnti tólf helstu áherslumál sín á blaðamannafundi. Efst á verkefnalista er málefni sem varðar nær öll heimili landsins og velflest fyrirtæki landsins að auki: Okurvextir í skjóli stýrivaxta sem kristallast hvað best í einföldum samanburði íbúðarlána hér á landi og sambærlegum lánum í nágrannalöndum okkar. Munurinn er sláandi: Fjölskylda kaupir sér heimili fyrir 80 milljónir, sem í dag er lægsta verð á nýlegri þriggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu, greiðir 20% útborgun, 16 milljónir og tekur 64 milljóna lán fyrir eftirstöðvum. Í nágrannalöndum okkar er mánaðarleg greiðslubyrði af slíku láni 250 þúsund krónur. Hér á landi er mánaðarleg greislubyrði af nákvæmlega sama láni rétt um 600 þúsund krónur! Já, þú last rétt - 250 þúsund í nágrannalöndum okkar, 600 þúsund hér. Í ljósi þessa samanburðar skyldi því engan undra að hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja sem hér starfa og veita umrædd lán séu að nálgast 500 milljarða fyrir síðustu þrú ár! Fimm hundruð þúsund milljónir. Hvernig má þetta vera er spurt og svarið er einfalt: Hér á landi er rekinn peningamálastefna með leikreglum sem eru allar sniðnar eftir óskum stærstu fjármagnseigenda landsins. Slík peningamálastefna er einstök á heimsvísu, þekkist hvergi annarsstaðar á byggðu bóli og sérstaklega ekki í nágrannalöndum okkar. Það er því með stolti sem greinarhöfundar kynna tólf megin áherslumál síns nýstofnaða flokks þar sem fyrsta mál á dagskrá er að tryggja heimilum landsins og fyrirtækjum sömu vaxtakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar: Fjölskyldur hér borgi framvegis 250 þúsund krónur, ekki 600 þúsund. Það munum við gera með einföldum hætti - hratt og vel: Með lagasetningum munum við breyta leikreglum peningamálastefnu landsins til samræmis við þær leikreglur sem gilda í nágrannalöndum okkar. Einfalt - Auðvelt - Áhrifaríkt Tólf megin áherslumál Lýðræðisflokksins Með breytingum á leikreglum íslensks peningamarkaðar verði almenningi og fyrirtækjum tryggð sambærileg vaxtakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Með þessum hætti tryggjum við áður óþekktan stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir landsmenn alla. Fjárlög verði hallalaus og skuldir ríkisins greiddar niður með markvissum hætti. Samtímis verði umsvif ríkisins dregin stórlega saman og skattar, tollar og opinber gjöld lækki í kjölfarið. Öll fjármálaumsýsla ríkisins verði endurskoðuð til ábyrgðar, sparnaðar og hagræðingar. Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu ríkisins. Hraðað verði uppbyggingu skynsamlegra virkjanakosta, þ.e. fallvatna og jarðvarma. Alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins verði teknar til endurskoðunar, einkum EES-samningurinn og loftslagssamningar. Árétta verður tvíeðli íslensks réttar og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Hafna ber orkupökkum ESB. Fjárframlög til óhagnaðardrifinnar starfsemi á sviði menningar, lista og íþrótta verði ákveðin af skattborgurum í stað stjórnmálamanna með því að veita skattafslátt af slíkum framlögum. Telji menn þörf á að færa til fjármuni á milli borgara geta þeir nýtt til þess félög til almannaheilla í stað þess að ríki beiti valdi við slíkar tilfærslur. Tryggja verður sjálfbæra og arðbæra nýtingu allra náttúruauðlinda. Aðgangstakmarkanir eru því óhjákvæmilegar. Ríkið sem eigandi náttúruauðlinda innheimti gjöld sem tryggi eðlilegt endurgjald fyrir nýtinguna. Ríkið standi ekki í vegi fyrir olíuleit í efnahagslögsögu Íslands. Einstaklingsfrelsi er kjarninn í stefnu Lýðræðisflokksins. Við lagasetningu skal ávallt spyrja lykilspurningarinnar: Er einstaklingsfrelsi aukið eða minnkað með þessum lögum? Horfið verði frá áformum um borgarlínu og önnur verkefni sem hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlunum. Einkaframtak verði nýtt til að greiða fyrir samgöngum og tryggja öryggi vegfarenda. Sundabraut fái forgang um framkvæmd. Sveitarfélögum verði gert skylt að tryggja nægilegt lóðaframboð og byggingareglugerð verði einfölduð. Opinber þjónusta, þ.m.t. heilbrigðisþjónusta og menntun barna, verði betur tryggð með skynsamlegri blöndu opinbers rekstrar og einkarekstrar. Menntun í grunnskólum landsins verði bætt með áherslu á lestur, skrift og reikning. Skólagjöld, sem endurspegla raunverulegan kostnað, verði innheimt á háskólastigi. Auka þarf aðgengi að verknámi. Skerðingar á lífeyri vegna tekna verða afnumdar. Ríkið á ekki að standa í vegi fyrir því að þeir vinni sem það geta. Tekið verði fastar á glæpamönnum með þyngri refsingum fyrir ofbeldisglæpi og betri fjármögnun og heimildum lögreglu. Full stjórn á landamærunum. Hæliskerfið verður lagt niður og eingöngu tekið á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Innheimt verði komugjald af ferðamönnum. Útlendingum sem brjóta af sér verði brottvísað. Með vinsemd og virðingu , Arnar Þór Jónsson Baldur Borgþórsson Kári Allansson
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar