Allar líkur á samþykki forseta og að stjórnin sitji til kosninga Árni Sæberg skrifar 14. október 2024 15:46 Ragnhildur Helgadóttir er prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti. Háskólinn í Reykjavík Prófessor í lögfræði segist telja allar líkur á að forseti Íslands fallist á beiðni forsætisráðherra um þingrof. Þá sé ólíklegt að formenn ríkisstjórnarflokkanna geti ekki unnið saman fram að kosningum í nóvember. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra gekk á fund Höllu Tómasdóttur í morgun og bað um þingrof. Halla sagðist að fundi loknum munu funda með formönnum allra stjórnarandstöðuflokkanna á þingi í dag. Hún muni greina frá ákvörðun sinni í vikunni. Fylgst hefur verið með gangi í mála í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Bjarni sagði í morgun að hann byggist staðfastlega við því að Halla fallist á beiðni hans um þingrof og að ríkisstjórnin muni hanga saman fram að kosningum. Treysti formenn hinna stjórnarflokkanna sér ekki til þess muni hann biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti hans. Sama leið og síðast Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í lögfræði og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, segir í samtali við Vísi að Halla virðist ætla að feta í fótspor Guðna Th. Jóhannessonar hvað varðar ákvörðun um þingrof. Hún ætli að heyra ofan í formenn allra flokka á þingi áður en hún samþykkir þingrof. Henni sýnist stjórnarandstöðuformennirnir, sem hafa tjáð sig hingað til, vera fylgjandi þingrofi. „Mér finnst kannski helst þurfa að skýra það að enn sem komið er erum við að horfa á þingrof, en ekki afsögn ríkisstjórnarinnar,“ segir Ragnhildur. Ekki útilokað lögfræðilega en býst ekki við vantrausti Ragnhildur segist búast við því að ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sitji fram að kosningum, sem þurfa að fara fram innan 45 daga frá þingrofi. „Eftir að þingrof er komið fram hefur aldrei komið fram vantraust. Þá er, eins og allir hafa rætt, svo stutt í kosningar. Flokkarnir fara beint í að undirbúa kosningar. Um leið og það er kosið eftir sex vikur, af hverju ættir þú að gera það? Það sé ekki útilokað lögfræðilega séð að Bjarni og ráðherrar hans verði leystir frá embættum en það sé ólíklegt pólitískt séð. Venjan að forsætisráðherra sitji áfram Bjarni sagði í morgun að hvað varðar það hvort hann myndi sitja áfram í stóli forsætisráðherra, komi til stofnunar starfstjórnar, vísi hann til venjunnar í þeim efnum. Ragnhildur segir að venjan sé sú að forsætisráðherra haldi sæti sínu í starfstjórn sem stofnuð er eftir slit ríkisstjórnar. Klassísk þingrofsstaða Ragnhildur segir um að ræða klassíska þingrofsstöðu og vísar í bók Gunnars G. Schram heitins lagaprófessors, Stjórnskipunarrétt. Þar segir að ef kominn er upp ágreiningur milli þings og stjórnar sé hægt að beita þingrofi. „Svo segir hann, sem á frekar við núna: „Þá er og heimilt að rjúfa þing til að leysa úr deilum ef ólíkar skoðanir vega svo salt innan þingsins að nauðsynleg mál nái ekki fram að ganga. Þá er réttmætt að beita þingrofi til að kanna viðhorf kjósenda til mikilvægra málefna. Ágreiningur innan ríkisstjórnar eða milli flokka hennar getur og verið ástæða til þingrofs.“ „Þetta er frekar klassísk þingrofsstaða, eina spurningin er hvort við fáum einhverja snúninga á ríkisstjórninni í framhaldinu.“ Óljóst hvort forseti hafi hafnað þingrofsbeiðni Sem áður segir telur Ragnhildur ólíklegt að Halla verði ekki við beiðni Bjarna um þingrof. Hana rekur ekki minni til þess að forseti hafi neitað slíkri beiðni áður, ef frá er talið atvikið árið 2016 og áhugaverð staða sem kom upp árið 1950. Árið 2016 sagðist Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, hafi neitað beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um þingrof í kjölfar Wintris-málsins. Sigmundur Davíð sagðist aftur á móti ekkert kannast við að hafa beðið um þingrof. Hann hafi einfaldlega farið á fund forseta til þess að upplýsa hann um stöðuna í stjórnmálunum. Þá segir Ragnhildur að árið 1950 hafi Sveinn Björnsson forseti ekki tekið vel í vangaveltur Ólafs Thors, sitjandi forsætisráðherra í minnihlutastarfsstjórn, um þingrof. Þá hafi þó engin formleg þingrofsbeiðni verið lögð fram. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Alþingi Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. 14. október 2024 12:58 Forseti fundar með formönnum Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof. 14. október 2024 11:32 Uppstilling á framboðslista „ekki A-kostur“ Þótt formaður Samfylkingarinnar hafi lýst því yfir í gær að fátt annað komi til greina en að velja á framboðslista flokksins með uppstillingu hefur formleg ákvörðun um slíkt ekki verið tekin. Það er í höndum kjördæmisráðs flokksins að taka ákvörðun um fyrirkomulag við val á lista en formenn kjördæmisráða munu funda síðdegis í dag. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segist telja að fullur skilningur ríki fyrir því að farin verði þessa leið í ljósi þess hve stutt sé að öllum líkindum til kosninga, þótt „þetta sé ekki A-kostur.“ 14. október 2024 11:26 „Þetta verður alger Kleppur“ Arnar Þór Jónsson, stofnandi Lýðræðisflokksins, segir að framundan séu annasamar vikur í kjölfar ákvörðunar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra að óska eftir þingrofi með það að markmiði að halda þingkosningar í nóvember. 14. október 2024 10:02 Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. 14. október 2024 09:55 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra gekk á fund Höllu Tómasdóttur í morgun og bað um þingrof. Halla sagðist að fundi loknum munu funda með formönnum allra stjórnarandstöðuflokkanna á þingi í dag. Hún muni greina frá ákvörðun sinni í vikunni. Fylgst hefur verið með gangi í mála í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Bjarni sagði í morgun að hann byggist staðfastlega við því að Halla fallist á beiðni hans um þingrof og að ríkisstjórnin muni hanga saman fram að kosningum. Treysti formenn hinna stjórnarflokkanna sér ekki til þess muni hann biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti hans. Sama leið og síðast Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í lögfræði og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, segir í samtali við Vísi að Halla virðist ætla að feta í fótspor Guðna Th. Jóhannessonar hvað varðar ákvörðun um þingrof. Hún ætli að heyra ofan í formenn allra flokka á þingi áður en hún samþykkir þingrof. Henni sýnist stjórnarandstöðuformennirnir, sem hafa tjáð sig hingað til, vera fylgjandi þingrofi. „Mér finnst kannski helst þurfa að skýra það að enn sem komið er erum við að horfa á þingrof, en ekki afsögn ríkisstjórnarinnar,“ segir Ragnhildur. Ekki útilokað lögfræðilega en býst ekki við vantrausti Ragnhildur segist búast við því að ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sitji fram að kosningum, sem þurfa að fara fram innan 45 daga frá þingrofi. „Eftir að þingrof er komið fram hefur aldrei komið fram vantraust. Þá er, eins og allir hafa rætt, svo stutt í kosningar. Flokkarnir fara beint í að undirbúa kosningar. Um leið og það er kosið eftir sex vikur, af hverju ættir þú að gera það? Það sé ekki útilokað lögfræðilega séð að Bjarni og ráðherrar hans verði leystir frá embættum en það sé ólíklegt pólitískt séð. Venjan að forsætisráðherra sitji áfram Bjarni sagði í morgun að hvað varðar það hvort hann myndi sitja áfram í stóli forsætisráðherra, komi til stofnunar starfstjórnar, vísi hann til venjunnar í þeim efnum. Ragnhildur segir að venjan sé sú að forsætisráðherra haldi sæti sínu í starfstjórn sem stofnuð er eftir slit ríkisstjórnar. Klassísk þingrofsstaða Ragnhildur segir um að ræða klassíska þingrofsstöðu og vísar í bók Gunnars G. Schram heitins lagaprófessors, Stjórnskipunarrétt. Þar segir að ef kominn er upp ágreiningur milli þings og stjórnar sé hægt að beita þingrofi. „Svo segir hann, sem á frekar við núna: „Þá er og heimilt að rjúfa þing til að leysa úr deilum ef ólíkar skoðanir vega svo salt innan þingsins að nauðsynleg mál nái ekki fram að ganga. Þá er réttmætt að beita þingrofi til að kanna viðhorf kjósenda til mikilvægra málefna. Ágreiningur innan ríkisstjórnar eða milli flokka hennar getur og verið ástæða til þingrofs.“ „Þetta er frekar klassísk þingrofsstaða, eina spurningin er hvort við fáum einhverja snúninga á ríkisstjórninni í framhaldinu.“ Óljóst hvort forseti hafi hafnað þingrofsbeiðni Sem áður segir telur Ragnhildur ólíklegt að Halla verði ekki við beiðni Bjarna um þingrof. Hana rekur ekki minni til þess að forseti hafi neitað slíkri beiðni áður, ef frá er talið atvikið árið 2016 og áhugaverð staða sem kom upp árið 1950. Árið 2016 sagðist Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, hafi neitað beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um þingrof í kjölfar Wintris-málsins. Sigmundur Davíð sagðist aftur á móti ekkert kannast við að hafa beðið um þingrof. Hann hafi einfaldlega farið á fund forseta til þess að upplýsa hann um stöðuna í stjórnmálunum. Þá segir Ragnhildur að árið 1950 hafi Sveinn Björnsson forseti ekki tekið vel í vangaveltur Ólafs Thors, sitjandi forsætisráðherra í minnihlutastarfsstjórn, um þingrof. Þá hafi þó engin formleg þingrofsbeiðni verið lögð fram.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Alþingi Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. 14. október 2024 12:58 Forseti fundar með formönnum Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof. 14. október 2024 11:32 Uppstilling á framboðslista „ekki A-kostur“ Þótt formaður Samfylkingarinnar hafi lýst því yfir í gær að fátt annað komi til greina en að velja á framboðslista flokksins með uppstillingu hefur formleg ákvörðun um slíkt ekki verið tekin. Það er í höndum kjördæmisráðs flokksins að taka ákvörðun um fyrirkomulag við val á lista en formenn kjördæmisráða munu funda síðdegis í dag. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segist telja að fullur skilningur ríki fyrir því að farin verði þessa leið í ljósi þess hve stutt sé að öllum líkindum til kosninga, þótt „þetta sé ekki A-kostur.“ 14. október 2024 11:26 „Þetta verður alger Kleppur“ Arnar Þór Jónsson, stofnandi Lýðræðisflokksins, segir að framundan séu annasamar vikur í kjölfar ákvörðunar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra að óska eftir þingrofi með það að markmiði að halda þingkosningar í nóvember. 14. október 2024 10:02 Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. 14. október 2024 09:55 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. 14. október 2024 12:58
Forseti fundar með formönnum Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof. 14. október 2024 11:32
Uppstilling á framboðslista „ekki A-kostur“ Þótt formaður Samfylkingarinnar hafi lýst því yfir í gær að fátt annað komi til greina en að velja á framboðslista flokksins með uppstillingu hefur formleg ákvörðun um slíkt ekki verið tekin. Það er í höndum kjördæmisráðs flokksins að taka ákvörðun um fyrirkomulag við val á lista en formenn kjördæmisráða munu funda síðdegis í dag. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segist telja að fullur skilningur ríki fyrir því að farin verði þessa leið í ljósi þess hve stutt sé að öllum líkindum til kosninga, þótt „þetta sé ekki A-kostur.“ 14. október 2024 11:26
„Þetta verður alger Kleppur“ Arnar Þór Jónsson, stofnandi Lýðræðisflokksins, segir að framundan séu annasamar vikur í kjölfar ákvörðunar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra að óska eftir þingrofi með það að markmiði að halda þingkosningar í nóvember. 14. október 2024 10:02
Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. 14. október 2024 09:55