Leikið var í Cardiff og voru það heimamenn sem komust yfir þegar 36 mínútur voru liðnar af leiknum. Brotið var á Harry Wilson innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Wilson sjálfur fór á punktinn og kom Wales 1-0 yfir.
Composure from Wilson 🥶#NationsLeague pic.twitter.com/ALXaWj1M2u
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024
Reyndist það eina mark leiksins og Wales er því í 2. sæti riðilsins með 8 stig að loknum fjórum leikjum á meðan Svartfjallaland er án stiga. Tyrkland er með 10 stig og Ísland 4 stig.