#TakkEinar Ólöf Elefsen skrifar 15. október 2024 08:01 Það má alltaf finna eitthvað jákvætt við öll mál svo ég skal taka að mér að sýna ykkur það jákvæða við ræðu borgarstjórans og klappið sem hann uppskar í kjölfar hennar. Ég vil byrja á því að segja #TakkEinar fyrir falleg orð um helgina. Þessi orð urðu til þess að ég tók ákvörðun um að segja upp starfi mínu og leita nýrra tækifæra á öðrum starfsvettvangi. Starfinu sem ég varði 5 árum í að mennta mig fyrir. Starfinu sem mér hefur alltaf fundist ég vera fædd til að starfa við og hef séð fyrir mér að vinna við svo lengi sem ég lifi. Starfinu sem ég var svo spennt fyrir eftir sumarfríið að ég gat ekki beðið eftir að starfsdögunum lyki svo ég gæti hafið störf með nemendum mínum. #TakkEinar því ef það hefði ekki verið fyrir þín orð og klappinu sem fylgdi þeim, þá hefði ég sennilega haldið áfram að starfa sem kennari. Ég hefði haldið áfram að koma gjörsamlega örmagna heim eftir vinnudaginn og haft litla sem enga orku til að sinna börnunum mínum. Ég hefði haldið áfram að vinna miklu meira en 42,86 klukkustundir á viku. Ég hefði haldið áfram að gráta um mánaðamót þegar ég sæi hversu lítið ég fengi útborgað miðað við það mikla álag sem fylgir starfinu. Ég hefði haldið áfram að mæta í aukavinnuna mína, nýtt lausar stundir þar til að skipuleggja einstaklingsmiðað nám fyrir nemendur mína, en bráðum þarf ég ekki að gera neitt af þessu því ég neyðist til að finna mér nýjan starfsvettvang. #TakkEinar fyrir að benda á veikindafjarvistir starfsmanna skóla. Í dag fór ég hins vegar ekki heim vegna veikinda, heldur fór ég bara heim. Ég er því ekki viss um hvort það teljist veikindi þegar maður getur ekki sinnt starfi sínu vegna þess að tárin streyma stjórnlaust. Þau streymdu stjórnlaust eftir að ég brotnaði saman þegar ég sagði yfirmanni mínum að ég ætlaði að finna mér annan starfsvettvang. Enn og aftur, #TakkEinar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Borgarstjórn Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það má alltaf finna eitthvað jákvætt við öll mál svo ég skal taka að mér að sýna ykkur það jákvæða við ræðu borgarstjórans og klappið sem hann uppskar í kjölfar hennar. Ég vil byrja á því að segja #TakkEinar fyrir falleg orð um helgina. Þessi orð urðu til þess að ég tók ákvörðun um að segja upp starfi mínu og leita nýrra tækifæra á öðrum starfsvettvangi. Starfinu sem ég varði 5 árum í að mennta mig fyrir. Starfinu sem mér hefur alltaf fundist ég vera fædd til að starfa við og hef séð fyrir mér að vinna við svo lengi sem ég lifi. Starfinu sem ég var svo spennt fyrir eftir sumarfríið að ég gat ekki beðið eftir að starfsdögunum lyki svo ég gæti hafið störf með nemendum mínum. #TakkEinar því ef það hefði ekki verið fyrir þín orð og klappinu sem fylgdi þeim, þá hefði ég sennilega haldið áfram að starfa sem kennari. Ég hefði haldið áfram að koma gjörsamlega örmagna heim eftir vinnudaginn og haft litla sem enga orku til að sinna börnunum mínum. Ég hefði haldið áfram að vinna miklu meira en 42,86 klukkustundir á viku. Ég hefði haldið áfram að gráta um mánaðamót þegar ég sæi hversu lítið ég fengi útborgað miðað við það mikla álag sem fylgir starfinu. Ég hefði haldið áfram að mæta í aukavinnuna mína, nýtt lausar stundir þar til að skipuleggja einstaklingsmiðað nám fyrir nemendur mína, en bráðum þarf ég ekki að gera neitt af þessu því ég neyðist til að finna mér nýjan starfsvettvang. #TakkEinar fyrir að benda á veikindafjarvistir starfsmanna skóla. Í dag fór ég hins vegar ekki heim vegna veikinda, heldur fór ég bara heim. Ég er því ekki viss um hvort það teljist veikindi þegar maður getur ekki sinnt starfi sínu vegna þess að tárin streyma stjórnlaust. Þau streymdu stjórnlaust eftir að ég brotnaði saman þegar ég sagði yfirmanni mínum að ég ætlaði að finna mér annan starfsvettvang. Enn og aftur, #TakkEinar. Höfundur er kennari.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar