Fyrrum Stasímaður dæmdur fyrir fimmtíu ára gamalt morð Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2024 09:36 Naumann hylur andlit sitt í réttarsal í Berlín rétt áður en hann var dæmdur í tíu ára fangelsi í gær. AP/Sebastian Christoph Gollnow/dpa Áttræður fyrrverandi fulltrúi austurþýsku öryggislögreglunnar Stasí hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að myrða pólskan mann sem reyndi að flýja til Vestur-Berlínar fyrir hálfri öld. Maðurinn var ákærður eftir rannsókn sagnfræðinga og pólskra yfirvalda. Saksóknarar í Berlín ákærðu Martin Manfred Naumann í fyrra fyrir morðið á Czeslaw Kukuczka. Stasímaðurinn var sakaður um að hafa skotið Kukuczka í bakið á Friedrichstrasse-lestarstöðinni í Berlín árið 1974. Stöðin var einnig landamærastöð á milli Austur- og Vestur-Berlínar. Kukuczka hafði farið inn í pólska sendiráðið með skjalatösku sem hann sagði að sprengja væri í og krafðist þess að honum yrði hleypt yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. Austurþýsk stjórnvöld víggirtu landamæri Austur- og Vestur-Berlínar með rammgerðum múr, gaddavír og vopnuðum vörðum sem hikuðu ekki við að skjóta þá til bana sem reyndu að flýja helsið í kommúnistaríkinu. Hópur skólabarna varð vitni að morðinu Öryggislögreglan Stasí gaf Kukuczka, sem var þriggja barna faðir og slökkviliðsmaður, vegabréfsáritun, vesturþýsk mörk og fylgdi honum á lestarstöðina. Áður en Kukuczka komst yfir landamærin var hann skotinn í bakið. Hópur skólabarna í Vestur-Þýskalandi varð vitni að morðinu. Kona sem var í þeim hópi bar meðal annars vitni við réttarhöldin nú, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stasí eyddi öllum gögnum um málið áður en Þýskaland var sameinað árið 1990. Sagnfræðingum tókst hins vegar að hafa upp á tengdum skjölum í safni Stasí og endurheimta skjöl sem höfðu verið tætt. Pólsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur Naumann árið 2021. Naumann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Engar sannanir séu fyrir því að hann hafi myrt Kukuczka. Fjölskylda Kukuczka var aldrei greint frá örlögum hans formlega. Hún fékk ösku hans senda nokkrum vikum eftir að hann var myrtur. Þýskaland Erlend sakamál Pólland Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Saksóknarar í Berlín ákærðu Martin Manfred Naumann í fyrra fyrir morðið á Czeslaw Kukuczka. Stasímaðurinn var sakaður um að hafa skotið Kukuczka í bakið á Friedrichstrasse-lestarstöðinni í Berlín árið 1974. Stöðin var einnig landamærastöð á milli Austur- og Vestur-Berlínar. Kukuczka hafði farið inn í pólska sendiráðið með skjalatösku sem hann sagði að sprengja væri í og krafðist þess að honum yrði hleypt yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. Austurþýsk stjórnvöld víggirtu landamæri Austur- og Vestur-Berlínar með rammgerðum múr, gaddavír og vopnuðum vörðum sem hikuðu ekki við að skjóta þá til bana sem reyndu að flýja helsið í kommúnistaríkinu. Hópur skólabarna varð vitni að morðinu Öryggislögreglan Stasí gaf Kukuczka, sem var þriggja barna faðir og slökkviliðsmaður, vegabréfsáritun, vesturþýsk mörk og fylgdi honum á lestarstöðina. Áður en Kukuczka komst yfir landamærin var hann skotinn í bakið. Hópur skólabarna í Vestur-Þýskalandi varð vitni að morðinu. Kona sem var í þeim hópi bar meðal annars vitni við réttarhöldin nú, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stasí eyddi öllum gögnum um málið áður en Þýskaland var sameinað árið 1990. Sagnfræðingum tókst hins vegar að hafa upp á tengdum skjölum í safni Stasí og endurheimta skjöl sem höfðu verið tætt. Pólsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur Naumann árið 2021. Naumann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Engar sannanir séu fyrir því að hann hafi myrt Kukuczka. Fjölskylda Kukuczka var aldrei greint frá örlögum hans formlega. Hún fékk ösku hans senda nokkrum vikum eftir að hann var myrtur.
Þýskaland Erlend sakamál Pólland Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent