Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 11:56 Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hefur margoft sést á skjánum, oft í tengslum við umræðu um bandarísk stjórnmál. Vísir/Einar Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. „Mér finnst það mjög líklegt alla veganna,“ segir Silja Bára spurð hvort hún hyggist sækja um embættið, en Mannlíf greindi fyrst frá. Ekki er enn búið að auglýsa starfið en þess má vænta að það verði gert í desember. „Það er svona rúmt ár síðan fólk byrjaði að hvetja mig til þess að gera þetta,“ segir Silja Bára sem gerir fastlega ráð fyrir að sækjast eftir embættinu. „Ég ætla ekkert að neita því. Ég er að hugsa um þetta og að óbreyttu þá mun ég sækja um þetta,“ segir Silja Bára. Silja Bára hefur vikið af fundum þar sem fjallað er um ráðningu rektor til að gera sig ekki vanhæfa þar sem hún hefur hug á að sækja um embættið, en Silja Bára er aðalmaður í Háskólaráði HÍ. Rektorskjör fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní 2030 var til umfjöllunar á fundi Háskólaráðs þann 3. október. Jón Atli Benediktsson segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist láta gott heita og og muni ekki sækjast aftur eftir embættinu. „Ég er bara ánægður með þessi ár. Þetta er búinn að vera yndislegur tími og verður bara gott að fá nýtt fólk,“ segir Jón Atli. Hann gerir ráð fyrir að snúa að fullum krafti aftur til fyrri starfa við háskólann, en hann er sérfræðingur í rafmangsverkfræði og hefur aðstoðað við rannsóknarverkefni samhliða störfum rektors. Þá tekur hann þátt í undirbúningi stórrar ráðstefnu á sviði fjarkönnunar sem fram fer á Íslandi árið 2027 svo það er ýmislegt framundan hjá Jóni Atla sem kveðst enn hafa mikla ástríðu fyrir vísindastarfinu. Embættið auglýst um miðjan desember Samkvæmt lögum um opinbera háskóla skipar ráðherra rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs, en ráðið setur reglur um tilnefningu rektors og er hefð fyrir því að kjör fari fram í embættið líkt og reglur háskólans gera ráð fyrir. Háskólaráð skal auglýsa embætti rektors laust til umsóknar fyrir miðjan desember á því háskólaári sem skipunartímabili sitjandi rektors lýkur og skal umsóknarfrestur vera fjórar vikur að því er segir í reglum háskólans. Rektor er formaður háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan háskólans og utan hans. Hlutverk rektors er skýrt í lögum en hann stýrir meðal annars starfsemi háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki sér heildarstefnu í málefnum skólans. Þá ber rektor ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi háskólans. Fréttin hefur verið uppfærð. Háskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
„Mér finnst það mjög líklegt alla veganna,“ segir Silja Bára spurð hvort hún hyggist sækja um embættið, en Mannlíf greindi fyrst frá. Ekki er enn búið að auglýsa starfið en þess má vænta að það verði gert í desember. „Það er svona rúmt ár síðan fólk byrjaði að hvetja mig til þess að gera þetta,“ segir Silja Bára sem gerir fastlega ráð fyrir að sækjast eftir embættinu. „Ég ætla ekkert að neita því. Ég er að hugsa um þetta og að óbreyttu þá mun ég sækja um þetta,“ segir Silja Bára. Silja Bára hefur vikið af fundum þar sem fjallað er um ráðningu rektor til að gera sig ekki vanhæfa þar sem hún hefur hug á að sækja um embættið, en Silja Bára er aðalmaður í Háskólaráði HÍ. Rektorskjör fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní 2030 var til umfjöllunar á fundi Háskólaráðs þann 3. október. Jón Atli Benediktsson segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist láta gott heita og og muni ekki sækjast aftur eftir embættinu. „Ég er bara ánægður með þessi ár. Þetta er búinn að vera yndislegur tími og verður bara gott að fá nýtt fólk,“ segir Jón Atli. Hann gerir ráð fyrir að snúa að fullum krafti aftur til fyrri starfa við háskólann, en hann er sérfræðingur í rafmangsverkfræði og hefur aðstoðað við rannsóknarverkefni samhliða störfum rektors. Þá tekur hann þátt í undirbúningi stórrar ráðstefnu á sviði fjarkönnunar sem fram fer á Íslandi árið 2027 svo það er ýmislegt framundan hjá Jóni Atla sem kveðst enn hafa mikla ástríðu fyrir vísindastarfinu. Embættið auglýst um miðjan desember Samkvæmt lögum um opinbera háskóla skipar ráðherra rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs, en ráðið setur reglur um tilnefningu rektors og er hefð fyrir því að kjör fari fram í embættið líkt og reglur háskólans gera ráð fyrir. Háskólaráð skal auglýsa embætti rektors laust til umsóknar fyrir miðjan desember á því háskólaári sem skipunartímabili sitjandi rektors lýkur og skal umsóknarfrestur vera fjórar vikur að því er segir í reglum háskólans. Rektor er formaður háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan háskólans og utan hans. Hlutverk rektors er skýrt í lögum en hann stýrir meðal annars starfsemi háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki sér heildarstefnu í málefnum skólans. Þá ber rektor ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi háskólans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Háskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira