Mótmælendur unnu spellvirki á utanríkisráðuneytinu Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2024 11:56 Inngangur utanríkisráðuneytisins var útataður í málningu og mótmælaspjöld voru skilin þar eftir á mótmælum stuðningsfólks Palestínu í morgun. Vísir/Vilhelm Málningu var slett á inngang og stétt fyrir utan utanríkisráðuneytið við Austurbakka á mótmælum Félagsins Íslands-Palestínu í morgun. Einn mótmælandi var handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Boðað var til skyndimótmæla fyrir utan ráðuneytið á Facebook-síðu Félagsins Íslands-Palestínu í gær. Þar kom fram að krafist yrði þess að stjórnmálasambandi yrði slitið við Ísrael og að Ísland setti viðskiptaþvinganir á landið vegna ástandsins á Gasa. Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að mótmæli hafi átt sér stað við ráðuneytið um klukkan níu í morgun. Hann vísaði á lögregluna um frekari upplýsingar. „Það kom hópur þarna að utanríkisráðuneytinu og henti einhverjum rauðum lit á húsið, væntanlega matarlit,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mótmælendur með palestínska fána fryir utan utanríkisráðuneytið á Austurbakkanum í Reykjavík í morgun, þriðjudaginn 15. október 2024.Vísir/Vilhelm Mótmælandinn sem var handtekinn hafði klifrað upp á þakkant og neitaði að hlýða lögreglumönnum á vettvangi. Kristján Helgi segir aðlögreglumenn hafi klifrað upp og sótt hann. Mótmælandinn var svo fluttur á lögreglustöð. Enginn var handtekinn vegna eignarspjallanna á ráðuneytinu. Kristján Helgi segir það til skoðunar hjá lögreglunni sem þurfi nú að leggjast yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Lögreglumenn við utanríkisráðuneytið þar sem mótmælendur skvettu málningu á inngang, rúður og stétt í morgun.Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð. Utanríkismál Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Félagasamtök Reykjavík Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira
Boðað var til skyndimótmæla fyrir utan ráðuneytið á Facebook-síðu Félagsins Íslands-Palestínu í gær. Þar kom fram að krafist yrði þess að stjórnmálasambandi yrði slitið við Ísrael og að Ísland setti viðskiptaþvinganir á landið vegna ástandsins á Gasa. Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að mótmæli hafi átt sér stað við ráðuneytið um klukkan níu í morgun. Hann vísaði á lögregluna um frekari upplýsingar. „Það kom hópur þarna að utanríkisráðuneytinu og henti einhverjum rauðum lit á húsið, væntanlega matarlit,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mótmælendur með palestínska fána fryir utan utanríkisráðuneytið á Austurbakkanum í Reykjavík í morgun, þriðjudaginn 15. október 2024.Vísir/Vilhelm Mótmælandinn sem var handtekinn hafði klifrað upp á þakkant og neitaði að hlýða lögreglumönnum á vettvangi. Kristján Helgi segir aðlögreglumenn hafi klifrað upp og sótt hann. Mótmælandinn var svo fluttur á lögreglustöð. Enginn var handtekinn vegna eignarspjallanna á ráðuneytinu. Kristján Helgi segir það til skoðunar hjá lögreglunni sem þurfi nú að leggjast yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Lögreglumenn við utanríkisráðuneytið þar sem mótmælendur skvettu málningu á inngang, rúður og stétt í morgun.Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð.
Utanríkismál Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Félagasamtök Reykjavík Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira