„Æðislegt að sjá svona marga Íslendinga sem halda með okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. október 2024 22:45 Guðjón Valur og lærisveinar hans í Gummersbach voru miskunnarlausir. vísir / anton brink „Við fengum tækifæri og nýttum það en ég held að þetta séu miklu stærri úrslit en hefðu þurft að vera, FH-ingar eru þó nokkuð betri en þeir sýndu í kvöld,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, umkringdur íslenskum Gummersbach aðdáendum eftir nítján marka stórsigur gegn FH. Lokatölur 21-40 í Kaplakrika. Fyrir leik gerðu margir ráð fyrir sigri Gummersbach, ógnarsterks liðs í þýsku úrvalsdeildinni. Sigurinn varð þó töluvert stærri en flestum hafði órað. Hvað útskýrir þennan mikla mun milli liðanna í kvöld? „Við stóðum bara mjög vel í vörninni, bæði 5-1 vörninni og 6-0 vörninni, markmennirnir okkar báðir frábærir. Svo tókst okkur að halda okkar tempói nokkuð háu, gerðum varla tæknifeil og nýttum færin okkar vel. Ég held að það sé bara þessi klisja, stóðum vel í vörn og unnum bolta sem sáði kannski smá óöryggi hjá ungum FH-ingum,“ sagði Guðjón um stærð sigursins en nýtti tækifærið til að valdefla FH-ingana aðeins. „Mjög efnilegt og skemmtilegt lið sem FH er að byggja upp. Er þeir nota það rétt, ungu strákarnir, þá gæti þetta verið bara besti dagurinn þeirra því þeir kunna allir að spila handbolta og rúmlega það en vantar kannski smá upp á líkamsstyrkinn, sem eðlilegt er.“ Besti dagurinn þeirra segir hann og var beðinn um að útskýra það nánar, hvort tapið í kvöld sé reynsla sem FH gæti dregið lærdóm af? „Já, sérstaklega þessir ungu. Mér finnst FH með skemmtilega blöndu af eldri og reynslumeiri og ungum og efnilegum. Getum tekið Einar og Sindra sem dæmi, bara til að taka tvo. Það eru spennandi tímar hérna framundan og við tókum þessu verkefni mjög alvarlega.“ Ótal bláklæddra Íslendinga á svæðinu Viðtalið var tekið úti á velli fljótlega eftir leik, undirritaður þurfti þó að standa lengi í röð til að komast að Guðjóni sem sinnti myndatökum og áritaði treyjur hjá tugum, ef ekki á annað hundrað, íslenskra Gummersbach-aðdáenda. Þeir voru þó ekki allir komnir hans vegna. „Það er Elliði og það er Teitur, fjölskyldan hjá honum Arnóri Óskarssyni sem var hjá okkur í fyrra. Æðislegt að sjá svona marga Íslendinga sem halda með okkur. Það kom fullt af fólki frá Vestmannaeyjum [heimabæ Elliða]. Við erum mjög stoltir og ánægðir að hafa fengið þennan stuðning. Þakklátir og glaðir líka að hafa fengið að taka þátt í þessum viðburði.“ Evrópudeild karla í handbolta Þýski handboltinn FH Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Fyrir leik gerðu margir ráð fyrir sigri Gummersbach, ógnarsterks liðs í þýsku úrvalsdeildinni. Sigurinn varð þó töluvert stærri en flestum hafði órað. Hvað útskýrir þennan mikla mun milli liðanna í kvöld? „Við stóðum bara mjög vel í vörninni, bæði 5-1 vörninni og 6-0 vörninni, markmennirnir okkar báðir frábærir. Svo tókst okkur að halda okkar tempói nokkuð háu, gerðum varla tæknifeil og nýttum færin okkar vel. Ég held að það sé bara þessi klisja, stóðum vel í vörn og unnum bolta sem sáði kannski smá óöryggi hjá ungum FH-ingum,“ sagði Guðjón um stærð sigursins en nýtti tækifærið til að valdefla FH-ingana aðeins. „Mjög efnilegt og skemmtilegt lið sem FH er að byggja upp. Er þeir nota það rétt, ungu strákarnir, þá gæti þetta verið bara besti dagurinn þeirra því þeir kunna allir að spila handbolta og rúmlega það en vantar kannski smá upp á líkamsstyrkinn, sem eðlilegt er.“ Besti dagurinn þeirra segir hann og var beðinn um að útskýra það nánar, hvort tapið í kvöld sé reynsla sem FH gæti dregið lærdóm af? „Já, sérstaklega þessir ungu. Mér finnst FH með skemmtilega blöndu af eldri og reynslumeiri og ungum og efnilegum. Getum tekið Einar og Sindra sem dæmi, bara til að taka tvo. Það eru spennandi tímar hérna framundan og við tókum þessu verkefni mjög alvarlega.“ Ótal bláklæddra Íslendinga á svæðinu Viðtalið var tekið úti á velli fljótlega eftir leik, undirritaður þurfti þó að standa lengi í röð til að komast að Guðjóni sem sinnti myndatökum og áritaði treyjur hjá tugum, ef ekki á annað hundrað, íslenskra Gummersbach-aðdáenda. Þeir voru þó ekki allir komnir hans vegna. „Það er Elliði og það er Teitur, fjölskyldan hjá honum Arnóri Óskarssyni sem var hjá okkur í fyrra. Æðislegt að sjá svona marga Íslendinga sem halda með okkur. Það kom fullt af fólki frá Vestmannaeyjum [heimabæ Elliða]. Við erum mjög stoltir og ánægðir að hafa fengið þennan stuðning. Þakklátir og glaðir líka að hafa fengið að taka þátt í þessum viðburði.“
Evrópudeild karla í handbolta Þýski handboltinn FH Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira