Fyrirtækin greiða ekki virðisaukaskatt Friðrik Árnason skrifar 16. október 2024 07:32 Það er makalaust að heyra hvernig sumir stjórnmálamenn og nú síðast forseti ASÍ tala af fákunnáttu um ýmsa skatta og gjöld eins og t.d. virðisaukaskatt (VSK), sérstaklega þegar talað er um útflutningsgrein eins og ferðaþjónustu. Maður heyrir því fleygt fram að ferðaþjónustan sé á einhverjum afslætti, sérkjörum eða ívilnun þegar kemur að virðisaukaskatti þar sem hún er í neðra þrepi VSK en þá gleymist yfirleitt að ferðaþjónustan er útflutningsgrein líkt og sjávarútvegurinn sem stendur yfirhöfuð ekki skil á VSK, þetta er yfirleitt ekki nefnt í umræðunni. Hvernig virkar VSK? Virðisaukaskattur er neysluskattur sem leggst á verðmæti vöru eða þjónustu á hverju stigi framleiðslu og sölu. Þegar fyrirtæki selur vöru eða þjónustu innheimtir það VSK frá viðskiptavininum og sendir hann til ríkisins. Fyrirtæki geta þó dregið frá þann VSK sem þau hafa greitt þegar þau keyptu vörur eða þjónustu fyrir eigin rekstur – þetta kallast „innskattur“. Hver borgar þá VSK? Það er algengur misskilningur að fyrirtæki greiði VSK af vörum og þjónustu sem þau selja. Raunveruleikinn er sá að það eru neytendur sem bera kostnaðinn af virðisaukaskattinum, ekki fyrirtækin sjálf. Hlutverk fyrirtækja er að innheimta VSK fyrir hönd ríkisins og greiða hann áfram, en þau taka hann ekki beint úr eigin vasa. Þetta er mikilvægt að skilja þegar talað er um áhrif VSK á rekstur fyrirtækja og verðlagningu. Lægra VSK-þrep er ákvörðun stjórnvalda sem ætlað er að styðja ákveðnar atvinnugreinar eða þjónustu þar sem verðhækkanir af fullu VSK-þrepi myndu hafa of mikil neikvæð áhrif á eftirspurn. Þetta er því ekki afsláttur til ferðaþjónustunnar, heldur úrræði sem tryggir að þjónustan sé aðgengileg neytendum á samkeppnishæfu verði. Hægt er að bera þetta saman við aðrar greinar eins og matvöruverslun og ýmsa menningarstarfsemi sem einnig eru á lægra VSK-þrepi. Af hverju skiptir þetta máli? Þessi skilningur er sérstaklega mikilvægur þegar fólk er að ræða hækkanir á virðisaukaskatti eða afnám skatta á tilteknum vörum eða þjónustu. Þegar stjórnvöld lækka eða hækka VSK hefur það áhrif á endanlegt verð til neytenda, en fyrirtækin sjálf hafa oft litla möguleika á að hafa áhrif á þann þátt nema í gegnum verðlagningu. Þetta er líka ástæða þess að fyrirtæki bjóða stundum „VSK-frí“ afsláttartilboð – þau draga einungis virðisaukaskattinn af lokaverðinu, en greiða hann samt áfram til ríkisins. Í stuttu máli, fyrirtæki greiða ekki virðisaukaskatt í hefðbundnum skilningi – það eru neytendur sem bera byrðina. Fyrirtæki eru aðeins ábyrg fyrir innheimtu og skilum VSK fyrir hönd ríkisins, og það er mikilvægt að halda þessum mun á lofti þegar rætt er um skattkerfi og áhrif þess á fyrirtæki og neytendur. Þá er sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn og forystumenn verkalýðsfélaga geri sér grein fyrir þessu þegar þeir ræða útflutningsgreinar eins og ferðaþjónustuna, sem er í harðri alþjóðlegri samkeppni um ferðamenn. Niðurstaða Að lokum vil ég hvetja forseta ASÍ, stjórnmálamenn og aðra sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar létu gera um möguleg áhrif hækkunar á VSK á ferðaþjónustu hér á landi. Til að gera langa sögu stutta þá er niðurstaða þeirra skýrslu sú að möguleg hækkun myndi minnka veltu í ferðaþjónustu og veikja samkeppnisstöðu greinarinnar. Þá myndi það draga úr vergri landsframleiðslu og auka opinberar skatttekjur mun minna en sem nemur hækkun virðisaukaskatts-hlutfallsins. Þetta myndi lækka gengi og hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári. Er það raunverulega það sem við sem samfélag viljum? Það er mikilvægt að byggja umræðuna um ferðaþjónustuna á gögnum og staðreyndum. Höfundur er eigandi af Hótel Breiðdalsvík á Austurlandi og rekið hefur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi sl. 33 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Það er makalaust að heyra hvernig sumir stjórnmálamenn og nú síðast forseti ASÍ tala af fákunnáttu um ýmsa skatta og gjöld eins og t.d. virðisaukaskatt (VSK), sérstaklega þegar talað er um útflutningsgrein eins og ferðaþjónustu. Maður heyrir því fleygt fram að ferðaþjónustan sé á einhverjum afslætti, sérkjörum eða ívilnun þegar kemur að virðisaukaskatti þar sem hún er í neðra þrepi VSK en þá gleymist yfirleitt að ferðaþjónustan er útflutningsgrein líkt og sjávarútvegurinn sem stendur yfirhöfuð ekki skil á VSK, þetta er yfirleitt ekki nefnt í umræðunni. Hvernig virkar VSK? Virðisaukaskattur er neysluskattur sem leggst á verðmæti vöru eða þjónustu á hverju stigi framleiðslu og sölu. Þegar fyrirtæki selur vöru eða þjónustu innheimtir það VSK frá viðskiptavininum og sendir hann til ríkisins. Fyrirtæki geta þó dregið frá þann VSK sem þau hafa greitt þegar þau keyptu vörur eða þjónustu fyrir eigin rekstur – þetta kallast „innskattur“. Hver borgar þá VSK? Það er algengur misskilningur að fyrirtæki greiði VSK af vörum og þjónustu sem þau selja. Raunveruleikinn er sá að það eru neytendur sem bera kostnaðinn af virðisaukaskattinum, ekki fyrirtækin sjálf. Hlutverk fyrirtækja er að innheimta VSK fyrir hönd ríkisins og greiða hann áfram, en þau taka hann ekki beint úr eigin vasa. Þetta er mikilvægt að skilja þegar talað er um áhrif VSK á rekstur fyrirtækja og verðlagningu. Lægra VSK-þrep er ákvörðun stjórnvalda sem ætlað er að styðja ákveðnar atvinnugreinar eða þjónustu þar sem verðhækkanir af fullu VSK-þrepi myndu hafa of mikil neikvæð áhrif á eftirspurn. Þetta er því ekki afsláttur til ferðaþjónustunnar, heldur úrræði sem tryggir að þjónustan sé aðgengileg neytendum á samkeppnishæfu verði. Hægt er að bera þetta saman við aðrar greinar eins og matvöruverslun og ýmsa menningarstarfsemi sem einnig eru á lægra VSK-þrepi. Af hverju skiptir þetta máli? Þessi skilningur er sérstaklega mikilvægur þegar fólk er að ræða hækkanir á virðisaukaskatti eða afnám skatta á tilteknum vörum eða þjónustu. Þegar stjórnvöld lækka eða hækka VSK hefur það áhrif á endanlegt verð til neytenda, en fyrirtækin sjálf hafa oft litla möguleika á að hafa áhrif á þann þátt nema í gegnum verðlagningu. Þetta er líka ástæða þess að fyrirtæki bjóða stundum „VSK-frí“ afsláttartilboð – þau draga einungis virðisaukaskattinn af lokaverðinu, en greiða hann samt áfram til ríkisins. Í stuttu máli, fyrirtæki greiða ekki virðisaukaskatt í hefðbundnum skilningi – það eru neytendur sem bera byrðina. Fyrirtæki eru aðeins ábyrg fyrir innheimtu og skilum VSK fyrir hönd ríkisins, og það er mikilvægt að halda þessum mun á lofti þegar rætt er um skattkerfi og áhrif þess á fyrirtæki og neytendur. Þá er sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn og forystumenn verkalýðsfélaga geri sér grein fyrir þessu þegar þeir ræða útflutningsgreinar eins og ferðaþjónustuna, sem er í harðri alþjóðlegri samkeppni um ferðamenn. Niðurstaða Að lokum vil ég hvetja forseta ASÍ, stjórnmálamenn og aðra sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar létu gera um möguleg áhrif hækkunar á VSK á ferðaþjónustu hér á landi. Til að gera langa sögu stutta þá er niðurstaða þeirra skýrslu sú að möguleg hækkun myndi minnka veltu í ferðaþjónustu og veikja samkeppnisstöðu greinarinnar. Þá myndi það draga úr vergri landsframleiðslu og auka opinberar skatttekjur mun minna en sem nemur hækkun virðisaukaskatts-hlutfallsins. Þetta myndi lækka gengi og hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári. Er það raunverulega það sem við sem samfélag viljum? Það er mikilvægt að byggja umræðuna um ferðaþjónustuna á gögnum og staðreyndum. Höfundur er eigandi af Hótel Breiðdalsvík á Austurlandi og rekið hefur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi sl. 33 ár.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun