Fyrirtækin greiða ekki virðisaukaskatt Friðrik Árnason skrifar 16. október 2024 07:32 Það er makalaust að heyra hvernig sumir stjórnmálamenn og nú síðast forseti ASÍ tala af fákunnáttu um ýmsa skatta og gjöld eins og t.d. virðisaukaskatt (VSK), sérstaklega þegar talað er um útflutningsgrein eins og ferðaþjónustu. Maður heyrir því fleygt fram að ferðaþjónustan sé á einhverjum afslætti, sérkjörum eða ívilnun þegar kemur að virðisaukaskatti þar sem hún er í neðra þrepi VSK en þá gleymist yfirleitt að ferðaþjónustan er útflutningsgrein líkt og sjávarútvegurinn sem stendur yfirhöfuð ekki skil á VSK, þetta er yfirleitt ekki nefnt í umræðunni. Hvernig virkar VSK? Virðisaukaskattur er neysluskattur sem leggst á verðmæti vöru eða þjónustu á hverju stigi framleiðslu og sölu. Þegar fyrirtæki selur vöru eða þjónustu innheimtir það VSK frá viðskiptavininum og sendir hann til ríkisins. Fyrirtæki geta þó dregið frá þann VSK sem þau hafa greitt þegar þau keyptu vörur eða þjónustu fyrir eigin rekstur – þetta kallast „innskattur“. Hver borgar þá VSK? Það er algengur misskilningur að fyrirtæki greiði VSK af vörum og þjónustu sem þau selja. Raunveruleikinn er sá að það eru neytendur sem bera kostnaðinn af virðisaukaskattinum, ekki fyrirtækin sjálf. Hlutverk fyrirtækja er að innheimta VSK fyrir hönd ríkisins og greiða hann áfram, en þau taka hann ekki beint úr eigin vasa. Þetta er mikilvægt að skilja þegar talað er um áhrif VSK á rekstur fyrirtækja og verðlagningu. Lægra VSK-þrep er ákvörðun stjórnvalda sem ætlað er að styðja ákveðnar atvinnugreinar eða þjónustu þar sem verðhækkanir af fullu VSK-þrepi myndu hafa of mikil neikvæð áhrif á eftirspurn. Þetta er því ekki afsláttur til ferðaþjónustunnar, heldur úrræði sem tryggir að þjónustan sé aðgengileg neytendum á samkeppnishæfu verði. Hægt er að bera þetta saman við aðrar greinar eins og matvöruverslun og ýmsa menningarstarfsemi sem einnig eru á lægra VSK-þrepi. Af hverju skiptir þetta máli? Þessi skilningur er sérstaklega mikilvægur þegar fólk er að ræða hækkanir á virðisaukaskatti eða afnám skatta á tilteknum vörum eða þjónustu. Þegar stjórnvöld lækka eða hækka VSK hefur það áhrif á endanlegt verð til neytenda, en fyrirtækin sjálf hafa oft litla möguleika á að hafa áhrif á þann þátt nema í gegnum verðlagningu. Þetta er líka ástæða þess að fyrirtæki bjóða stundum „VSK-frí“ afsláttartilboð – þau draga einungis virðisaukaskattinn af lokaverðinu, en greiða hann samt áfram til ríkisins. Í stuttu máli, fyrirtæki greiða ekki virðisaukaskatt í hefðbundnum skilningi – það eru neytendur sem bera byrðina. Fyrirtæki eru aðeins ábyrg fyrir innheimtu og skilum VSK fyrir hönd ríkisins, og það er mikilvægt að halda þessum mun á lofti þegar rætt er um skattkerfi og áhrif þess á fyrirtæki og neytendur. Þá er sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn og forystumenn verkalýðsfélaga geri sér grein fyrir þessu þegar þeir ræða útflutningsgreinar eins og ferðaþjónustuna, sem er í harðri alþjóðlegri samkeppni um ferðamenn. Niðurstaða Að lokum vil ég hvetja forseta ASÍ, stjórnmálamenn og aðra sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar létu gera um möguleg áhrif hækkunar á VSK á ferðaþjónustu hér á landi. Til að gera langa sögu stutta þá er niðurstaða þeirra skýrslu sú að möguleg hækkun myndi minnka veltu í ferðaþjónustu og veikja samkeppnisstöðu greinarinnar. Þá myndi það draga úr vergri landsframleiðslu og auka opinberar skatttekjur mun minna en sem nemur hækkun virðisaukaskatts-hlutfallsins. Þetta myndi lækka gengi og hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári. Er það raunverulega það sem við sem samfélag viljum? Það er mikilvægt að byggja umræðuna um ferðaþjónustuna á gögnum og staðreyndum. Höfundur er eigandi af Hótel Breiðdalsvík á Austurlandi og rekið hefur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi sl. 33 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er makalaust að heyra hvernig sumir stjórnmálamenn og nú síðast forseti ASÍ tala af fákunnáttu um ýmsa skatta og gjöld eins og t.d. virðisaukaskatt (VSK), sérstaklega þegar talað er um útflutningsgrein eins og ferðaþjónustu. Maður heyrir því fleygt fram að ferðaþjónustan sé á einhverjum afslætti, sérkjörum eða ívilnun þegar kemur að virðisaukaskatti þar sem hún er í neðra þrepi VSK en þá gleymist yfirleitt að ferðaþjónustan er útflutningsgrein líkt og sjávarútvegurinn sem stendur yfirhöfuð ekki skil á VSK, þetta er yfirleitt ekki nefnt í umræðunni. Hvernig virkar VSK? Virðisaukaskattur er neysluskattur sem leggst á verðmæti vöru eða þjónustu á hverju stigi framleiðslu og sölu. Þegar fyrirtæki selur vöru eða þjónustu innheimtir það VSK frá viðskiptavininum og sendir hann til ríkisins. Fyrirtæki geta þó dregið frá þann VSK sem þau hafa greitt þegar þau keyptu vörur eða þjónustu fyrir eigin rekstur – þetta kallast „innskattur“. Hver borgar þá VSK? Það er algengur misskilningur að fyrirtæki greiði VSK af vörum og þjónustu sem þau selja. Raunveruleikinn er sá að það eru neytendur sem bera kostnaðinn af virðisaukaskattinum, ekki fyrirtækin sjálf. Hlutverk fyrirtækja er að innheimta VSK fyrir hönd ríkisins og greiða hann áfram, en þau taka hann ekki beint úr eigin vasa. Þetta er mikilvægt að skilja þegar talað er um áhrif VSK á rekstur fyrirtækja og verðlagningu. Lægra VSK-þrep er ákvörðun stjórnvalda sem ætlað er að styðja ákveðnar atvinnugreinar eða þjónustu þar sem verðhækkanir af fullu VSK-þrepi myndu hafa of mikil neikvæð áhrif á eftirspurn. Þetta er því ekki afsláttur til ferðaþjónustunnar, heldur úrræði sem tryggir að þjónustan sé aðgengileg neytendum á samkeppnishæfu verði. Hægt er að bera þetta saman við aðrar greinar eins og matvöruverslun og ýmsa menningarstarfsemi sem einnig eru á lægra VSK-þrepi. Af hverju skiptir þetta máli? Þessi skilningur er sérstaklega mikilvægur þegar fólk er að ræða hækkanir á virðisaukaskatti eða afnám skatta á tilteknum vörum eða þjónustu. Þegar stjórnvöld lækka eða hækka VSK hefur það áhrif á endanlegt verð til neytenda, en fyrirtækin sjálf hafa oft litla möguleika á að hafa áhrif á þann þátt nema í gegnum verðlagningu. Þetta er líka ástæða þess að fyrirtæki bjóða stundum „VSK-frí“ afsláttartilboð – þau draga einungis virðisaukaskattinn af lokaverðinu, en greiða hann samt áfram til ríkisins. Í stuttu máli, fyrirtæki greiða ekki virðisaukaskatt í hefðbundnum skilningi – það eru neytendur sem bera byrðina. Fyrirtæki eru aðeins ábyrg fyrir innheimtu og skilum VSK fyrir hönd ríkisins, og það er mikilvægt að halda þessum mun á lofti þegar rætt er um skattkerfi og áhrif þess á fyrirtæki og neytendur. Þá er sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn og forystumenn verkalýðsfélaga geri sér grein fyrir þessu þegar þeir ræða útflutningsgreinar eins og ferðaþjónustuna, sem er í harðri alþjóðlegri samkeppni um ferðamenn. Niðurstaða Að lokum vil ég hvetja forseta ASÍ, stjórnmálamenn og aðra sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar létu gera um möguleg áhrif hækkunar á VSK á ferðaþjónustu hér á landi. Til að gera langa sögu stutta þá er niðurstaða þeirra skýrslu sú að möguleg hækkun myndi minnka veltu í ferðaþjónustu og veikja samkeppnisstöðu greinarinnar. Þá myndi það draga úr vergri landsframleiðslu og auka opinberar skatttekjur mun minna en sem nemur hækkun virðisaukaskatts-hlutfallsins. Þetta myndi lækka gengi og hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári. Er það raunverulega það sem við sem samfélag viljum? Það er mikilvægt að byggja umræðuna um ferðaþjónustuna á gögnum og staðreyndum. Höfundur er eigandi af Hótel Breiðdalsvík á Austurlandi og rekið hefur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi sl. 33 ár.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun