Skora á Alþingi að axla ábyrgð og greiða fyrir nýrri Ölfusárbrú Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2024 07:07 Nefndin segir umferðartafir við gömlu brúna ógna öryggi. Vísir/Vilhelm Héraðsnefnd Árnesinga skorar á Alþingi að axla ábyrgð og leysa úr þeim hnökrum sem upp hafa komið vegna fjármögnunar nýrrar brúar yfir Ölfusá. Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar, sem hittist á haustfundi í vikunni. Héraðsnefnd Árnesinga er byggðasamlag allra sveitarfélaga Árnessýslu; Árborgar, Bláskógarbyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Hveragerðis, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ölfuss. Í ályktuninni segir að íbúar Suðurlands og aðrir sem leggja leið sína um Selfoss geti ekki öllu lengur búið við þær umferðartafir sem séu meira og minna orðna viðvarandi við gömlu brúna og þá sérstaklega á álagstímum. „Sérstaklega er bent á þá staðreynd að viðbragðstími viðbragðsaðila eins og sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu lengist umtalsvert við slíkar aðstæður sem er mjög alvarlegt þegar litið er til öryggis íbúa og vegfarenda þar sem hver mínúta getur skipt sköpum um hvort það tekst að bjarga mannslífum og verðmætum eða ekki,“ segir í ályktuninni. Tími áætlunargerða sé liðinn og tími framkvæmda runninn upp. Héraðsnefnd Árnesinga. Ályktunin í heild: „Héraðsnefnd Árnesinga skorar hér með á Alþingi Íslendinga að axla ábyrgð og leysa úr þeim hnökrum sem upp hafa komið vegna fjármögnunar við byggingu á nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss. Héraðsnefnd Árnesinga minnir á að framkvæmdin á að greiðast með gjaldtöku notenda en ekki af fjármunum samgönguáætlunar og því óháð þeirri fjármögnun og forgangsröðun. Íbúar Suðurlands ásamt öllum þeim sem leið sína leggja um Selfoss geta ekki öllu lengur búið við umferðatafir þær sem eru meira og minna orðnar viðvarandi um gömlu Ölfusárbrúnna við Selfoss og eru sérstaklega íþyngjandi á álagstímum. Sérstaklega er bent á þá staðreynd að viðbragðstími viðbragðsaðila eins og sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu lengist umtalsvert við slíkar aðstæður sem er mjög alvarlegt þegar litið er til öryggis íbúa og vegfarenda þar sem hver mínúta getur skipt sköpum um hvort það tekst að bjarga mannslífum og verðmætum eða ekki. Tími áætlunargerða, mati á mögulegum brúarstæðum og legu Hringvegarins er liðinn. Tími framkvæmda er runninn upp.“ Ný Ölfusárbrú Ölfus Árborg Samgöngur Alþingi Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar, sem hittist á haustfundi í vikunni. Héraðsnefnd Árnesinga er byggðasamlag allra sveitarfélaga Árnessýslu; Árborgar, Bláskógarbyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Hveragerðis, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ölfuss. Í ályktuninni segir að íbúar Suðurlands og aðrir sem leggja leið sína um Selfoss geti ekki öllu lengur búið við þær umferðartafir sem séu meira og minna orðna viðvarandi við gömlu brúna og þá sérstaklega á álagstímum. „Sérstaklega er bent á þá staðreynd að viðbragðstími viðbragðsaðila eins og sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu lengist umtalsvert við slíkar aðstæður sem er mjög alvarlegt þegar litið er til öryggis íbúa og vegfarenda þar sem hver mínúta getur skipt sköpum um hvort það tekst að bjarga mannslífum og verðmætum eða ekki,“ segir í ályktuninni. Tími áætlunargerða sé liðinn og tími framkvæmda runninn upp. Héraðsnefnd Árnesinga. Ályktunin í heild: „Héraðsnefnd Árnesinga skorar hér með á Alþingi Íslendinga að axla ábyrgð og leysa úr þeim hnökrum sem upp hafa komið vegna fjármögnunar við byggingu á nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss. Héraðsnefnd Árnesinga minnir á að framkvæmdin á að greiðast með gjaldtöku notenda en ekki af fjármunum samgönguáætlunar og því óháð þeirri fjármögnun og forgangsröðun. Íbúar Suðurlands ásamt öllum þeim sem leið sína leggja um Selfoss geta ekki öllu lengur búið við umferðatafir þær sem eru meira og minna orðnar viðvarandi um gömlu Ölfusárbrúnna við Selfoss og eru sérstaklega íþyngjandi á álagstímum. Sérstaklega er bent á þá staðreynd að viðbragðstími viðbragðsaðila eins og sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu lengist umtalsvert við slíkar aðstæður sem er mjög alvarlegt þegar litið er til öryggis íbúa og vegfarenda þar sem hver mínúta getur skipt sköpum um hvort það tekst að bjarga mannslífum og verðmætum eða ekki. Tími áætlunargerða, mati á mögulegum brúarstæðum og legu Hringvegarins er liðinn. Tími framkvæmda er runninn upp.“
Ný Ölfusárbrú Ölfus Árborg Samgöngur Alþingi Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira