Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. október 2024 12:18 Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. Starfsmenn flugfélagsins Play komu saman á sérstökum fundi klukkan tíu í dag til að bregðast við nýjustu vendingum hjá félaginu sem voru tilkynntar í gær. Flugfélagið mun gera umfangsmiklar breytingar á rekstri sínum en vélum og starfsfólki verður fækkað og umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu er hafið. Félagið dregur verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma verður aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Þrjár til fjórar vélar verði því nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur. Komi ekki á óvart Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og ráðgjafi með áratugareynslu úr heimi flugferða, segir í samtali við fréttastofu að útspil Play komi honum ekki á óvart og að þetta sé augljóslega gert til að reyna bjarga rekstri félagsins. „Það er alveg augljóst mál að félagið er búið að vera tapa peningum og eigendur hafa þurft að setja peninga inn. Ef ég skil upplýsingar þeirra rétt þá er afkoman á þessu ári verri en þeir ætluðu og þá segir það sig sjálft að þá eflaust þarf að bæta við meira fjármagni. Þannig þeir hljóta að vera stilla upp í rekstrarmódel sem að myndi vera þannig að það væri hægt að biðja eigendur um að koma að.“ Óneitanlega annað en lagt var upp með Jón segir erfitt að segja til um hvort að breytingarnar verði til þess að bjarga rekstrinum en ítrekar að hann vonist til þess að um heillaskref sé að ræða fyrir flugfélagið. „Íslensk flugrekstrarfyrirtæki snúast um tvennt, annars vegar leiðarkerfisfélög eins og Icelandair hefur verið og margir hafa reynt. WOW og svo Play byrja á því að reyna vera þessi félög sem fljúga til og frá Íslandi og svo áfram til Ameríku með tengifarþega. Þetta getur verið erfiður og dýr markaður að fara inn á. Það hefur verið mjög árangursríkur rekstur hjá mörgum félögum sem eru íslensk sem hafa farið í þetta. Sem eru með blandaðan markað og leigumarkað og hafa verið að gera góða hluti á erlendum mörkuðum. Það eru eflaust tækifæri í því en það er óneitanlega aðeins annað en lagt var upp með þar sem þetta átti upphaflega að vera leiðarkefisflugfélag.“ Erfitt að segja hvort ráðist verði í uppsagnir Forstjóri Play sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann vonist til þess að fækkun á starfsfólki eigi sér stað með náttúrulegri starfsmannaveltu. Jón tekur fram að tíminn muni leiða í ljós hvernig það fari fram. „Það kom nú ekki alveg skýrt fram um hvaða tímasetningar væri að ræða. Það kom fram að þetta myndi taka einhvern tíma. Eðlileg starfsmannavelta væri þá að ráða aðra inn í staðinn eða hvort það þurfi að verða einhverjar leiðinlegar uppsagnir. Það er bara mjög erfitt að segja til um það. Það fer allt eftir hvaða tímaramma er verið að tala um.“ Gengi Play hefur fallið um tæplega 22 prósent það sem af er degi. Play Fréttir af flugi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Starfsmenn flugfélagsins Play komu saman á sérstökum fundi klukkan tíu í dag til að bregðast við nýjustu vendingum hjá félaginu sem voru tilkynntar í gær. Flugfélagið mun gera umfangsmiklar breytingar á rekstri sínum en vélum og starfsfólki verður fækkað og umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu er hafið. Félagið dregur verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma verður aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Þrjár til fjórar vélar verði því nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur. Komi ekki á óvart Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og ráðgjafi með áratugareynslu úr heimi flugferða, segir í samtali við fréttastofu að útspil Play komi honum ekki á óvart og að þetta sé augljóslega gert til að reyna bjarga rekstri félagsins. „Það er alveg augljóst mál að félagið er búið að vera tapa peningum og eigendur hafa þurft að setja peninga inn. Ef ég skil upplýsingar þeirra rétt þá er afkoman á þessu ári verri en þeir ætluðu og þá segir það sig sjálft að þá eflaust þarf að bæta við meira fjármagni. Þannig þeir hljóta að vera stilla upp í rekstrarmódel sem að myndi vera þannig að það væri hægt að biðja eigendur um að koma að.“ Óneitanlega annað en lagt var upp með Jón segir erfitt að segja til um hvort að breytingarnar verði til þess að bjarga rekstrinum en ítrekar að hann vonist til þess að um heillaskref sé að ræða fyrir flugfélagið. „Íslensk flugrekstrarfyrirtæki snúast um tvennt, annars vegar leiðarkerfisfélög eins og Icelandair hefur verið og margir hafa reynt. WOW og svo Play byrja á því að reyna vera þessi félög sem fljúga til og frá Íslandi og svo áfram til Ameríku með tengifarþega. Þetta getur verið erfiður og dýr markaður að fara inn á. Það hefur verið mjög árangursríkur rekstur hjá mörgum félögum sem eru íslensk sem hafa farið í þetta. Sem eru með blandaðan markað og leigumarkað og hafa verið að gera góða hluti á erlendum mörkuðum. Það eru eflaust tækifæri í því en það er óneitanlega aðeins annað en lagt var upp með þar sem þetta átti upphaflega að vera leiðarkefisflugfélag.“ Erfitt að segja hvort ráðist verði í uppsagnir Forstjóri Play sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann vonist til þess að fækkun á starfsfólki eigi sér stað með náttúrulegri starfsmannaveltu. Jón tekur fram að tíminn muni leiða í ljós hvernig það fari fram. „Það kom nú ekki alveg skýrt fram um hvaða tímasetningar væri að ræða. Það kom fram að þetta myndi taka einhvern tíma. Eðlileg starfsmannavelta væri þá að ráða aðra inn í staðinn eða hvort það þurfi að verða einhverjar leiðinlegar uppsagnir. Það er bara mjög erfitt að segja til um það. Það fer allt eftir hvaða tímaramma er verið að tala um.“ Gengi Play hefur fallið um tæplega 22 prósent það sem af er degi.
Play Fréttir af flugi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira