Kennarar í MR samþykkja verkfall Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 13:52 Meirihluti kennara samþykkti að fara í verkfall sem hefst 11. nóvember nái kennarar ekki að semja fyrir þann tíma. Vísir/Vilhelm Niðurstaða atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í Menntaskólanum í Reykjavík liggur fyrir. Mikill meirihluti styður boðun verkfalls. Þar með hafa verið boðaðar aðgerðir í tíu skólum í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandinu. Þar kemur fram að yfirgnæfandi meirihluti kennara í Menntaskólanum í Reykjavík (MR) hafi samþykkt að boða verkfall 11. nóvember næstkomandi, hafi samningar ekki náðst. Öll aðildarfélög Kennarasambandsins eru án kjarasamnings. Framhaldsskólafélögin tvö, FF og FS, hafa verið án samnings síðan 31. mars síðastliðinn. Grunnskólafélögin tvö, FG og SÍ, leikskólafélögin tvö, FL og FSL, og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum hafa verið án samnings síðan 31. maí síðastliðinn. MR er annar framhaldsskólinn sem boðar til verkfalls en Fjölbrautaskóli Suðurlands samþykkti verkfallsboðun í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla hófst í MR klukkan 11 í fyrradag og lauk klukkan 11 í dag. Kjörsókn var 93 prósent, já sagði 81 prósent. Þar með hafa félagsmenn Kennarasambandsins í tíu skólum samþykkt verkfallsaðgerðir í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Kærðu verkföllin til Félagsdóms Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynnti í gær að þau væru búin að stefna Kennarasambandinu fyrir Félagsdóm vegna yfirvofandi verkfalla. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni. Formaður Kennarasambandsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær það engin áhrif hafa á boðið verkföll. „Það að menn velji að fara þessa leið, að skoða einhvers konar formgallakæru, hefur ekki áhrif á verkföllin. Það sem hefur áhrif á þau er hvernig okkur mun ganga í húsakynnum ríkissáttasemjara næstu daga að leysa úr því verkefni að gera kjarasamning fyrir íslenska kennara,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tímabundin og ótímabundin verkföll Boðuð eru tímabundin verkföll í tveimur framhaldsskólum, í FSu, frá 29. október til 20. desember og í MR, frá 11. nóvember til 20. desember og í Tónlistarskóla Ísafjarðar, frá 29. október til 20. desember. Þá eru einnig boðuð tímabundin verkföll í þremur grunnskólum, Áslandsskóla, Laugalækjarskóla og Lundarskóla, frá 29. október til 22. nóvember. Boðuð eru ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum frá 29. október. Þetta eru Leikskóli Seltjarnarness, Holt í Reykjanesbæ, Drafnarsteinn í Reykjavík og Ársalir á Sauðárkróki. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir „Kennarar eru ekki eyland í kjarabaráttunni“ Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá SA segir að viðbótarhækkanir til kennarastéttarinnar geti raskað kjarasátt í landinu. Kennarar séu ekki eyland, fleiri hópar eigi eftir að klára sína samninga. Þá segir hann að samanburður einkageirans og hins opinbera sé snúinn því margir kostnaðarliðir, umfram laun, hvíli á herðum opinberra vinnuveitenda. 17. október 2024 12:02 Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53 Stefna kennurum fyrir félagsdóm Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdóm. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni. 16. október 2024 12:21 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þar kemur fram að yfirgnæfandi meirihluti kennara í Menntaskólanum í Reykjavík (MR) hafi samþykkt að boða verkfall 11. nóvember næstkomandi, hafi samningar ekki náðst. Öll aðildarfélög Kennarasambandsins eru án kjarasamnings. Framhaldsskólafélögin tvö, FF og FS, hafa verið án samnings síðan 31. mars síðastliðinn. Grunnskólafélögin tvö, FG og SÍ, leikskólafélögin tvö, FL og FSL, og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum hafa verið án samnings síðan 31. maí síðastliðinn. MR er annar framhaldsskólinn sem boðar til verkfalls en Fjölbrautaskóli Suðurlands samþykkti verkfallsboðun í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla hófst í MR klukkan 11 í fyrradag og lauk klukkan 11 í dag. Kjörsókn var 93 prósent, já sagði 81 prósent. Þar með hafa félagsmenn Kennarasambandsins í tíu skólum samþykkt verkfallsaðgerðir í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Kærðu verkföllin til Félagsdóms Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynnti í gær að þau væru búin að stefna Kennarasambandinu fyrir Félagsdóm vegna yfirvofandi verkfalla. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni. Formaður Kennarasambandsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær það engin áhrif hafa á boðið verkföll. „Það að menn velji að fara þessa leið, að skoða einhvers konar formgallakæru, hefur ekki áhrif á verkföllin. Það sem hefur áhrif á þau er hvernig okkur mun ganga í húsakynnum ríkissáttasemjara næstu daga að leysa úr því verkefni að gera kjarasamning fyrir íslenska kennara,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tímabundin og ótímabundin verkföll Boðuð eru tímabundin verkföll í tveimur framhaldsskólum, í FSu, frá 29. október til 20. desember og í MR, frá 11. nóvember til 20. desember og í Tónlistarskóla Ísafjarðar, frá 29. október til 20. desember. Þá eru einnig boðuð tímabundin verkföll í þremur grunnskólum, Áslandsskóla, Laugalækjarskóla og Lundarskóla, frá 29. október til 22. nóvember. Boðuð eru ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum frá 29. október. Þetta eru Leikskóli Seltjarnarness, Holt í Reykjanesbæ, Drafnarsteinn í Reykjavík og Ársalir á Sauðárkróki. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir „Kennarar eru ekki eyland í kjarabaráttunni“ Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá SA segir að viðbótarhækkanir til kennarastéttarinnar geti raskað kjarasátt í landinu. Kennarar séu ekki eyland, fleiri hópar eigi eftir að klára sína samninga. Þá segir hann að samanburður einkageirans og hins opinbera sé snúinn því margir kostnaðarliðir, umfram laun, hvíli á herðum opinberra vinnuveitenda. 17. október 2024 12:02 Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53 Stefna kennurum fyrir félagsdóm Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdóm. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni. 16. október 2024 12:21 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Kennarar eru ekki eyland í kjarabaráttunni“ Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá SA segir að viðbótarhækkanir til kennarastéttarinnar geti raskað kjarasátt í landinu. Kennarar séu ekki eyland, fleiri hópar eigi eftir að klára sína samninga. Þá segir hann að samanburður einkageirans og hins opinbera sé snúinn því margir kostnaðarliðir, umfram laun, hvíli á herðum opinberra vinnuveitenda. 17. október 2024 12:02
Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53
Stefna kennurum fyrir félagsdóm Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdóm. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni. 16. október 2024 12:21