Innlent

Fyrsti ríkis­stjórnar­fundur starfsstjórnar Bjarna Bene­dikts­sonar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar.
Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar. Vísir/Vilhelm

Fyrsti ríkisstjórnarfundur starfsstjórnar Bjarna Benediktssonar er hafinn. Starfsstjórnin var mynduð í kjölfar stjórnarslita en um er að ræða minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Vinstri grænir ákváðu að sitja ekki í starfsstjórninni, sem tók við völdum í gær.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur við matvælaráðuneytinu og félags- og vinnumálaráðuneytinu og Sigurður ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, við innviðaráðuneytinu.

„Nú eru öll sætin í starfsstjórninni fullskipuð og nú tekur við að halda ríkisstjórnarfundi vegna þeirra mála sem stjórnarráðið telur mikilvægt að þingið fjalli um. Það er ekki langur málalisti. Þetta eru aðallega fjárlögin og fjárlagatengd mál,“ sagði Bjarni að loknum ríkissráðsfundi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×