Uppgjörið KA - Vestri 2-1| Elfar Árni afgreiddi Vestra Einar Kárason skrifar 19. október 2024 15:55 Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk í dag. Vísir/Hulda Margrét Elfar Árni Aðalsteinsson var maður dagsins þegar KA vann 2-1 sigur á Vestra í neðri hluta úrslitakeppninnar en Vestramenn hefðu nánast bjargað sér frá falli með sigri. KA tók í dag á móti Vestra í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla sumarið 2024. Fyrir leik voru heimamenn í kjörstöðu til að innsigla efsta sæti neðri hlutar deildarinnar með sigri á meðan gestirnir þurftu nauðsynlega á stigunum að halda til að staðfesta veru sína í deildinni árið 2025. Tvö mörk Akureyringa í upphafi leiks voru nóg til landa 2-1 sigri og Vestramenn berjast því enn fyrir lífi sínu. Leikurinn fór heldur betur skemmtilega af stað þar sem Elfar Árni Aðalsteinsson var búinn að koma KA yfir eftir um 25 sekúndna leik eftir frábæra spilamennsku heimamanna. Gestirnir byrjuðu með boltann en Hallgrímur Mar Steingrímsson vann boltann og eftir snyrtilegar snertingar átti Ásgeir Sigurgeirsson sendingu inn á Elfar Árna sem kláraði vel fram hjá Karli Eskelinen í marki gestanna. Fyrri hálfleikur var algjörlega heimamanna og annað mark leiksins kom eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og aftur var það Elfar Árni, eftir sendingu Ásgeirs. Keimlíkt fyrra markinu að því leiti að boltinn gekk manna á milli í einni snertingu áður en hárnákvæm sending Ásgeirs frá hægri datt fyrir fætur Elfars sem kláraði af stuttu færi. Heimamenn voru líklegri það sem eftir lifði hálfleiks og gengu leikmenn KA af velli tveimur mörkum yfir þegar flautað var til hálfleiks. Vestri var eilítið líflegri í upphafi síðari hálfleiks en í þeim fyrri en án þess þó að ógna marki KA að neinni alvöru. KA kom boltanum í netið í þriðja sinn eftir rúmlega tíu mínútna leik í síðari hálfleik en Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, dæmdi markið af og taldi boltann hafa farið í hönd Ásgeirs áður en hann setti hann í netið. Boltinn gekk liða og teig á milli í síðari hálfleiknum en ekki var skorað fyrr en í uppbótartíma þegar varamaðurinn Pétur Bjarnason minnkaði muninn fyrir gestina en það var of lítið og of seint. Niðurstaðan 2—1 sigur KA sem niðurnelgdu stöðu sína sem efsta lið neðri hlutans. Atvikið Mark Ásgeirs sem dæmt var af. Eskelinen gerðist þá sekur um svakaleg mistök þegar hann ætlaði sér að sparka boltanum burt. Ásgeir komst fyrir tilraun hans og boltinn datt þægilega fyrir Ásgeir sem setti hann í opið markið. Fagnaðarlætin voru hinsvegar skammlíf þar sem Pétur Guðmundsson flautaði og dæmdi að öllum líkindum hendi á Ásgeir sem virðist einfaldlega vera rangur dómur. Það er fyrir spekinga að spá. Stjörnur og skúrkar Elfar Árni var frábær í fyrri hálfleik og klárar leikinn snemma leiks. Virkaði skarpur og ferskur en hann hefur ekki fengið marga leiki í byrjunarliði KA í sumar. Hallgrímur Mar kom sömuleiðis inn í lið heimamanna og átti fínan leik. Framherjar Vestra voru ekki upp á sitt besta í dag en sjóðheitur Andri Rúnar Bjarnason náði sér ekki á strik en gestirnir sáu ekki mikið af boltanum bróðurpart leiksins sem hafði klárlega áhrif á áhrif hans á leikinn. Dómarinn Pétur Guðmundsson og hans teymi áttu í heildina litið fínan leik. Línan var fín og heildarframmistaða flott. Ekki mark Ásgeirs Sigurgeirssonar er stóri umtalspunkturinn eftir leikinn en sérfræðingar að sunnan fá að greiða úr hvað er rétt og ekki hvað það varðar. Besta deild karla KA Vestri
Elfar Árni Aðalsteinsson var maður dagsins þegar KA vann 2-1 sigur á Vestra í neðri hluta úrslitakeppninnar en Vestramenn hefðu nánast bjargað sér frá falli með sigri. KA tók í dag á móti Vestra í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla sumarið 2024. Fyrir leik voru heimamenn í kjörstöðu til að innsigla efsta sæti neðri hlutar deildarinnar með sigri á meðan gestirnir þurftu nauðsynlega á stigunum að halda til að staðfesta veru sína í deildinni árið 2025. Tvö mörk Akureyringa í upphafi leiks voru nóg til landa 2-1 sigri og Vestramenn berjast því enn fyrir lífi sínu. Leikurinn fór heldur betur skemmtilega af stað þar sem Elfar Árni Aðalsteinsson var búinn að koma KA yfir eftir um 25 sekúndna leik eftir frábæra spilamennsku heimamanna. Gestirnir byrjuðu með boltann en Hallgrímur Mar Steingrímsson vann boltann og eftir snyrtilegar snertingar átti Ásgeir Sigurgeirsson sendingu inn á Elfar Árna sem kláraði vel fram hjá Karli Eskelinen í marki gestanna. Fyrri hálfleikur var algjörlega heimamanna og annað mark leiksins kom eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og aftur var það Elfar Árni, eftir sendingu Ásgeirs. Keimlíkt fyrra markinu að því leiti að boltinn gekk manna á milli í einni snertingu áður en hárnákvæm sending Ásgeirs frá hægri datt fyrir fætur Elfars sem kláraði af stuttu færi. Heimamenn voru líklegri það sem eftir lifði hálfleiks og gengu leikmenn KA af velli tveimur mörkum yfir þegar flautað var til hálfleiks. Vestri var eilítið líflegri í upphafi síðari hálfleiks en í þeim fyrri en án þess þó að ógna marki KA að neinni alvöru. KA kom boltanum í netið í þriðja sinn eftir rúmlega tíu mínútna leik í síðari hálfleik en Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, dæmdi markið af og taldi boltann hafa farið í hönd Ásgeirs áður en hann setti hann í netið. Boltinn gekk liða og teig á milli í síðari hálfleiknum en ekki var skorað fyrr en í uppbótartíma þegar varamaðurinn Pétur Bjarnason minnkaði muninn fyrir gestina en það var of lítið og of seint. Niðurstaðan 2—1 sigur KA sem niðurnelgdu stöðu sína sem efsta lið neðri hlutans. Atvikið Mark Ásgeirs sem dæmt var af. Eskelinen gerðist þá sekur um svakaleg mistök þegar hann ætlaði sér að sparka boltanum burt. Ásgeir komst fyrir tilraun hans og boltinn datt þægilega fyrir Ásgeir sem setti hann í opið markið. Fagnaðarlætin voru hinsvegar skammlíf þar sem Pétur Guðmundsson flautaði og dæmdi að öllum líkindum hendi á Ásgeir sem virðist einfaldlega vera rangur dómur. Það er fyrir spekinga að spá. Stjörnur og skúrkar Elfar Árni var frábær í fyrri hálfleik og klárar leikinn snemma leiks. Virkaði skarpur og ferskur en hann hefur ekki fengið marga leiki í byrjunarliði KA í sumar. Hallgrímur Mar kom sömuleiðis inn í lið heimamanna og átti fínan leik. Framherjar Vestra voru ekki upp á sitt besta í dag en sjóðheitur Andri Rúnar Bjarnason náði sér ekki á strik en gestirnir sáu ekki mikið af boltanum bróðurpart leiksins sem hafði klárlega áhrif á áhrif hans á leikinn. Dómarinn Pétur Guðmundsson og hans teymi áttu í heildina litið fínan leik. Línan var fín og heildarframmistaða flott. Ekki mark Ásgeirs Sigurgeirssonar er stóri umtalspunkturinn eftir leikinn en sérfræðingar að sunnan fá að greiða úr hvað er rétt og ekki hvað það varðar.