„Hver sagði þér að heimurinn væri réttlátur?“ Davíð Bergmann skrifar 18. október 2024 16:32 Ég mun gleyma því seint þegar pabbi gamli heitinn sagði einu sinni við mig: „Voðalega eiga allir bágt í dag, maður opnar ekki fjölmiðil öðruvísi en að allt sé að fara til andskotans“ þegar hann las enn eina fórnarlambsfyrirsögnina í blaði. „En hefur þetta fólk einhvern tímann fengið blöðru á fingurinn við að vinna?“ Bætti hann svo við og sló út með þessari setningu: „Við virðumst vera föst í ræfildómi og hörmungarhyggju og þetta er allt saman öðrum um að kenna.“ Ég man að ég svaraði pabba þá, sem var þá orðinn níræður: „Pabbi minn, þetta selur“ „Já, en lífið er ekki þannig. Það verða litlar framfarir með þessu hugarfari og við munum bara framleiða aumingja með þessu áframhaldi.“ Svo sötraði hann svarta uppáhelta kaffið sitt, lagði blaðið frá sér og kveikti á gufunni, það voru komnar veðurfréttir. Hafði hann ekki bara rétt fyrir sér gamli maðurinn, erum við ekki á skrýtinni vegferð? Ég hef verið að velta þessu töluvert fyrir mér að undanförnu og hvenær við fórum inn á þessa braut, að heimur versnandi færi og að allt væri að fara til andskotans, eða eins og hann orðaði það svo skemmtilega: Hörmungarhyggja. Var það þegar allir krakkar fengu metallíu fyrir að taka þátt í víðavangshlaupi og það mátti enginn skara fram úr? Eða þegar þyrluforeldrarnir ætluðu að taka stjórnina á tómstundum barna sinna með ofverndun þeirra og vera allt um kring og skutla þeim á síðustu stundu til að þau myndu ekki koma of seint vegna þess að þau voru föst inni í TikTok-heimi eða í nettölvuleik? Hvenær varð allt svona hættulegt? Var það þegar við tókum við tilskipun frá Evrópusambandinu um að börn mættu ekki vinna of mikið, sem mig minnir að hafi verið innleidd þegar Páll Pétursson var félagsmálaráðherra hérna um árið. Fyrsta skrefið í því var að draga úr vinnu í unglingavinnunni. Hvað gerðist eiginlega? Ég hugsa til þessa þegar pabbi gamli var að alast upp vestur á fjörðum, þegar hann var einn tíu ára gamall úti á Tálknafirði á árabát að draga fisk í soðið því pabbi hans var í siglingum milli Bretlands og Íslands í stríðinu. Þegar í land kom var hann að gera að fiskinum niðri í fjöru (með hníf sem allir áttu á hans aldri á þessum árum). Svo dröslaði hann aflanum heim sem var ágætur spotti fyrir ungan mann með kannski 50 kg af slæðum fiski og sjálfur ekki mikill af burðum. Svo bætti hann við: „Systkini mín, stjúpa og stjúpamma, þyrftu að fá að éta“ Eins og hann orðaði það. Ég er ansi hræddur um að þetta væri forsíðufrétt í öllum fjölmiðlum í dag og barnavernd hefði verið sett í málið. En þetta þótti ekkert tiltökumál á þessum tíma. „Svona var lífið, annars hefðum við ekki fengið neitt að éta og drepist“ sagði hann svo að lokum. Af hverju urðum við að þessu hörmungar- og bómullarsamfélagi svona miðað við fjölmiðlana í dag? Svo í vitni aftur í pabba gamla: Getur verið að við séum að draga úr getu okkar til framfara með þessari fórnarlambs- og hömungarhyggju og við séum að pakka æskunni okkar inn í bómullarveröld með sjúkdómsmerkimiða fyrir allri hegðun og þess vegna er ekki þverfótað fyrir þessum svokölluðu „sérfræðingum?“ Hvar er skynsemishyggjan, sagði pabbi oft? Hvað er sérfræðingur? Þegar unga fólkið okkar er að drepast úr kvíða og ótta alla daga, hvort heldur loftlagskvíða eða það getur ekki sofið öðruvísi en að taka lyf, því við fáum reglulega fréttir um að við eigum heimsmet í geðlyfjaáti barna og svefnlyfjanotkun miðað við höfðatölu, verðum við þá ekki að staldra við og fara að spyrja okkur: Erum við ekki á skrýtnum stað? Þegar þyrluforeldrið er farið að ritskoða barnabækur og strika yfir eins og það hvernig pabbi Einars Áskels bregst við óþægð sögupersónunnar í sannnefndum bókum með því að skauta fram hjá viðbrögðum hans. Eða þegar menntaskólakrakkar neita að lesa bækur um áföll og börnum alveg niður í leikskóla er tjáð að þau geti valið hvort þau séu strákur eða stelpa. Krakkar á forskólaaldri eigi þau fá kynfræðslu, ekki einu sinni komið með hvolpavit, þá held ég að við þurfum að grípa til skynsemishyggjunnar. Það fer fátt meira í taugarnar á mér þegar það er verið að titla fólk sem sérfræðinga sem eru það ekki í mínum huga og því að vera að gera þeim voðalega hátt undir höfði. Ég kalla mig það ekki þó svo að ég hafi verið báðum megin við borðið í mínu fagi í nokkra áratugi. Ég hef oft verið vitni að því þegar þessir svokölluðu „sérfræðingar“ sem hafa kannski ekki gert annað en að lesa bækur í háskóla, mæta á alvöru vettvang og þegar hegðunarraskaður unglingur öskrar á hann að halda kjafti þá sér maður þessa „sérfræðinga“ hvítna í framan og taka á rás og það síðasta sem maður sér er undir hælana á þeim rétt áður en þeir skella svo á eftir sér inn á skrifstofu. Þeir birtast svo á fundi þegar allt er yfirstaðið og spyrja um átakaskýrsluna því sérfræðingurinn er að fara á fund með hinum sérfræðingunum í Fílabeinsturninum og þar á að tala speki. Þegar fólkið sem er í daglegu samneyti við þessi ungmenni hefur kannski þurft að afvopna þau með hníf eða þau hafa ætlað að kasta örbylgjuofni í hausinn á þér en þér tókst að tala viðkomandi til svo að ofninn fór í staðinn í gegnum eldhúsrúðuna. Á ekki séns Það dugar heldur ekki að það séu einn eða tveir karlmenn að vinna í barnavernd á vettvangi á götunni Reykjavík með svona erfiða drengi. Reynið að sjá þetta fyrir ykkur, brjálaður unglingur sem hrækir, lemur, stingur, kveikir í, því þetta eru ekki allt saman ljúfmenni þó sumir haldi það. Haldið þið að nýútskrifuð stúlka sem vann í félagsmiðstöð áður en hún gerðist félagsráðgjafi eigi séns í svona gaur? Nei, hún á ekki séns í þessa veröld. Svo það sé sagt þarf jodda sem þeir bera virðingu fyrir, sem er sanngjarn sem þekkir þennan heim og getur sett mörk. Þess vegna held ég að fyrrverandi fangelsismálastjóri hafi sagt að erfiðustu fangarnir í dag væru hegðunarraskaðir drengir sem virða engin mörk. Það er einfaldlega vegna þess að við höfum villst af leið mitt í þessari bómullarvæðingu. Það þarf að vera stífur rammi í kringum svona ungmenni og það þarf ást og virðingu og þau kunna að meta það og það er gert með því að setja afgerandi mörk. Sjúkdómsvæðing Ég vona að einhvern daginn verði þessu leikriti fáránleikans sem ég kýs að kalla „keisarinn er í engum fötum“ ljúki. Gleymum ekki að þessir svokölluðu „sérfræðingar“ standa næst fjárveitingarvaldinu. Kannski er kominn tími til að draga úr því að sjúkdómsmerkimiða allt í samfélaginu og allri þessari greiningargeðveiki sem er allt að drepa. Ég er þess sannfærður að það myndi verða meðferðarstarfi í landinu til tekna og myndi ekki draga úr trúverðugleika starfsins ef við drægjum úr því þessari sjúkdómsvæðingu. Það er ekki til pilla við öllu og ekki heldur alheimssérfræðingur sem er með svörin við öllu saman af því hann fór í svo flottan háskóla og svarið finnst ekki bara í bók. Heldur þarf að mínu mati nálgast þessa einstaklinga með heilbrigða skynsemi að vopni, kenna til verka og heyra þá og sjá og takast á við lífið í raunheimi. Einn bóndi sem ég var sendur til sem ungmenni af því að barnavernd Kópavogs taldi mig óalandi og óferjandi sagði einu sinni við mig, þegar mér fannst lífið óréttlát „Hver sagði þér að lífið væri réttlátt?“ Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég mun gleyma því seint þegar pabbi gamli heitinn sagði einu sinni við mig: „Voðalega eiga allir bágt í dag, maður opnar ekki fjölmiðil öðruvísi en að allt sé að fara til andskotans“ þegar hann las enn eina fórnarlambsfyrirsögnina í blaði. „En hefur þetta fólk einhvern tímann fengið blöðru á fingurinn við að vinna?“ Bætti hann svo við og sló út með þessari setningu: „Við virðumst vera föst í ræfildómi og hörmungarhyggju og þetta er allt saman öðrum um að kenna.“ Ég man að ég svaraði pabba þá, sem var þá orðinn níræður: „Pabbi minn, þetta selur“ „Já, en lífið er ekki þannig. Það verða litlar framfarir með þessu hugarfari og við munum bara framleiða aumingja með þessu áframhaldi.“ Svo sötraði hann svarta uppáhelta kaffið sitt, lagði blaðið frá sér og kveikti á gufunni, það voru komnar veðurfréttir. Hafði hann ekki bara rétt fyrir sér gamli maðurinn, erum við ekki á skrýtinni vegferð? Ég hef verið að velta þessu töluvert fyrir mér að undanförnu og hvenær við fórum inn á þessa braut, að heimur versnandi færi og að allt væri að fara til andskotans, eða eins og hann orðaði það svo skemmtilega: Hörmungarhyggja. Var það þegar allir krakkar fengu metallíu fyrir að taka þátt í víðavangshlaupi og það mátti enginn skara fram úr? Eða þegar þyrluforeldrarnir ætluðu að taka stjórnina á tómstundum barna sinna með ofverndun þeirra og vera allt um kring og skutla þeim á síðustu stundu til að þau myndu ekki koma of seint vegna þess að þau voru föst inni í TikTok-heimi eða í nettölvuleik? Hvenær varð allt svona hættulegt? Var það þegar við tókum við tilskipun frá Evrópusambandinu um að börn mættu ekki vinna of mikið, sem mig minnir að hafi verið innleidd þegar Páll Pétursson var félagsmálaráðherra hérna um árið. Fyrsta skrefið í því var að draga úr vinnu í unglingavinnunni. Hvað gerðist eiginlega? Ég hugsa til þessa þegar pabbi gamli var að alast upp vestur á fjörðum, þegar hann var einn tíu ára gamall úti á Tálknafirði á árabát að draga fisk í soðið því pabbi hans var í siglingum milli Bretlands og Íslands í stríðinu. Þegar í land kom var hann að gera að fiskinum niðri í fjöru (með hníf sem allir áttu á hans aldri á þessum árum). Svo dröslaði hann aflanum heim sem var ágætur spotti fyrir ungan mann með kannski 50 kg af slæðum fiski og sjálfur ekki mikill af burðum. Svo bætti hann við: „Systkini mín, stjúpa og stjúpamma, þyrftu að fá að éta“ Eins og hann orðaði það. Ég er ansi hræddur um að þetta væri forsíðufrétt í öllum fjölmiðlum í dag og barnavernd hefði verið sett í málið. En þetta þótti ekkert tiltökumál á þessum tíma. „Svona var lífið, annars hefðum við ekki fengið neitt að éta og drepist“ sagði hann svo að lokum. Af hverju urðum við að þessu hörmungar- og bómullarsamfélagi svona miðað við fjölmiðlana í dag? Svo í vitni aftur í pabba gamla: Getur verið að við séum að draga úr getu okkar til framfara með þessari fórnarlambs- og hömungarhyggju og við séum að pakka æskunni okkar inn í bómullarveröld með sjúkdómsmerkimiða fyrir allri hegðun og þess vegna er ekki þverfótað fyrir þessum svokölluðu „sérfræðingum?“ Hvar er skynsemishyggjan, sagði pabbi oft? Hvað er sérfræðingur? Þegar unga fólkið okkar er að drepast úr kvíða og ótta alla daga, hvort heldur loftlagskvíða eða það getur ekki sofið öðruvísi en að taka lyf, því við fáum reglulega fréttir um að við eigum heimsmet í geðlyfjaáti barna og svefnlyfjanotkun miðað við höfðatölu, verðum við þá ekki að staldra við og fara að spyrja okkur: Erum við ekki á skrýtnum stað? Þegar þyrluforeldrið er farið að ritskoða barnabækur og strika yfir eins og það hvernig pabbi Einars Áskels bregst við óþægð sögupersónunnar í sannnefndum bókum með því að skauta fram hjá viðbrögðum hans. Eða þegar menntaskólakrakkar neita að lesa bækur um áföll og börnum alveg niður í leikskóla er tjáð að þau geti valið hvort þau séu strákur eða stelpa. Krakkar á forskólaaldri eigi þau fá kynfræðslu, ekki einu sinni komið með hvolpavit, þá held ég að við þurfum að grípa til skynsemishyggjunnar. Það fer fátt meira í taugarnar á mér þegar það er verið að titla fólk sem sérfræðinga sem eru það ekki í mínum huga og því að vera að gera þeim voðalega hátt undir höfði. Ég kalla mig það ekki þó svo að ég hafi verið báðum megin við borðið í mínu fagi í nokkra áratugi. Ég hef oft verið vitni að því þegar þessir svokölluðu „sérfræðingar“ sem hafa kannski ekki gert annað en að lesa bækur í háskóla, mæta á alvöru vettvang og þegar hegðunarraskaður unglingur öskrar á hann að halda kjafti þá sér maður þessa „sérfræðinga“ hvítna í framan og taka á rás og það síðasta sem maður sér er undir hælana á þeim rétt áður en þeir skella svo á eftir sér inn á skrifstofu. Þeir birtast svo á fundi þegar allt er yfirstaðið og spyrja um átakaskýrsluna því sérfræðingurinn er að fara á fund með hinum sérfræðingunum í Fílabeinsturninum og þar á að tala speki. Þegar fólkið sem er í daglegu samneyti við þessi ungmenni hefur kannski þurft að afvopna þau með hníf eða þau hafa ætlað að kasta örbylgjuofni í hausinn á þér en þér tókst að tala viðkomandi til svo að ofninn fór í staðinn í gegnum eldhúsrúðuna. Á ekki séns Það dugar heldur ekki að það séu einn eða tveir karlmenn að vinna í barnavernd á vettvangi á götunni Reykjavík með svona erfiða drengi. Reynið að sjá þetta fyrir ykkur, brjálaður unglingur sem hrækir, lemur, stingur, kveikir í, því þetta eru ekki allt saman ljúfmenni þó sumir haldi það. Haldið þið að nýútskrifuð stúlka sem vann í félagsmiðstöð áður en hún gerðist félagsráðgjafi eigi séns í svona gaur? Nei, hún á ekki séns í þessa veröld. Svo það sé sagt þarf jodda sem þeir bera virðingu fyrir, sem er sanngjarn sem þekkir þennan heim og getur sett mörk. Þess vegna held ég að fyrrverandi fangelsismálastjóri hafi sagt að erfiðustu fangarnir í dag væru hegðunarraskaðir drengir sem virða engin mörk. Það er einfaldlega vegna þess að við höfum villst af leið mitt í þessari bómullarvæðingu. Það þarf að vera stífur rammi í kringum svona ungmenni og það þarf ást og virðingu og þau kunna að meta það og það er gert með því að setja afgerandi mörk. Sjúkdómsvæðing Ég vona að einhvern daginn verði þessu leikriti fáránleikans sem ég kýs að kalla „keisarinn er í engum fötum“ ljúki. Gleymum ekki að þessir svokölluðu „sérfræðingar“ standa næst fjárveitingarvaldinu. Kannski er kominn tími til að draga úr því að sjúkdómsmerkimiða allt í samfélaginu og allri þessari greiningargeðveiki sem er allt að drepa. Ég er þess sannfærður að það myndi verða meðferðarstarfi í landinu til tekna og myndi ekki draga úr trúverðugleika starfsins ef við drægjum úr því þessari sjúkdómsvæðingu. Það er ekki til pilla við öllu og ekki heldur alheimssérfræðingur sem er með svörin við öllu saman af því hann fór í svo flottan háskóla og svarið finnst ekki bara í bók. Heldur þarf að mínu mati nálgast þessa einstaklinga með heilbrigða skynsemi að vopni, kenna til verka og heyra þá og sjá og takast á við lífið í raunheimi. Einn bóndi sem ég var sendur til sem ungmenni af því að barnavernd Kópavogs taldi mig óalandi og óferjandi sagði einu sinni við mig, þegar mér fannst lífið óréttlát „Hver sagði þér að lífið væri réttlátt?“ Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun