Fullveldi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 18. október 2024 19:02 Það er táknrænt að talning atkvæða í fyrirhuguðum alþingiskosningum mun fara fram aðfaranótt fullveldisdagsins 1. desember. Alþingiskosningarnar eru nefnilega þær mikilvægustu sem haldnar hafa verið í langan tíma.og munu að miklu leyti snúast um fullveldi Íslands. Í kosningunum verður tekist á um nýtingu innlendrar orku, öryggi á landamærum Íslands, ráðdeild í ríkisrekstri og ekki síst um fullveldi Íslands. Sótt hefur verið að fullveldinu á hverju ári frá undirritun EES samningsins fyrir rúmum þrjátíu árum. Sneið fyrir sneið hefur verið skorið af forræði Íslendinga í stórum sem smáum málum. Full ástæða er til að endurskoða EES samninginn. Ísland er ekki það sama og 1993 og þá ekki Evrópa. EES samningurinn hefur enda tekið eðlisbreytingum sem vinda þarf ofan af. Örlagaríkastir hafa orkupakkarnir verið en mismunur á afstöðu Íslands og Evrópu til orkumála var lengstum sú að við Íslendingar litum á orku sem auðlind en Evrópusambandið sem markaðsvöru. Samþykkt á orkupakka 3 hefur valdið því að raforka til heimila hefur stórhækkað undanfarin misseri og enginn virðist hafa eftirlit með þeim fákeppnismarkaði sem nú hefur verið reistur um raforkusölu til almennings. Samkeppniseftirlitið sem er reyndar með sérfræðiþekkingu á verslun með mayones á að hafa eftirlit með samkeppnismarkaði á raforku en ekki verður séð að virkt eftirlit eigi sér stað. Á meðan hækkar orkureikningur heimilanna daglega. Sömu aðilar og ráða fákeppnismarkaði neysluvara og eldsneytis hafa haslað sér völl á raforkumarkaðnum . Neytendur geta breytt neysluvenjum sínum og reynt að spara við sig með því að kaupa ódýrara til heimilisrekstursins en enginn getur verið án rafmagns. Heimilin eru varnarlaus gegn orkuverðshækkunum. Nýjustu vendingar í stjórnmálum hafa í för með sér að framlagning þingmáls vegna Bókunar 35 frestast. Verði bókunin samþykkt verður enn hnykkt á því að Evrópugerðir gangi framar íslenskum lögum. Það kemur í hlut nýs löggjafaþings að afstýra innleiðingu bókunarinnar í íslenskan rétt. Eftir sjö ára tíma hringlanda stöðnunar og óráðsíu kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að taka til hendinni við endurreisn. Verkefnin blasa hvarvetna við en það mikilvægasta er að standa vörð um fullveldi Íslands. Aðeins einn stjórnmálaflokkur hefur tekið einarða afstöðu með fullveldi Íslands. Flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði virðist hafa gleymt og týnt upprunalegu hlutverki sínu. Það er aðeins einn kostur fyrir þá sem verja vilja fullveldi Íslands, að greiða Miðflokknum atkvæði sitt. Það munar öllu um Miðflokkinn. Höfundur er um sinn fyrrum þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það er táknrænt að talning atkvæða í fyrirhuguðum alþingiskosningum mun fara fram aðfaranótt fullveldisdagsins 1. desember. Alþingiskosningarnar eru nefnilega þær mikilvægustu sem haldnar hafa verið í langan tíma.og munu að miklu leyti snúast um fullveldi Íslands. Í kosningunum verður tekist á um nýtingu innlendrar orku, öryggi á landamærum Íslands, ráðdeild í ríkisrekstri og ekki síst um fullveldi Íslands. Sótt hefur verið að fullveldinu á hverju ári frá undirritun EES samningsins fyrir rúmum þrjátíu árum. Sneið fyrir sneið hefur verið skorið af forræði Íslendinga í stórum sem smáum málum. Full ástæða er til að endurskoða EES samninginn. Ísland er ekki það sama og 1993 og þá ekki Evrópa. EES samningurinn hefur enda tekið eðlisbreytingum sem vinda þarf ofan af. Örlagaríkastir hafa orkupakkarnir verið en mismunur á afstöðu Íslands og Evrópu til orkumála var lengstum sú að við Íslendingar litum á orku sem auðlind en Evrópusambandið sem markaðsvöru. Samþykkt á orkupakka 3 hefur valdið því að raforka til heimila hefur stórhækkað undanfarin misseri og enginn virðist hafa eftirlit með þeim fákeppnismarkaði sem nú hefur verið reistur um raforkusölu til almennings. Samkeppniseftirlitið sem er reyndar með sérfræðiþekkingu á verslun með mayones á að hafa eftirlit með samkeppnismarkaði á raforku en ekki verður séð að virkt eftirlit eigi sér stað. Á meðan hækkar orkureikningur heimilanna daglega. Sömu aðilar og ráða fákeppnismarkaði neysluvara og eldsneytis hafa haslað sér völl á raforkumarkaðnum . Neytendur geta breytt neysluvenjum sínum og reynt að spara við sig með því að kaupa ódýrara til heimilisrekstursins en enginn getur verið án rafmagns. Heimilin eru varnarlaus gegn orkuverðshækkunum. Nýjustu vendingar í stjórnmálum hafa í för með sér að framlagning þingmáls vegna Bókunar 35 frestast. Verði bókunin samþykkt verður enn hnykkt á því að Evrópugerðir gangi framar íslenskum lögum. Það kemur í hlut nýs löggjafaþings að afstýra innleiðingu bókunarinnar í íslenskan rétt. Eftir sjö ára tíma hringlanda stöðnunar og óráðsíu kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að taka til hendinni við endurreisn. Verkefnin blasa hvarvetna við en það mikilvægasta er að standa vörð um fullveldi Íslands. Aðeins einn stjórnmálaflokkur hefur tekið einarða afstöðu með fullveldi Íslands. Flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði virðist hafa gleymt og týnt upprunalegu hlutverki sínu. Það er aðeins einn kostur fyrir þá sem verja vilja fullveldi Íslands, að greiða Miðflokknum atkvæði sitt. Það munar öllu um Miðflokkinn. Höfundur er um sinn fyrrum þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun