Kæru vinir og stuðningsfólk Halla Hrund Logadóttir skrifar 19. október 2024 09:01 Kæru vinir og stuðningsfólk, frá því ég man eftir mér hef ég verið knúin áfram af ástríðu fyrir landinu okkar, auðlindunum sem við eigum, og þeim tækifærum sem þær gefa okkur sem þjóð. Eins og þið vitið hef ég aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki, því ég hef alltaf séð mig fyrst og fremst sem Íslending, sem vill vinna með fólki úr öllum áttum með hagsmuni landsins okkar að leiðarljósi. Í kosningabaráttunni í vor fékk ég tækifæri til að vinna með einstöku fólki úr öllum stjórnmálaflokkum sem brennur fyrir samfélaginu okkar. Það sýndi mér svo vel að það sem sameinar okkur er sterkara en það sem sundrar – ástin á landinu og framtíðarsýn um betri tíð. Það er einmitt þess vegna sem ég hef ákveðið að ganga til liðs við Framsókn. Að mínu mati er hann hvorki hægri né vinstri. Ég tengi flokkinn einnig sterkt við að vera einfaldlega eins og Íslendingur sem vill vinna ötullega að fyrir landið sitt enda er Framsókn elsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann er flokkur sem leggur áherslu á samvinnu og málamiðlanir. Það skal vera nýr tónn stjórnmálanna og þannig vil ég vinna í Framsókn fyrir Ísland. Það sem knýr mig til þátttöku á sviði stjórnmálanna eru auðlindamálin. Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum. Hjarta mitt slær ekki síst fyrir landsbyggðina. Við megum aldrei missa sjónar á því að mikilvæg verðmæti – eins og fiskurinn í sjónum, orkan sem við treystum á, matvælin okkar og ferðaþjónustan – verða til víða um landið. Ég vil tryggja að allir landshlutar fái að taka þátt í þeirri þróun sem við upplifum í dag. Sterkir innviðir, fjölbreytt menningarlíf og atvinnumöguleikar um allt land skapa ekki aðeins betri lífskjör heldur líka fleiri spennandi tækifæri fyrir ungt fólk til að þroskast og vaxa hér heima. Samhliða vil ég efla áherslu á líðan og samkennd í samfélaginu okkar, þvert á stétt, uppruna og stöðu. Það skiptir máli að allir hafi möguleika á að tilheyra og finna sér farveg. Einstaklingshyggjan og einangrun hópa má ekki taka yfir. Við erum í samfélagi, og samvinna og þátttaka skiptir öllu. Húsnæðismálin eru mér einnig sérstakt hjartans mál því núverandi staða ýtir undir misskiptingu og sundrung. Það er ólíðandi að venjulegt fólk þurfi að keppa við fagfjárfesta á fasteignamarkaði. Slíkt ástand er ekki sjálfbært. Hér þarf skynsemi og stjórnmálamenn sem geta tekið ákvarðanir með almannahagsmuni í forgrunni. Ég trúi á jákvæðni, drifkraft og skapandi lausnir á öllum sviðum, frá innviðum til íþrótta, menningar og lista, sem kjarna hver við erum. Slíkur metnaður á öllum sviðum lýsir sjálfstæðri þjóð í sókn sem hlúir að fólkinu sínu og gæðum landsins fyrir framtíðina. Ég vonast eftir þínum stuðningi í þá vegferð og hlakka til samstarfs við Sigurð Inga og ykkur sem flest næstu vikurnar. Höfundur er líklegur oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Kæru vinir og stuðningsfólk, frá því ég man eftir mér hef ég verið knúin áfram af ástríðu fyrir landinu okkar, auðlindunum sem við eigum, og þeim tækifærum sem þær gefa okkur sem þjóð. Eins og þið vitið hef ég aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki, því ég hef alltaf séð mig fyrst og fremst sem Íslending, sem vill vinna með fólki úr öllum áttum með hagsmuni landsins okkar að leiðarljósi. Í kosningabaráttunni í vor fékk ég tækifæri til að vinna með einstöku fólki úr öllum stjórnmálaflokkum sem brennur fyrir samfélaginu okkar. Það sýndi mér svo vel að það sem sameinar okkur er sterkara en það sem sundrar – ástin á landinu og framtíðarsýn um betri tíð. Það er einmitt þess vegna sem ég hef ákveðið að ganga til liðs við Framsókn. Að mínu mati er hann hvorki hægri né vinstri. Ég tengi flokkinn einnig sterkt við að vera einfaldlega eins og Íslendingur sem vill vinna ötullega að fyrir landið sitt enda er Framsókn elsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann er flokkur sem leggur áherslu á samvinnu og málamiðlanir. Það skal vera nýr tónn stjórnmálanna og þannig vil ég vinna í Framsókn fyrir Ísland. Það sem knýr mig til þátttöku á sviði stjórnmálanna eru auðlindamálin. Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum. Hjarta mitt slær ekki síst fyrir landsbyggðina. Við megum aldrei missa sjónar á því að mikilvæg verðmæti – eins og fiskurinn í sjónum, orkan sem við treystum á, matvælin okkar og ferðaþjónustan – verða til víða um landið. Ég vil tryggja að allir landshlutar fái að taka þátt í þeirri þróun sem við upplifum í dag. Sterkir innviðir, fjölbreytt menningarlíf og atvinnumöguleikar um allt land skapa ekki aðeins betri lífskjör heldur líka fleiri spennandi tækifæri fyrir ungt fólk til að þroskast og vaxa hér heima. Samhliða vil ég efla áherslu á líðan og samkennd í samfélaginu okkar, þvert á stétt, uppruna og stöðu. Það skiptir máli að allir hafi möguleika á að tilheyra og finna sér farveg. Einstaklingshyggjan og einangrun hópa má ekki taka yfir. Við erum í samfélagi, og samvinna og þátttaka skiptir öllu. Húsnæðismálin eru mér einnig sérstakt hjartans mál því núverandi staða ýtir undir misskiptingu og sundrung. Það er ólíðandi að venjulegt fólk þurfi að keppa við fagfjárfesta á fasteignamarkaði. Slíkt ástand er ekki sjálfbært. Hér þarf skynsemi og stjórnmálamenn sem geta tekið ákvarðanir með almannahagsmuni í forgrunni. Ég trúi á jákvæðni, drifkraft og skapandi lausnir á öllum sviðum, frá innviðum til íþrótta, menningar og lista, sem kjarna hver við erum. Slíkur metnaður á öllum sviðum lýsir sjálfstæðri þjóð í sókn sem hlúir að fólkinu sínu og gæðum landsins fyrir framtíðina. Ég vonast eftir þínum stuðningi í þá vegferð og hlakka til samstarfs við Sigurð Inga og ykkur sem flest næstu vikurnar. Höfundur er líklegur oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar