Hreinn úrslitaleikur um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 09:31 Bridget Carleton er hér fagnað af liðsfélögum sínum í Minnesota Lynx eftir að hún tryggði liðinu sigur á New York Liberty með því að setja niður tvö vítaskot tveimur sekúndum fyrir leikslok. Getty/ David Berding Minnesota Lynx tryggði sér hreinan úrslitaleik um WNBA meistaratitilinn í körfubolta eftir 82-80 sigur í fjórða úrslitaleiknum á móti New York Liberty í nótt. New York Liberty gat tryggt sér fyrsta meistaratitilinn í sögu félagsins en nú er oddaleikur framundan á sunnudagskvöldið þar annað liðið verður WNBA meistari. Þetta verður í fyrsta sinn í fimm ár þar sem er oddaleikur um titilinn en hann verður spilaður á heimavelli New York Liberty í Brooklyn. Þrír af fjórum leikjum úrslitaeinvígsins hafa verið mjög spennandi, einn unnist í framlengingu og hinir með tveimur stigum annars vegar og þremur stigum hins vegar. Það er því von á hörðum slag þegar titilinn er bókstaflega undir annað kvöld. Dancing their way into GAME 5 🕺 THE MINNESOTA LYNX SURVIVE! #WNBAFinals presented by @youtubetv pic.twitter.com/GdpBtr1B2Y— WNBA (@WNBA) October 19, 2024 Liberty tapaði fyrsta leiknum á heimavelli en var búið að vinna tvo síðustu leiki einvígsins. Liðin hafa nú bæði unnið útileik og bæði unnið heimaleik. Þetta gæti varla verið jafnara. Bridget Carleton tryggði Lynx sigurinn í nótt með því að setja niður tvö vítaskot þegar tvær sekúndur voru eftir. Allar í byrjunarliði Lynx skiluðu tólf stigum eða meira en Kayla McBride var stigahæst með nítján stig og Courtney Williams skilaði fimmtán stigum og sjö stoðsendingum. Napheesa Collier, stjarna liðsins, var með 14 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Jonquel Jones var atkvæðamest hjá New York liðinu með 21 stig og 8 fráköst en Leonie Fiebich skoraði 19 stig og gaf 5 stoðsendingar. Stórstjörnurnar áttu ekki sinn besta dag, Breanna Stewart var með 11 stig og Sabrina Ionescu skoraði 10 stig. Saman klikkuðu þær aftur á móti á öllum níu þriggja stiga skotum sínum. Kayla McBride was lights out in Game 4 droppin' 19 PTS, 4-5 from deep, and dishin' out 4 dimes 🔥McBuckets delivered, leading the Lynx to tie the series at 2-2, forcing a Game 5!#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/A0tjhKU5C5— WNBA (@WNBA) October 19, 2024 WNBA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
New York Liberty gat tryggt sér fyrsta meistaratitilinn í sögu félagsins en nú er oddaleikur framundan á sunnudagskvöldið þar annað liðið verður WNBA meistari. Þetta verður í fyrsta sinn í fimm ár þar sem er oddaleikur um titilinn en hann verður spilaður á heimavelli New York Liberty í Brooklyn. Þrír af fjórum leikjum úrslitaeinvígsins hafa verið mjög spennandi, einn unnist í framlengingu og hinir með tveimur stigum annars vegar og þremur stigum hins vegar. Það er því von á hörðum slag þegar titilinn er bókstaflega undir annað kvöld. Dancing their way into GAME 5 🕺 THE MINNESOTA LYNX SURVIVE! #WNBAFinals presented by @youtubetv pic.twitter.com/GdpBtr1B2Y— WNBA (@WNBA) October 19, 2024 Liberty tapaði fyrsta leiknum á heimavelli en var búið að vinna tvo síðustu leiki einvígsins. Liðin hafa nú bæði unnið útileik og bæði unnið heimaleik. Þetta gæti varla verið jafnara. Bridget Carleton tryggði Lynx sigurinn í nótt með því að setja niður tvö vítaskot þegar tvær sekúndur voru eftir. Allar í byrjunarliði Lynx skiluðu tólf stigum eða meira en Kayla McBride var stigahæst með nítján stig og Courtney Williams skilaði fimmtán stigum og sjö stoðsendingum. Napheesa Collier, stjarna liðsins, var með 14 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Jonquel Jones var atkvæðamest hjá New York liðinu með 21 stig og 8 fráköst en Leonie Fiebich skoraði 19 stig og gaf 5 stoðsendingar. Stórstjörnurnar áttu ekki sinn besta dag, Breanna Stewart var með 11 stig og Sabrina Ionescu skoraði 10 stig. Saman klikkuðu þær aftur á móti á öllum níu þriggja stiga skotum sínum. Kayla McBride was lights out in Game 4 droppin' 19 PTS, 4-5 from deep, and dishin' out 4 dimes 🔥McBuckets delivered, leading the Lynx to tie the series at 2-2, forcing a Game 5!#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/A0tjhKU5C5— WNBA (@WNBA) October 19, 2024
WNBA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira