Öðruvísi Íslendingar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 19. október 2024 21:32 Í almennri umræðu og kommentakerfum í dag má finna ýmiskonar hatursorðræðu, múslimahatur, gyðingahatur, útlendingahatur og svo lengi má telja. Allt sem má telja sem „öðruvísi” en hinn „venjulegi” Íslendingur er dregið fram sem óæskilegt. En þetta er alls ekki nýtt af nálinni. Ég er fædd og uppalin í Laugardalnum, á íslenska foreldra, tala reiprennandi íslensku, er ljóshærð, borðaði lifur í brúnni sósu sem krakki og elska að horfa á leiki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Frekar venjulegur Íslendingur, ekki satt? Það sem gerir mig „öðruvísi” er að amma mín var danskur gyðingur. Hún bjó í Danmörku á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar en fjölskyldu hennar tókst að flýja til Svíþjóðar áður en nasistarnir náðu að senda gyðinga landsins í fangabúðir. Frændi ömmu minnar náðist hinsvegar og var sendur í Theresienstadt fangabúðirnar. Þetta voru sögurnar sem ég ólst upp við, hvað fjölskyldan var heppin að hafa komist í vernd til Svíþjóðar á meðan öðrum fjölskyldumeðlimum sem bjuggu í Austur-Evrópu var útrýmt af nasistum. Ég var alltaf hugfangin af þessum bakgrunni og þótti vænt um að amma mín hafi lifað þessa hörmunga af. Sem krakki sagði ég jafnöldrum mínum spennt frá þessu og sagðist stolt af því að vera af gyðingaættum. Það hinsvegar leiddi til þess að jafnaldrar mínir kölluðu mig jüdenswein og júða og teiknuðu hakakross á borðið mitt. Þessi gyðingaandúð hætti ekki í grunnskóla og hefur fylgt mér alla tíð síðan en þess má geta að ég var í grunnskóla á árunum 1998-2008. Hræðslan við „öðruvísi” fólk var svo gífurleg á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar á Íslandi að talað var um að ef fleiri en 50 gyðingar kæmu til landsins myndi það eyðileggja hinn íslenska kynstofn (Vísir 11. desember 1938, bls. 2) , hvað svo sem það er. Þess má geta að á þessum tíma neitaði Hermann Jónasson forsætisráðherra að taka á móti sex gyðingabörnum frá Þýskalandi (Katrín Thoroddsen, „Mannúð bönnuð á Íslandi“, bls. 3.) og á sama tíma bannaði hann svörtum hermönnum frá Bandaríkjunum að vera með aðsetur á landinu (Mánudagsblaðið 10. maí 1965). Norðurlandaþjóðirnar stæra sig oft á því hversu vel Svíþjóð tók á móti dönsku gyðingunum, sú saga er oft sögð til að undirstrika góðvild mannkynsins á erfiðum tímum. Ég veit sjálf að amma mín hefði verið send í fangabúðir, líkt og frændi sinn, ef þau hefðu ekki komist til Svíþjóðar og hlotið þar vernd. Hví viljum við ekki taka á móti fólki sem er að flýja hættur í heimalandi sínu? Er það einungis vegna þess að þau eru „öðruvísi”? Í dag má sjá slíka orðræðu í kommentakerfum, þess efnis að Ísland ætti ekki að taka á móti fólki frá Venezuela, Rússlandi eða Palestínu. Strax þegar einstaklingur er orðinn öðruvísi vegna stöðu þeirra í samfélaginu, útlits, uppruna, kynhneigðar annað en hins hvíta íslendings fer öll skynsemi út um gluggann hjá fólkinu í kommentakerfum. Við ættum öll að muna að íslenska þjóðin er sjálf búin til af norsku flóttafólki sem flúði reiði Haralds Hárfagra Noregskonungs. Hinn svokallaði „íslenski kynstofn” er búinn til af flóttafólki. Íslendingar er þjóð útlendinga. Hættum að líta á fólk sem öðruvísi, útlendingar koma hingað í leit af tækifærum, líkt og forfeður okkar gerðu frá Noregi. Tökum fólki opnum örmum, njótum þess að þetta fólk auðgar okkar líf og menningu. Höfundur er helfararsagnfræðingur, frambjóðandi Pírata og öðruvísi Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Innflytjendamál Íslensk tunga Flóttafólk á Íslandi Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í almennri umræðu og kommentakerfum í dag má finna ýmiskonar hatursorðræðu, múslimahatur, gyðingahatur, útlendingahatur og svo lengi má telja. Allt sem má telja sem „öðruvísi” en hinn „venjulegi” Íslendingur er dregið fram sem óæskilegt. En þetta er alls ekki nýtt af nálinni. Ég er fædd og uppalin í Laugardalnum, á íslenska foreldra, tala reiprennandi íslensku, er ljóshærð, borðaði lifur í brúnni sósu sem krakki og elska að horfa á leiki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Frekar venjulegur Íslendingur, ekki satt? Það sem gerir mig „öðruvísi” er að amma mín var danskur gyðingur. Hún bjó í Danmörku á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar en fjölskyldu hennar tókst að flýja til Svíþjóðar áður en nasistarnir náðu að senda gyðinga landsins í fangabúðir. Frændi ömmu minnar náðist hinsvegar og var sendur í Theresienstadt fangabúðirnar. Þetta voru sögurnar sem ég ólst upp við, hvað fjölskyldan var heppin að hafa komist í vernd til Svíþjóðar á meðan öðrum fjölskyldumeðlimum sem bjuggu í Austur-Evrópu var útrýmt af nasistum. Ég var alltaf hugfangin af þessum bakgrunni og þótti vænt um að amma mín hafi lifað þessa hörmunga af. Sem krakki sagði ég jafnöldrum mínum spennt frá þessu og sagðist stolt af því að vera af gyðingaættum. Það hinsvegar leiddi til þess að jafnaldrar mínir kölluðu mig jüdenswein og júða og teiknuðu hakakross á borðið mitt. Þessi gyðingaandúð hætti ekki í grunnskóla og hefur fylgt mér alla tíð síðan en þess má geta að ég var í grunnskóla á árunum 1998-2008. Hræðslan við „öðruvísi” fólk var svo gífurleg á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar á Íslandi að talað var um að ef fleiri en 50 gyðingar kæmu til landsins myndi það eyðileggja hinn íslenska kynstofn (Vísir 11. desember 1938, bls. 2) , hvað svo sem það er. Þess má geta að á þessum tíma neitaði Hermann Jónasson forsætisráðherra að taka á móti sex gyðingabörnum frá Þýskalandi (Katrín Thoroddsen, „Mannúð bönnuð á Íslandi“, bls. 3.) og á sama tíma bannaði hann svörtum hermönnum frá Bandaríkjunum að vera með aðsetur á landinu (Mánudagsblaðið 10. maí 1965). Norðurlandaþjóðirnar stæra sig oft á því hversu vel Svíþjóð tók á móti dönsku gyðingunum, sú saga er oft sögð til að undirstrika góðvild mannkynsins á erfiðum tímum. Ég veit sjálf að amma mín hefði verið send í fangabúðir, líkt og frændi sinn, ef þau hefðu ekki komist til Svíþjóðar og hlotið þar vernd. Hví viljum við ekki taka á móti fólki sem er að flýja hættur í heimalandi sínu? Er það einungis vegna þess að þau eru „öðruvísi”? Í dag má sjá slíka orðræðu í kommentakerfum, þess efnis að Ísland ætti ekki að taka á móti fólki frá Venezuela, Rússlandi eða Palestínu. Strax þegar einstaklingur er orðinn öðruvísi vegna stöðu þeirra í samfélaginu, útlits, uppruna, kynhneigðar annað en hins hvíta íslendings fer öll skynsemi út um gluggann hjá fólkinu í kommentakerfum. Við ættum öll að muna að íslenska þjóðin er sjálf búin til af norsku flóttafólki sem flúði reiði Haralds Hárfagra Noregskonungs. Hinn svokallaði „íslenski kynstofn” er búinn til af flóttafólki. Íslendingar er þjóð útlendinga. Hættum að líta á fólk sem öðruvísi, útlendingar koma hingað í leit af tækifærum, líkt og forfeður okkar gerðu frá Noregi. Tökum fólki opnum örmum, njótum þess að þetta fólk auðgar okkar líf og menningu. Höfundur er helfararsagnfræðingur, frambjóðandi Pírata og öðruvísi Íslendingur.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar