Hættir að elska Jürgen Klopp: „Hefur þú gleymt öllu?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2024 11:02 Jürgen Klopp sést hér stýra Liverpool liðinu í síðasta sinn í leik á móti Wolverhampton Wanderers á Anfield í maí síðastliðnum. Getty/Nick Taylor Jürgen Klopp var elskaður og dáður hjá liðunum sínum í Þýskalandi eftir að hafa gert frábæra hluti með bæði Borussia Dortmund og Mainz á sínum tíma. Sú ást hefur dofnað mikið eftir að hann réði sig í starf hjá Red Bull. Klopp fór til Englands árið 2015 en hann var atvinnulaus eftir að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor. Klopp réði sig sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu á dögunum en það á mörg fótboltafélög út um allan heim. Stuðningsmenn beggja félaga hafa látið óánægju sína í ljós og nú síðast sendi stuðningsfólk Mainz Klopp skilaboð á leik liðsins í gær. Hann hefur verið sakaður um hræsni enda hefur Klopp í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Fyrst heyrðist af gagnrýni frá stuðningsmönnum Dortmund en nú hefur stuðningsfólk Mainz einnig ákveðið að skjóta fast á eina stærstu hetju félagsins. Klopp spilaði yfir þrjú hundruð leiki og í ellefu ár hjá Mainz og gerði síðan frábæra hluti með liðið sem þjálfari þess frá 2001 til 2008. Það gerast varla stærri goðsagnir hjá félagi og þess vegna hefur þessi gagnrýni Mainz fólks auðvitað vakið athygli. Meðal liðanna sem Klopp á nú að aðstoða er Red Bull Leipzig sem var mótherji Mainz um helgina. „Hefur þú gleymt öllu sem við gáfum þér?“ stóð á einum borðanum á bak við annað markið. Þar var vísað í tilfinningaræðu Klopp þegar hann kvaddi Mainz eftir átján ár sem leikmaður og þjálfari. „Ertu alveg klikkaður?“ stóð á öðrum þar sem notað var þýska orðið „bekloppt“ fyrir að vera klikkaður með vísun í nafn Klopp. Á öðrum stóð síðan: „Ég kann að meta fólk þar til að það veldur mér vonbrigðum.“ View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Þýski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Klopp fór til Englands árið 2015 en hann var atvinnulaus eftir að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor. Klopp réði sig sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu á dögunum en það á mörg fótboltafélög út um allan heim. Stuðningsmenn beggja félaga hafa látið óánægju sína í ljós og nú síðast sendi stuðningsfólk Mainz Klopp skilaboð á leik liðsins í gær. Hann hefur verið sakaður um hræsni enda hefur Klopp í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Fyrst heyrðist af gagnrýni frá stuðningsmönnum Dortmund en nú hefur stuðningsfólk Mainz einnig ákveðið að skjóta fast á eina stærstu hetju félagsins. Klopp spilaði yfir þrjú hundruð leiki og í ellefu ár hjá Mainz og gerði síðan frábæra hluti með liðið sem þjálfari þess frá 2001 til 2008. Það gerast varla stærri goðsagnir hjá félagi og þess vegna hefur þessi gagnrýni Mainz fólks auðvitað vakið athygli. Meðal liðanna sem Klopp á nú að aðstoða er Red Bull Leipzig sem var mótherji Mainz um helgina. „Hefur þú gleymt öllu sem við gáfum þér?“ stóð á einum borðanum á bak við annað markið. Þar var vísað í tilfinningaræðu Klopp þegar hann kvaddi Mainz eftir átján ár sem leikmaður og þjálfari. „Ertu alveg klikkaður?“ stóð á öðrum þar sem notað var þýska orðið „bekloppt“ fyrir að vera klikkaður með vísun í nafn Klopp. Á öðrum stóð síðan: „Ég kann að meta fólk þar til að það veldur mér vonbrigðum.“ View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Þýski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki