Her af iðnaðarmönnum við framkvæmdir á Stuðlum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2024 12:16 Funi Sigurðsson er framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu og starfandi forstöðumaður Stuðla. Vonast er til að starfsemi geti hafist að nýju á Stuðlum á allra næstu dögum eftir eldsvoða um helgina. Miklar framkvæmdir standa yfir í húsnæðinu en rannsókn lögreglu á tildrögum brunans stendur enn yfir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn vegna eldsvoðans á meðferðarheimilinu Stuðlum á laugardaginn ekki lokið og tæknideild enn að störfum á vettvangi. Sautján ára piltur lést í eldsvoðanum og einn starfsmaður var fluttur á bráðamóttöku vegna reykeitrunar. Viðkomandi heilsast ágætlega miðað við aðstæður að sögn Funa Sigurðssonar, framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í húsnæðinu á Stuðlum með það fyrir augum að hægt verði að hefja starfsemi að nýju sem allra fyrst. „Við erum bara á fullu hér að reyna að laga það sem hægt er að laga inni á Stuðlum þannig við getum hafið einhverja starfsemi þar. Það vonandi tekst bara á alveg næstu dögum. Hér er hersveit af iðnaðarmönnum að störfum að reyna að gera og græja það sem hægt er,“ segir Funi. Gert var samkomulag um tímabundin afnot af húsnæði SÁÁ að Vogi þar sem börn af Stuðlum hafa verið vistuð í kjölfar brunans. „Það er náttúrlega bara verið að aðlaga sig að því. Það eru náttúrlega ekki alveg sömu aðstæður og við erum vön þannig það er bara verið að finna út úr því og reynum að halda eins mikilli rútínu og við getum,“ segir Funi. „Við í rauninni fáum bara afnot af heilli deild sem er bara alveg afmörkuð frá annarri starfsemi og erum bara með starfsfólk okkar þar og þau eru að sinna börnunum.“ En þetta er væntanlega ólíkur hópur sem er í vistun af ólíkum ástæðum og þarf ólíka þjónustu? „Já, það þýðir bara að við höfum í rauninni þurft að nota rosalegan stóran hluta af okkar fólki í verkefni þannig að við getum afmarkað þessa hópa. Þetta eru náttúrlega mismunandi viðfangsefni þannig að það reynir talsvert á það, en við gerum það bara með mannafla,“ svarar Funi. Börn og uppeldi Barnavernd Lögreglumál Meðferðarheimili Reykjavík Málefni Stuðla Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn vegna eldsvoðans á meðferðarheimilinu Stuðlum á laugardaginn ekki lokið og tæknideild enn að störfum á vettvangi. Sautján ára piltur lést í eldsvoðanum og einn starfsmaður var fluttur á bráðamóttöku vegna reykeitrunar. Viðkomandi heilsast ágætlega miðað við aðstæður að sögn Funa Sigurðssonar, framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í húsnæðinu á Stuðlum með það fyrir augum að hægt verði að hefja starfsemi að nýju sem allra fyrst. „Við erum bara á fullu hér að reyna að laga það sem hægt er að laga inni á Stuðlum þannig við getum hafið einhverja starfsemi þar. Það vonandi tekst bara á alveg næstu dögum. Hér er hersveit af iðnaðarmönnum að störfum að reyna að gera og græja það sem hægt er,“ segir Funi. Gert var samkomulag um tímabundin afnot af húsnæði SÁÁ að Vogi þar sem börn af Stuðlum hafa verið vistuð í kjölfar brunans. „Það er náttúrlega bara verið að aðlaga sig að því. Það eru náttúrlega ekki alveg sömu aðstæður og við erum vön þannig það er bara verið að finna út úr því og reynum að halda eins mikilli rútínu og við getum,“ segir Funi. „Við í rauninni fáum bara afnot af heilli deild sem er bara alveg afmörkuð frá annarri starfsemi og erum bara með starfsfólk okkar þar og þau eru að sinna börnunum.“ En þetta er væntanlega ólíkur hópur sem er í vistun af ólíkum ástæðum og þarf ólíka þjónustu? „Já, það þýðir bara að við höfum í rauninni þurft að nota rosalegan stóran hluta af okkar fólki í verkefni þannig að við getum afmarkað þessa hópa. Þetta eru náttúrlega mismunandi viðfangsefni þannig að það reynir talsvert á það, en við gerum það bara með mannafla,“ svarar Funi.
Börn og uppeldi Barnavernd Lögreglumál Meðferðarheimili Reykjavík Málefni Stuðla Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira