Ferðaþjónustan og fyrirsjáanleikinn Pétur Óskarsson skrifar 21. október 2024 14:32 Tíminn leikur stórt hlutverk þegar kemur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein. Gestirnir okkar taka sér tíma í að láta sig dreyma, taka tíma í ákvörðun, tíma í að bóka og síðast en ekki síst tíma til að láta sig hlakka til. Þessi tími er hluti af upplifun gesta okkar og það þarf að umgangast hann af sömu virðingu og þann tíma sem gestirnir eru hér á landi. Fátt kemur verr við gesti okkar og erlenda samstarfsaðila en hringlandaháttur um verð á umsamdri þjónustu fram á síðustu stundu. Þetta vitum við sem erum að reka ferðaþjónustufyrirtækin en sú þekking þarf að dreifast víðar. Ferðaþjónusta er í dag orðin ein af grunnstoðum efnahags- og atvinnulífs á Íslandi og stærsta útflutningsgreinin. Hún hefur bætt lífskjör á Íslandi og stuðlar að efnahagslegum stöðugleika og viðheldur kaupmætti með stöðugu innstreymi gjaldeyris. Fjárfestinga- og atvinnutækifæri hafa skapast víða um land og einkaframtakið hefur blómstrað. Draumurinn um að skjóta fleiri öflugum stoðum undir áður einfalt og hráefnisdrifið hagkerf okkar hefur orðið að veruleika og íslensk tæknifyrirtæki, sprottin úr ferðaþjónustunni, náð flugi langt út fyrir landsteinana. Ferðaþjónustan skilar meira en 600 milljörðum í gjaldeyristekjur og yfir 200 milljörðum í skatta árlega, sem styðja við mikilvægustu kerfin okkar eins og mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni Þessi árangur er ekki sjálfsagður og ekki er á vísan að róa til framtíðar nema við höldum vel á þessu nýja öfluga fjöreggi okkar. Það er auðvelt og til eru dæmi um að áfangastaðir hafa misst flugið og hreinlega orðið undir í samkeppni þjóðanna vegna slæmar ákvarðana og skammsýni. Ferðaþjónustan er alþjóðleg og samkeppnin er hörð og ferðalangar refsa áfangastöðum miskunarlaust ef þeir standa ekki undir væntingum og slæmt orðsport berst mun hraðar en góðar sögur. Skilningur í orði en ekki á borði Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa tekist á við ýmsar áskoranir síðustu ár og hafa sýnt útsjónarsemi og seiglu þegar á móti hefur blásið í ytra umhverfinu. Hægt er að skipta þessum áskorunum í tvennt, annarsvegar náttúruhamfarir eins og eldgos og heimsfaraldur og hinsvegar misgóðar ákvarðanir stjórnmálanna sem teknar hafa verið og innleiddar með alltof stuttum fyrirvara. Við í ferðaþjónustunni höfum í gegnum tíðina átt ótal samtöl við stjórnmálamenn um mikilvægi þess að greinin fái góðan fyrirvara þegar gera á stórar breytingar. Við vinnum 12-24 mánuði fram í tímann og að auki njóta gestir okkar sem neytendur verndar gegn verðhækkunum eftir að ferð hefur verið keypt. Allir sýna þessari staðreynd skilning en þegar á hólminn er komið eru samt teknar ákvarðanir og innleiddar nánast samstundis. Má þar nefna nærtækt dæmi eins og ákvörðunin um tvöföldun gistináttaskatts um síðustu áramót sem innleidd var með nær engum fyrirvara og olli þannig tilfinnanlegu tjóni hjá fyrirtækjum í greininni. Stórar breytingar liggja fyrir Alþingi Nú eru aftur yfirvofandi stórar breytingar á rekstrarumhverfi bílaleiga með innleiðingu kílómetragjalds á alla bílaleigubíla, hækka á álögur á hópferðabíla, hækka á gistináttaskattinn og leggja innviðagjöld á gesti skemmtiferðaskipa. Í frumvörpum sem lögð hafa verið fram um þessi mál er gert ráð fyrir að nýjar reglur taki gildi 1. janúar 2025. Það er þó ekki ljóst hvað nákvæmlega mun þá taka gildi eftir meðfarir þingsins og því ekki hægt að bregðast við fyrr en Alþingi klárar þessi mál. Fyrirvaralaus áhættuatriði stjórnmálanna Það er okkur ljóst sem vinnum í ferðaþjónustunni að verðlag á ferðum til Íslands er í hæstu hæðum um þessar mundir. Sterkt raungengi og miklar kostnaðarhækkanir undanfarinna ára hafa dregið úr samkeppnishæfni greinarinnar. Það er áhættuatriði að hækka álögur á greinina við þessar aðstæður og algjörlega óverjandi að sturta þeim yfir okkur fyrirvaralaust. Við erum eins og áður sagði í harðri alþjóðlegri samkeppni og það er raunverulega á brattan að sækja. Alþingi er nú í dauðafæri til að stíga varlega niður þegar kemur að auknum álögum á ferðaþjónustuna og verður að gefa greininni lengri tíma til að aðlaga sig að breytingum í rekstrarumhverfinu. Það á að vera regla að innleiðing slíkra breytinga komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir a.m.k. 18 mánuði, helst tvö ár. Þá geta fyrirtæki í greininni og samstarfsaðilar þeirra á erlendum mörkuðum stillt sig inná fyrirhugaðar breytingar og þeim sem ætlað er að bera hækkaðar álögur sé raunverulega að bera þær. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Tíminn leikur stórt hlutverk þegar kemur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein. Gestirnir okkar taka sér tíma í að láta sig dreyma, taka tíma í ákvörðun, tíma í að bóka og síðast en ekki síst tíma til að láta sig hlakka til. Þessi tími er hluti af upplifun gesta okkar og það þarf að umgangast hann af sömu virðingu og þann tíma sem gestirnir eru hér á landi. Fátt kemur verr við gesti okkar og erlenda samstarfsaðila en hringlandaháttur um verð á umsamdri þjónustu fram á síðustu stundu. Þetta vitum við sem erum að reka ferðaþjónustufyrirtækin en sú þekking þarf að dreifast víðar. Ferðaþjónusta er í dag orðin ein af grunnstoðum efnahags- og atvinnulífs á Íslandi og stærsta útflutningsgreinin. Hún hefur bætt lífskjör á Íslandi og stuðlar að efnahagslegum stöðugleika og viðheldur kaupmætti með stöðugu innstreymi gjaldeyris. Fjárfestinga- og atvinnutækifæri hafa skapast víða um land og einkaframtakið hefur blómstrað. Draumurinn um að skjóta fleiri öflugum stoðum undir áður einfalt og hráefnisdrifið hagkerf okkar hefur orðið að veruleika og íslensk tæknifyrirtæki, sprottin úr ferðaþjónustunni, náð flugi langt út fyrir landsteinana. Ferðaþjónustan skilar meira en 600 milljörðum í gjaldeyristekjur og yfir 200 milljörðum í skatta árlega, sem styðja við mikilvægustu kerfin okkar eins og mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni Þessi árangur er ekki sjálfsagður og ekki er á vísan að róa til framtíðar nema við höldum vel á þessu nýja öfluga fjöreggi okkar. Það er auðvelt og til eru dæmi um að áfangastaðir hafa misst flugið og hreinlega orðið undir í samkeppni þjóðanna vegna slæmar ákvarðana og skammsýni. Ferðaþjónustan er alþjóðleg og samkeppnin er hörð og ferðalangar refsa áfangastöðum miskunarlaust ef þeir standa ekki undir væntingum og slæmt orðsport berst mun hraðar en góðar sögur. Skilningur í orði en ekki á borði Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa tekist á við ýmsar áskoranir síðustu ár og hafa sýnt útsjónarsemi og seiglu þegar á móti hefur blásið í ytra umhverfinu. Hægt er að skipta þessum áskorunum í tvennt, annarsvegar náttúruhamfarir eins og eldgos og heimsfaraldur og hinsvegar misgóðar ákvarðanir stjórnmálanna sem teknar hafa verið og innleiddar með alltof stuttum fyrirvara. Við í ferðaþjónustunni höfum í gegnum tíðina átt ótal samtöl við stjórnmálamenn um mikilvægi þess að greinin fái góðan fyrirvara þegar gera á stórar breytingar. Við vinnum 12-24 mánuði fram í tímann og að auki njóta gestir okkar sem neytendur verndar gegn verðhækkunum eftir að ferð hefur verið keypt. Allir sýna þessari staðreynd skilning en þegar á hólminn er komið eru samt teknar ákvarðanir og innleiddar nánast samstundis. Má þar nefna nærtækt dæmi eins og ákvörðunin um tvöföldun gistináttaskatts um síðustu áramót sem innleidd var með nær engum fyrirvara og olli þannig tilfinnanlegu tjóni hjá fyrirtækjum í greininni. Stórar breytingar liggja fyrir Alþingi Nú eru aftur yfirvofandi stórar breytingar á rekstrarumhverfi bílaleiga með innleiðingu kílómetragjalds á alla bílaleigubíla, hækka á álögur á hópferðabíla, hækka á gistináttaskattinn og leggja innviðagjöld á gesti skemmtiferðaskipa. Í frumvörpum sem lögð hafa verið fram um þessi mál er gert ráð fyrir að nýjar reglur taki gildi 1. janúar 2025. Það er þó ekki ljóst hvað nákvæmlega mun þá taka gildi eftir meðfarir þingsins og því ekki hægt að bregðast við fyrr en Alþingi klárar þessi mál. Fyrirvaralaus áhættuatriði stjórnmálanna Það er okkur ljóst sem vinnum í ferðaþjónustunni að verðlag á ferðum til Íslands er í hæstu hæðum um þessar mundir. Sterkt raungengi og miklar kostnaðarhækkanir undanfarinna ára hafa dregið úr samkeppnishæfni greinarinnar. Það er áhættuatriði að hækka álögur á greinina við þessar aðstæður og algjörlega óverjandi að sturta þeim yfir okkur fyrirvaralaust. Við erum eins og áður sagði í harðri alþjóðlegri samkeppni og það er raunverulega á brattan að sækja. Alþingi er nú í dauðafæri til að stíga varlega niður þegar kemur að auknum álögum á ferðaþjónustuna og verður að gefa greininni lengri tíma til að aðlaga sig að breytingum í rekstrarumhverfinu. Það á að vera regla að innleiðing slíkra breytinga komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir a.m.k. 18 mánuði, helst tvö ár. Þá geta fyrirtæki í greininni og samstarfsaðilar þeirra á erlendum mörkuðum stillt sig inná fyrirhugaðar breytingar og þeim sem ætlað er að bera hækkaðar álögur sé raunverulega að bera þær. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun