Einkareknir grunnskólar möguleg lausn á brotnu kerfi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. október 2024 22:48 Björn Brynjúlfur Björnsson Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. Veikindahlutfall kennara er tvöfalt hærra en á almennum vinnumarkaði samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs, eða ríflega sjö prósent samanborið við þrjú prósent. Þá hefur kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla fjölgað hraðar en nemendum og hvergi á Norðurlöndum eru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara. Fjöldinn er 9,9 nemendur á kennara hérlendis í samanburði við fjórtán í löndum OECD. Öll gögn má nálgast á vef Viðskiptaráðs. Viðskpitaráð Þá bendir viðskiptaráð á að grunnskólakennarar hér á landi verji minni tíma með nemendum en á öðrum Norðurlöndum og að kennsluskylda sé nítján prósentum undir OECD. Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir ráðið hafa fylgst með ummælum borgarstjóra um grunnskólakennara og mótmælum í kjölfar þeirra. Viðskiptaráð hafi rýnt í tölfræði OECD til að kanna stöðu grunnskólakerfisins í alþjóðlegu samhengi. Björn ræddi úttektina við Kolbein Tuma í kvöldfréttum. „Við höfum áður fjallað, og þið líka, um lakan námsárangur en þessar nýju tölur leiða í ljós að hagkvæmnin, eða reksturinn, er líka í ólagi,“ segir Björn og nefnir annars vegar hátt veikindhlutfall og hins vegar kennsluskyldu. „Hver og einn kennari er að kenna færri stundir á Íslandi heldur en á öllum öðrum Norðurlöndum. Þetta finnst okkur áhyggjuefni og við teljum augljóst skref, til að nemendur, foreldrar og útsvarsgreiðendur fái meira fyrir minna, sé að hækka þetta hlutfall.“ Aukið fjármagn ekki svarið Þá segist Björn hafa bent á að árangursmælikvarða vanti inn í skólakerfið. Búið sé að taka úr sambandi alla samræmda árangursmælikvarða og PISA-kannanir sýni að ekki gangi nógu vel að mennta börnin í landinu. Þrátt fyrir það fari mjög mikið fjármagn inn í kerfið. „Það er eitthvað mikið að þarna inni, og það er kannski kveikjan að þessum upphaflegu ummælum borgarstjóra, að kerfið er brotið. Og það sem við erum að reyna að benda á er að þegar þú ert með brotið kerfi, og mikið fer inn og lítið kemur út, þá er lausnin ekki að setja meira inn í kerfið. Lausnin er að opna kassann og laga kerfið.“ Aðspurður segir hann einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. „Auðvitað er kerfið einsleitt. Lægsta hlutfall einkareksturs er í grunnskólum, það er miklu hærra í leikskólum, framhaldsskólum og háskólum þannig að mögulega er það hluti af lausninni. En við erum fyrst og fremst að horfa á hagkvæmni í því kerfi sem við búum við.“ Efnahagsmál Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira
Veikindahlutfall kennara er tvöfalt hærra en á almennum vinnumarkaði samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs, eða ríflega sjö prósent samanborið við þrjú prósent. Þá hefur kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla fjölgað hraðar en nemendum og hvergi á Norðurlöndum eru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara. Fjöldinn er 9,9 nemendur á kennara hérlendis í samanburði við fjórtán í löndum OECD. Öll gögn má nálgast á vef Viðskiptaráðs. Viðskpitaráð Þá bendir viðskiptaráð á að grunnskólakennarar hér á landi verji minni tíma með nemendum en á öðrum Norðurlöndum og að kennsluskylda sé nítján prósentum undir OECD. Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir ráðið hafa fylgst með ummælum borgarstjóra um grunnskólakennara og mótmælum í kjölfar þeirra. Viðskiptaráð hafi rýnt í tölfræði OECD til að kanna stöðu grunnskólakerfisins í alþjóðlegu samhengi. Björn ræddi úttektina við Kolbein Tuma í kvöldfréttum. „Við höfum áður fjallað, og þið líka, um lakan námsárangur en þessar nýju tölur leiða í ljós að hagkvæmnin, eða reksturinn, er líka í ólagi,“ segir Björn og nefnir annars vegar hátt veikindhlutfall og hins vegar kennsluskyldu. „Hver og einn kennari er að kenna færri stundir á Íslandi heldur en á öllum öðrum Norðurlöndum. Þetta finnst okkur áhyggjuefni og við teljum augljóst skref, til að nemendur, foreldrar og útsvarsgreiðendur fái meira fyrir minna, sé að hækka þetta hlutfall.“ Aukið fjármagn ekki svarið Þá segist Björn hafa bent á að árangursmælikvarða vanti inn í skólakerfið. Búið sé að taka úr sambandi alla samræmda árangursmælikvarða og PISA-kannanir sýni að ekki gangi nógu vel að mennta börnin í landinu. Þrátt fyrir það fari mjög mikið fjármagn inn í kerfið. „Það er eitthvað mikið að þarna inni, og það er kannski kveikjan að þessum upphaflegu ummælum borgarstjóra, að kerfið er brotið. Og það sem við erum að reyna að benda á er að þegar þú ert með brotið kerfi, og mikið fer inn og lítið kemur út, þá er lausnin ekki að setja meira inn í kerfið. Lausnin er að opna kassann og laga kerfið.“ Aðspurður segir hann einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. „Auðvitað er kerfið einsleitt. Lægsta hlutfall einkareksturs er í grunnskólum, það er miklu hærra í leikskólum, framhaldsskólum og háskólum þannig að mögulega er það hluti af lausninni. En við erum fyrst og fremst að horfa á hagkvæmni í því kerfi sem við búum við.“
Efnahagsmál Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira