Skýr krafa meðal lækna að hefja undirbúning verkfallsaðgerða Lovísa Arnardóttir skrifar 22. október 2024 11:17 Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir lækna ekki treysta sér í fulla dagvinnu miðað við aðstæður í heilbrigðiskerfinu í dag. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir félagsfund félagsins í gær ekki hafa verið boðaðan í þeim tilgangi að boða til aðgerða. Á fundinum hafi komið skýr krafa frá félagsmönnum um að hefja þá vegferð og því vinni samninganefndin að því núna. Samninganefnd félagsins fundar hjá ríkissáttasemjara í dag. „Við ákváðum að boða til fundar til að upplýsa félagsmenn um stöðuna,“ segir Steinunn Læknar hafa verið í samningaviðræðum frá því um áramót en samningslausir frá því í mars. Fólk hafi verið þyrst eftir upplýsingum og því hafi verið haldinn fundur til að fara yfir stöðuna. „Þessi fundur var engan veginn boðaður til að ræða aðgerðir. Það var ekki þannig. Hann bara fór út í það af hálfu félagsmanna mjög fljótt. Að vilja að leggja drög að skrefum um aðgerðir. Þau eru komin með nóg af biðinni og skoruðu á stjórn og samninganefnd að undirbúa verkfallsaðgerðir tafarlaust.“ Vilja styttingu vinnuvikunnar Ein helsta krafa lækna er að þeir fái styttingu vinnuvikunnar eins og flestar aðrar heilbrigðisstéttir auk þess sem litið er til grunnlauna lækna. „Styttingin er stærsta málið en svo eru grunnlaun almennra lækna lág miðað við nánast hvaða samanburðarstétt sem er. Það er mikil gremja í þeirra hópi varðandi dagvinnulaun sín.“ Steinunn segir auk þess kjör á vöktum til umræðu. „Þetta er búið að taka svo langan tíma og við erum orðin langeyg eftir því að fá tilboð frá ríkinu. Hvað þau séu tilbúin að koma mikið til móts við okkur,“ segir Steinunn. Það sé búið að funda stíft og verði fundað í dag en ekkert skýrt tilboð komið. Félagsmenn séu komnir með nóg af því og vilji því undirbúa aðgerðir. Meðvituð um aðstæður í samfélaginu Steinunn segir félagið og samninganefndina mjög meðvitað um aðstæður í samfélaginu og aðra kjarasamninga sem gerðir hafa verið. Í flestum félögum hefur verið samið um hóflegar launahækkanir með það markmið að lækka vexti og verðbólgu. „Við erum að horfa til þess að hægt sé að manna læknisþjónustu á landinu, að þetta sé þess eðlis að fólk sé tilbúið að starfa í kerfinu okkar. Kjörin eru búin að dragast aftur úr,“ segir Steinunn. Auk þess sé gífurlegt álag og læknum þyki umbunin ekki í takt við það. „Við erum þannig að horfa á atriði sem snerta okkur. En við viljum líka vera ábyrg gagnvart samfélaginu og skiljum alveg samhengið sem við erum í. Það er margt sérstakt við okkar stétt og hvernig við vinnum sem við höfum verið að benda á.“ Læknar langþreyttir Hún segir aukið álag hafa margskonar áhrif. Það sé aukið hlutfall í kulnun og mikill fjöldi sem sæki í sjúkrasjóð félagsins vegna þess. Þá sé einnig stórt hlutfall sem hafi minnkað starfshlutfall vegna mikils álags. „Þau treysta sér ekki til að vinna fulla vinnu við þær aðstæður sem eru í kerfinu í dag. Það er þá líka tekjutap.“ Þetta eigi við sama hvert sé litið til þess hvar læknar starfa. Sama hvort það sé á spítala eða heilsugæslu. „Fólk er orðið langþreytt og finnst það meta að það þurfa að merkja eitthvað um það í launaumslaginu. Best væri ef við værum betur mönnuð en það virðist ekki vera möguleiki eins og staðan er núna. Ef við náum góðum samningum getum við líka mögulega náð fleirum heim og það er okkar von.“ Steinunn segir það ekki liggja fyrir hvernig eða hvar yrði boðað til verkfalls. Ef það er komin verkfallsheimild frá félagsmönnum þurfi að lágmarki að líða 15 dagar þar til aðgerðir hefjast. „Fundarmenn voru nokkuð ákveðnir að hefja þá vegferð af því þetta tekur allt tíma.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
„Við ákváðum að boða til fundar til að upplýsa félagsmenn um stöðuna,“ segir Steinunn Læknar hafa verið í samningaviðræðum frá því um áramót en samningslausir frá því í mars. Fólk hafi verið þyrst eftir upplýsingum og því hafi verið haldinn fundur til að fara yfir stöðuna. „Þessi fundur var engan veginn boðaður til að ræða aðgerðir. Það var ekki þannig. Hann bara fór út í það af hálfu félagsmanna mjög fljótt. Að vilja að leggja drög að skrefum um aðgerðir. Þau eru komin með nóg af biðinni og skoruðu á stjórn og samninganefnd að undirbúa verkfallsaðgerðir tafarlaust.“ Vilja styttingu vinnuvikunnar Ein helsta krafa lækna er að þeir fái styttingu vinnuvikunnar eins og flestar aðrar heilbrigðisstéttir auk þess sem litið er til grunnlauna lækna. „Styttingin er stærsta málið en svo eru grunnlaun almennra lækna lág miðað við nánast hvaða samanburðarstétt sem er. Það er mikil gremja í þeirra hópi varðandi dagvinnulaun sín.“ Steinunn segir auk þess kjör á vöktum til umræðu. „Þetta er búið að taka svo langan tíma og við erum orðin langeyg eftir því að fá tilboð frá ríkinu. Hvað þau séu tilbúin að koma mikið til móts við okkur,“ segir Steinunn. Það sé búið að funda stíft og verði fundað í dag en ekkert skýrt tilboð komið. Félagsmenn séu komnir með nóg af því og vilji því undirbúa aðgerðir. Meðvituð um aðstæður í samfélaginu Steinunn segir félagið og samninganefndina mjög meðvitað um aðstæður í samfélaginu og aðra kjarasamninga sem gerðir hafa verið. Í flestum félögum hefur verið samið um hóflegar launahækkanir með það markmið að lækka vexti og verðbólgu. „Við erum að horfa til þess að hægt sé að manna læknisþjónustu á landinu, að þetta sé þess eðlis að fólk sé tilbúið að starfa í kerfinu okkar. Kjörin eru búin að dragast aftur úr,“ segir Steinunn. Auk þess sé gífurlegt álag og læknum þyki umbunin ekki í takt við það. „Við erum þannig að horfa á atriði sem snerta okkur. En við viljum líka vera ábyrg gagnvart samfélaginu og skiljum alveg samhengið sem við erum í. Það er margt sérstakt við okkar stétt og hvernig við vinnum sem við höfum verið að benda á.“ Læknar langþreyttir Hún segir aukið álag hafa margskonar áhrif. Það sé aukið hlutfall í kulnun og mikill fjöldi sem sæki í sjúkrasjóð félagsins vegna þess. Þá sé einnig stórt hlutfall sem hafi minnkað starfshlutfall vegna mikils álags. „Þau treysta sér ekki til að vinna fulla vinnu við þær aðstæður sem eru í kerfinu í dag. Það er þá líka tekjutap.“ Þetta eigi við sama hvert sé litið til þess hvar læknar starfa. Sama hvort það sé á spítala eða heilsugæslu. „Fólk er orðið langþreytt og finnst það meta að það þurfa að merkja eitthvað um það í launaumslaginu. Best væri ef við værum betur mönnuð en það virðist ekki vera möguleiki eins og staðan er núna. Ef við náum góðum samningum getum við líka mögulega náð fleirum heim og það er okkar von.“ Steinunn segir það ekki liggja fyrir hvernig eða hvar yrði boðað til verkfalls. Ef það er komin verkfallsheimild frá félagsmönnum þurfi að lágmarki að líða 15 dagar þar til aðgerðir hefjast. „Fundarmenn voru nokkuð ákveðnir að hefja þá vegferð af því þetta tekur allt tíma.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira