Geðheilbrigði - spennandi verkefni í burðarliðnum Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 23. október 2024 12:48 Greinarhöfundur hefur verið hluti af samstarfshópi á vegum Nordplus en markmið hópsins er að efla veg og vanda jafningjastarfsmanna á Norðurlöndunum. Jafningjastarfsmenn eru með reynslu af því að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda. Þeir búa yfir sértækri reynslu sem líkja má við þekkingu frumbyggja á eigin staðháttum. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Í hópnum eru fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Eistlandi og Litáen, auk Íslands. Hópurinn skipuleggur nú nám sem verður aðgengilegt á netinu þar sem fyrrnefndar þjóðir munu leggja til námsefni. Danir geta t.d. lagt til rannsóknarniðurstöður sem sýna fram á mikilvægi jafningjastarfsmanna; hvernig þeir nýtast á sértækan hátt í þjónustu við fólk á geðdeildum, íbúakjörnum, innan félagsþjónustu og í fangelsum. Svíar hafa komið sér upp þekkingu á því hvernig best sé að innleiða jafningjastarfsmenn í mismunandi þjónustu. Norðmenn eiga í sínum fórum námsefni á háskólastigi fyrir þá sem vilja mennta sig frekar í jafningjafræðum. Ísland ásamt Eystrasaltslöndunum tekur nú fyrstu skrefin í menntun jafningjastarfsmanna og njóta því góðs af reynslu hinna þjóðanna. Verkefnið smellpassar við áherslur félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við að styðja fólk sem hefur hingað til átt erfitt uppdráttar við að komast á vinnumarkaðinn og finna sér farveg. Með þessari menntun skapast ný tækifæri og mun hún einnig fjölga hlutastörfum. Einstaklingar sem hafa flosnað upp úr námi og/eða ekki náð fótfestu á vinnumarkaði sökum geðræns vanda hafa nú möguleika á að nýta reynslu sína og þekkingu. Traustur kjarni, félagasamtök hér á Íslandi, hafa rutt brautina fyrir formlegt nám jafningjastarfsmanna þar sem reynslu þeirra er komið í farveg sem nýtist markvisst á vinnumarkaði. Í samstarfi við alþjóðasamtökin International Peer Support hefur verið boðið upp á þrenns konar námskeið hér á landi. Nú hafa 121 manns útskrifast úr 40 klst. grunnnámskeiði, en fimm hafa lokið þjálfaranámskeiði og geta því þjálfað og haldið námskeið hér á landi. Þá hafa átta lokið framhaldsnámskeiði. Leshópur sem hittist á tveggja vikna fresti hefur verið virkur þessi rúm tvö ár frá því að námskeiðin hófust. Tilgangurinn er að styðja hvert annað í hópnum og rýna frekar í fræðin í þessu mikilvæga starfi. Geðsvið Landspítala hefur verið í fararbroddi að ráða jafningjastarfsmenn og geðheilsuteymi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur einnig ráðið þá. Það er fagnaðarefni að nýverið hefur geðsvið Landspítalans auglýst eftir jafningjastarfsmönnum og vill fjölga þeim. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt heilbrigðisráðuneytinu tóku ákvörðun um að styrkja sérstakt námsverkefni á vegum Yale háskóla sem snýr að því að efla leiðtoga með notendareynslu. Verkefnið heitir LET(s) Lead. Leiðtogaefni sem hafa reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og vilja taka þátt í breytingum eru hvött til að sækja þar um. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Á Facebook síðu Landssamtakanna Geðhjálpar má lesa nánar um námið og skrá sig á kynningu sem verður þann 24. nóvember. Verkefnið er samvinnuverkefni á milli Háskóla Íslands, Trausts kjarna, geðsviðs Landspítala og Yale háskólans. Námið tekur mið af batarannsóknum þar sem reynsla fólks er þekkingargrunnurinn. Námið fer fram á netinu og kennsla hefst í janúar 2025 og lýkur í september sama ár. Kennarar eru þekktir fræðimenn og mannréttinda frömuðir með reynslu af geðheilbrigðiskerfinu. Námið gagnast þeim sem vilja setja mannréttindi og notendaáherslur í forgrunn og taka þátt í hugmyndafræðilegum breytingum í geðheilbrigðisþjónustunni, félagsþjónustunni, fíknimeðferðum og fangelsum. Eitt af helstu baráttumálum Geðhjálpar er að boðið sé upp á fjölbreyttara val í meðferð með breyttri hugmyndafræði; að líðan sé sett í samhengi við tengsl, lífshlaup og umhverfisþætti. Geðhjálp fagnar því þessum verkefnum því öll höfum við geðheilsu sem ber að hlúa að. Góð geðheilsa er undirstaða velsældar og vellíðanar. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur hefur verið hluti af samstarfshópi á vegum Nordplus en markmið hópsins er að efla veg og vanda jafningjastarfsmanna á Norðurlöndunum. Jafningjastarfsmenn eru með reynslu af því að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda. Þeir búa yfir sértækri reynslu sem líkja má við þekkingu frumbyggja á eigin staðháttum. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Í hópnum eru fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Eistlandi og Litáen, auk Íslands. Hópurinn skipuleggur nú nám sem verður aðgengilegt á netinu þar sem fyrrnefndar þjóðir munu leggja til námsefni. Danir geta t.d. lagt til rannsóknarniðurstöður sem sýna fram á mikilvægi jafningjastarfsmanna; hvernig þeir nýtast á sértækan hátt í þjónustu við fólk á geðdeildum, íbúakjörnum, innan félagsþjónustu og í fangelsum. Svíar hafa komið sér upp þekkingu á því hvernig best sé að innleiða jafningjastarfsmenn í mismunandi þjónustu. Norðmenn eiga í sínum fórum námsefni á háskólastigi fyrir þá sem vilja mennta sig frekar í jafningjafræðum. Ísland ásamt Eystrasaltslöndunum tekur nú fyrstu skrefin í menntun jafningjastarfsmanna og njóta því góðs af reynslu hinna þjóðanna. Verkefnið smellpassar við áherslur félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við að styðja fólk sem hefur hingað til átt erfitt uppdráttar við að komast á vinnumarkaðinn og finna sér farveg. Með þessari menntun skapast ný tækifæri og mun hún einnig fjölga hlutastörfum. Einstaklingar sem hafa flosnað upp úr námi og/eða ekki náð fótfestu á vinnumarkaði sökum geðræns vanda hafa nú möguleika á að nýta reynslu sína og þekkingu. Traustur kjarni, félagasamtök hér á Íslandi, hafa rutt brautina fyrir formlegt nám jafningjastarfsmanna þar sem reynslu þeirra er komið í farveg sem nýtist markvisst á vinnumarkaði. Í samstarfi við alþjóðasamtökin International Peer Support hefur verið boðið upp á þrenns konar námskeið hér á landi. Nú hafa 121 manns útskrifast úr 40 klst. grunnnámskeiði, en fimm hafa lokið þjálfaranámskeiði og geta því þjálfað og haldið námskeið hér á landi. Þá hafa átta lokið framhaldsnámskeiði. Leshópur sem hittist á tveggja vikna fresti hefur verið virkur þessi rúm tvö ár frá því að námskeiðin hófust. Tilgangurinn er að styðja hvert annað í hópnum og rýna frekar í fræðin í þessu mikilvæga starfi. Geðsvið Landspítala hefur verið í fararbroddi að ráða jafningjastarfsmenn og geðheilsuteymi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur einnig ráðið þá. Það er fagnaðarefni að nýverið hefur geðsvið Landspítalans auglýst eftir jafningjastarfsmönnum og vill fjölga þeim. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt heilbrigðisráðuneytinu tóku ákvörðun um að styrkja sérstakt námsverkefni á vegum Yale háskóla sem snýr að því að efla leiðtoga með notendareynslu. Verkefnið heitir LET(s) Lead. Leiðtogaefni sem hafa reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og vilja taka þátt í breytingum eru hvött til að sækja þar um. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Á Facebook síðu Landssamtakanna Geðhjálpar má lesa nánar um námið og skrá sig á kynningu sem verður þann 24. nóvember. Verkefnið er samvinnuverkefni á milli Háskóla Íslands, Trausts kjarna, geðsviðs Landspítala og Yale háskólans. Námið tekur mið af batarannsóknum þar sem reynsla fólks er þekkingargrunnurinn. Námið fer fram á netinu og kennsla hefst í janúar 2025 og lýkur í september sama ár. Kennarar eru þekktir fræðimenn og mannréttinda frömuðir með reynslu af geðheilbrigðiskerfinu. Námið gagnast þeim sem vilja setja mannréttindi og notendaáherslur í forgrunn og taka þátt í hugmyndafræðilegum breytingum í geðheilbrigðisþjónustunni, félagsþjónustunni, fíknimeðferðum og fangelsum. Eitt af helstu baráttumálum Geðhjálpar er að boðið sé upp á fjölbreyttara val í meðferð með breyttri hugmyndafræði; að líðan sé sett í samhengi við tengsl, lífshlaup og umhverfisþætti. Geðhjálp fagnar því þessum verkefnum því öll höfum við geðheilsu sem ber að hlúa að. Góð geðheilsa er undirstaða velsældar og vellíðanar. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun