Karl Gauti til í oddvitann eftir óvænt brotthvarf Tómasar Atli Ísleifsson og Árni Sæberg skrifa 23. október 2024 13:35 Tómas Ellert sækist ekki lengur eftir sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Það gerir Karl Gauti hins vegar. Vísir Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir að búið sé að hafa samband við sig varðandi það að taka sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hann segist munu íhuga það vandlega að taka sæti á lista ef honum yrði boðið oddvitasætið. Þetta staðfestir Karl Gauti í samtali við fréttastofu. Hann segist enn vera skráður í Miðflokkinn og að þingmennskan heilli. Um sé að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf. „Það sem hvetur mig enn frekar til dáða í þessu er að ég tek eftir því að það eru engir Vestmannaeyingar að birtast á listum hjá öðrum flokkum,“ segir Karl Gauti. Tómas hættur við Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, hafði áður lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi en lýsti því yfir í morgun að hann væri hættur við „af persónulegum ástæðum“. Karl Gauti var skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í mars 2023. Hann sat á þingi fyrir Miðflokkinn á árunum 2017 til 2021. Litlu munaði að hann næði að halda þingsæti sínu í kosningunum 2021, en hann var inni sem uppbótarþingmaður en missti sætið eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Erna vill líka oddvitasætið Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins, hefur einnig lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hefur hún sent uppstillinganefnd Miðflokksins í kjördæmi upplýsingar þess efnis. „Verkefnin eru ærin og skemmtilegur sprettur framundan. Það lætur mér vel og vonast ég eftir stuðningi til þess með þeim hópi sem velst á listann. Ding, ding, ding, Ernu á Þing,“ sagði Erna í færslu á Facebook um helgina. Ekki eina löggan Karl Gauti er ekki eini liðsmaður lögreglunnar sem hefur lýst yfir framboði. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, stefnir þannig á að leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi og þá hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lýst yfir áhuga á framboði fyrir Viðreisn í Suðvesturkjördæmi. Þá skipar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landsambands lögreglumanna, sjötta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2024 Vestmannaeyjar Lögreglan Suðurkjördæmi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Gauti í samtali við fréttastofu. Hann segist enn vera skráður í Miðflokkinn og að þingmennskan heilli. Um sé að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf. „Það sem hvetur mig enn frekar til dáða í þessu er að ég tek eftir því að það eru engir Vestmannaeyingar að birtast á listum hjá öðrum flokkum,“ segir Karl Gauti. Tómas hættur við Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, hafði áður lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi en lýsti því yfir í morgun að hann væri hættur við „af persónulegum ástæðum“. Karl Gauti var skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í mars 2023. Hann sat á þingi fyrir Miðflokkinn á árunum 2017 til 2021. Litlu munaði að hann næði að halda þingsæti sínu í kosningunum 2021, en hann var inni sem uppbótarþingmaður en missti sætið eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Erna vill líka oddvitasætið Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins, hefur einnig lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hefur hún sent uppstillinganefnd Miðflokksins í kjördæmi upplýsingar þess efnis. „Verkefnin eru ærin og skemmtilegur sprettur framundan. Það lætur mér vel og vonast ég eftir stuðningi til þess með þeim hópi sem velst á listann. Ding, ding, ding, Ernu á Þing,“ sagði Erna í færslu á Facebook um helgina. Ekki eina löggan Karl Gauti er ekki eini liðsmaður lögreglunnar sem hefur lýst yfir framboði. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, stefnir þannig á að leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi og þá hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lýst yfir áhuga á framboði fyrir Viðreisn í Suðvesturkjördæmi. Þá skipar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landsambands lögreglumanna, sjötta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2024 Vestmannaeyjar Lögreglan Suðurkjördæmi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira