Náttúran þarf að fá rödd sína aftur Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 23. október 2024 16:31 Eftir að ráðuneyti umhverfis var lagt niður fyrir þremur árum og breytt í orku- og landsöluráðuneyti er staða umhverfisverndar gjörbreytt. Jafnvel fólk sem vill hafa marktæka rödd í umhverfis og loftslagsmálum þorir ekki lengur að nefna náttúruvernd án þess að taka skýrt fram í leiðinni að það sé ekki á móti „grænum“ stórframkvæmdum og skilji þörf á margföldun orkuframleiðslu fyrir heiminn, því Ísland megi ekki sitja hjá. Stjórnun umræðunnar heppnaðist fyllilega og mikilvæg rödd umhverfisins hljóðnaði. Fátt heyrist lengur nema hávær hróp um meiri orku og stærri framkvæmdir. Við lifum á tímum fáræðis fjárfesta sem reyna nú að gleypa fjöll, firði, ár, vötn, heiðar og allar auðlindir þjóðarinnar í risastórar framkvæmdir fyrir sérhagsmuni, án þess að almenningur hafi neitt um það að segja. Ætlum við að hafa þetta svona áfram, eða ætlum við að stofna umhverfisráðuneyti aftur og gefa náttúrunni og almenningi rödd? Stjórnmálaflokkar þurfa í stuttri kosningabaráttu að svara kjósendum um þetta. Þeir þurfa líka að svara hvort þeir styðji mannréttindi, tjáningarfrelsi og lýðræði, eða hvort fjárfestar og stjórnmálamenn sem lofa stórframkvæmdum eigi að hafa sviðið einir. Stjórnvöld og talsmenn fjárfestinga hafa sýnt framkomu gagnvart einstaklingum og frjálsum félagasamtökum sem orkar tvímælis. Fólk sem leitar réttar síns er talað niður og sakað um að valda samfélaginu tjóni. Vonandi eru þessi tilvik mistök en ekki kerfisbundin framkoma þar sem hagsmunum almennings og umhverfis er ýtt út af borðinu. 1. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar sakaði nýlega tvenn náttúruverndarsamtök á Suðvesturlandi um að hafa kostað bæjarfélagið 8 milljarða króna, með því að kæra lögn raflínu yfir vatnsverndarsvæði. Bæjarfélagið fór ekki að lögum og kennir kærendum um. 2. Landsvirkjun sakar náttúruverndarsamtök um að hafa kostað samfélagið tvo milljarða með kæru sem felldi framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Fyrirtæki sem ekki fór að lögum kennir kærendum um. 3. Umhverfis- orku og loftslagsráðherra fékk furðufyrirspurn frá aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar á ársfundi Samtaka atvinnulífsins um hvort draga þyrfti tennurnar úr úrskurðarnefndum sem taka kærur til meðferðar. Og svarið var „við þurfum að fækka kæruleiðum.“ 4. Þegar náttúruverndin leitaði svara við því í vor hvers vegna rekstrarstyrkir skiluðu sér seint til umhverfisverndarsamtaka var svarið: „Vinna er nú í gangi við endurskoðun og einföldun á heildarstyrkjakerfi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og er við þá vinnu horft til þess að styrkveitingar hverju sinni styðji við áherslumál stjórnvalda á þeim tíma.“ Viðhorfið er að frjáls félagasamtök eigi að vera í vinnu hjá stjórnvöldum. Það er ekki hlutverk þeirra. 5. Nafnlaus leiðari Viðskiptablaðsins og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar efast um kærurétt fámennra samtaka. Viðskiptablaðið skrifar um vitleysisgang og ógöngur sem Árósasamingurinn hafi leitt yfir samfélagið og um andlitslaus náttúruverndarsamtök sem sé skammarlegt að geti tafið framkvæmdir. Allt sýnir þetta að réttindi almennings og frjálsra félagssamtaka eru ekki sjálfsögð. Fleiri dæmi úr umhverfisverndarbaráttu síðustu ára mætti rifja upp. Stjórnmálin hafa nú tækifærið til að snúa af óheillabraut og styðja rétt almennings og umhverfisins. Árósasamingurinn er ekki vitleysisgangur, heldur nauðsyn. Landvernd ályktaði um á aðalfundi í vor um tjáningarfrelsi og almannarétt. Sú ályktun er enn í fullu gildi. Tjáningarfrelsi Styðjum við náttúru- og loftslagsvernd, tryggjum rétt almennings og verjum störf allra sem vinna að umhverfis- og náttúruvernd í félagasamtökum, stofnunum, fjölmiðlum, fyrirtækjum og stjórnmálum. Kjósum með náttúrunni, loftslaginu og fólkinu, verjum auðæfi landsins og gefum ekki frá okkur almannaréttinn og auðlindir framtíðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Umhverfismál Orkumál Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Eftir að ráðuneyti umhverfis var lagt niður fyrir þremur árum og breytt í orku- og landsöluráðuneyti er staða umhverfisverndar gjörbreytt. Jafnvel fólk sem vill hafa marktæka rödd í umhverfis og loftslagsmálum þorir ekki lengur að nefna náttúruvernd án þess að taka skýrt fram í leiðinni að það sé ekki á móti „grænum“ stórframkvæmdum og skilji þörf á margföldun orkuframleiðslu fyrir heiminn, því Ísland megi ekki sitja hjá. Stjórnun umræðunnar heppnaðist fyllilega og mikilvæg rödd umhverfisins hljóðnaði. Fátt heyrist lengur nema hávær hróp um meiri orku og stærri framkvæmdir. Við lifum á tímum fáræðis fjárfesta sem reyna nú að gleypa fjöll, firði, ár, vötn, heiðar og allar auðlindir þjóðarinnar í risastórar framkvæmdir fyrir sérhagsmuni, án þess að almenningur hafi neitt um það að segja. Ætlum við að hafa þetta svona áfram, eða ætlum við að stofna umhverfisráðuneyti aftur og gefa náttúrunni og almenningi rödd? Stjórnmálaflokkar þurfa í stuttri kosningabaráttu að svara kjósendum um þetta. Þeir þurfa líka að svara hvort þeir styðji mannréttindi, tjáningarfrelsi og lýðræði, eða hvort fjárfestar og stjórnmálamenn sem lofa stórframkvæmdum eigi að hafa sviðið einir. Stjórnvöld og talsmenn fjárfestinga hafa sýnt framkomu gagnvart einstaklingum og frjálsum félagasamtökum sem orkar tvímælis. Fólk sem leitar réttar síns er talað niður og sakað um að valda samfélaginu tjóni. Vonandi eru þessi tilvik mistök en ekki kerfisbundin framkoma þar sem hagsmunum almennings og umhverfis er ýtt út af borðinu. 1. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar sakaði nýlega tvenn náttúruverndarsamtök á Suðvesturlandi um að hafa kostað bæjarfélagið 8 milljarða króna, með því að kæra lögn raflínu yfir vatnsverndarsvæði. Bæjarfélagið fór ekki að lögum og kennir kærendum um. 2. Landsvirkjun sakar náttúruverndarsamtök um að hafa kostað samfélagið tvo milljarða með kæru sem felldi framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Fyrirtæki sem ekki fór að lögum kennir kærendum um. 3. Umhverfis- orku og loftslagsráðherra fékk furðufyrirspurn frá aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar á ársfundi Samtaka atvinnulífsins um hvort draga þyrfti tennurnar úr úrskurðarnefndum sem taka kærur til meðferðar. Og svarið var „við þurfum að fækka kæruleiðum.“ 4. Þegar náttúruverndin leitaði svara við því í vor hvers vegna rekstrarstyrkir skiluðu sér seint til umhverfisverndarsamtaka var svarið: „Vinna er nú í gangi við endurskoðun og einföldun á heildarstyrkjakerfi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og er við þá vinnu horft til þess að styrkveitingar hverju sinni styðji við áherslumál stjórnvalda á þeim tíma.“ Viðhorfið er að frjáls félagasamtök eigi að vera í vinnu hjá stjórnvöldum. Það er ekki hlutverk þeirra. 5. Nafnlaus leiðari Viðskiptablaðsins og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar efast um kærurétt fámennra samtaka. Viðskiptablaðið skrifar um vitleysisgang og ógöngur sem Árósasamingurinn hafi leitt yfir samfélagið og um andlitslaus náttúruverndarsamtök sem sé skammarlegt að geti tafið framkvæmdir. Allt sýnir þetta að réttindi almennings og frjálsra félagssamtaka eru ekki sjálfsögð. Fleiri dæmi úr umhverfisverndarbaráttu síðustu ára mætti rifja upp. Stjórnmálin hafa nú tækifærið til að snúa af óheillabraut og styðja rétt almennings og umhverfisins. Árósasamingurinn er ekki vitleysisgangur, heldur nauðsyn. Landvernd ályktaði um á aðalfundi í vor um tjáningarfrelsi og almannarétt. Sú ályktun er enn í fullu gildi. Tjáningarfrelsi Styðjum við náttúru- og loftslagsvernd, tryggjum rétt almennings og verjum störf allra sem vinna að umhverfis- og náttúruvernd í félagasamtökum, stofnunum, fjölmiðlum, fyrirtækjum og stjórnmálum. Kjósum með náttúrunni, loftslaginu og fólkinu, verjum auðæfi landsins og gefum ekki frá okkur almannaréttinn og auðlindir framtíðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun