Hugleiðingar um kjör og starfsumhverfi kennara Þórgunnur Stefánsdóttir skrifar 23. október 2024 19:01 Hvers vegna fjölgar þeim stöðugt sem velja að vinna á öðrum starfsvettvangi en þeim sem þeir menntuðu sig til? Hér er ég að vísa til kennarastéttarinnar en ljóst er að þeim fækkar sífellt sem velja að gerast kennarar. Það er meiri eftirspurn eftir kennurum heldur en framboð og margir þeirra sem hafa menntað sig í faginu hafa ekki skilað sér inn í skólana, þrátt fyrir öll þessi frí og önnur hlunnindi sem svo mörgum verður tíðrætt um. Þetta er niðurstaðan af þróun á kjörum og starfsumhverfi kennara undanfarin ár og jafnvel áratugi. Á almennum vinnumarkaði leiðir slík staða gjarnan til þess að starfskjör batna þar til viðkomandi fyrirtæki eða atvinnugrein er orðin samkeppnisfær um starfsfólk. Þeir sem ekki ná að gera það verða einfaldlega undir í samkeppninni. Hjá hinu opinbera virðist lausnin eiga að felast í því að vera með undirmannaða starfsgrein og slá af kröfum með því að fylla í skarðið með aðilum sem hafa hvorki tilskylda menntun né reynslu í starfið. Samhliða hefur verkefnum fjölgað og flækjustig aukist án þess að því sé fylgt eftir með nægu fjármagni til að hægt sé að tryggja mönnun og aðföng til að leysa þessi verkefni. Þeim er einfaldlega bætt á þá sem fyrir eru og ætlast til að hlutirnir gangi bara upp af sjálfu sér. Afleiðingarnar eru aukið álag sem leiðir af sér aukin veikindi og að erfiðara er að fá menntað fagfólk til starfa. Til lengri tíma er hætt við að þetta skili sér í minni gæðum og minni árangri í skólastarfi. Önnur leið til að segja þetta er að skólarnir okkar og menntakerfið verður undir í samkeppninni. Mælingar sem stundum er vísað til eins og margumrædd PISA könnun virðist benda til að þetta sé þegar orðin niðurstaðan. Ef svona staða kemur upp hjá fyrirtækjum í einkageiranum er það oftast talið á ábyrgð stjórnar og forstjóra viðkomandi fyrirtækis. Í tilviki skólanna tíðkast hins vegar að skella skuldinni á starfsfólkið, kennarana sem þó eru enn að störfum í skólunum. Kannski er það bara ekki undarlegt að fólk hugsi sig um tvisvar áður en það velur að gefa kost á sér inn í þetta starfsumhverfi. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna fjölgar þeim stöðugt sem velja að vinna á öðrum starfsvettvangi en þeim sem þeir menntuðu sig til? Hér er ég að vísa til kennarastéttarinnar en ljóst er að þeim fækkar sífellt sem velja að gerast kennarar. Það er meiri eftirspurn eftir kennurum heldur en framboð og margir þeirra sem hafa menntað sig í faginu hafa ekki skilað sér inn í skólana, þrátt fyrir öll þessi frí og önnur hlunnindi sem svo mörgum verður tíðrætt um. Þetta er niðurstaðan af þróun á kjörum og starfsumhverfi kennara undanfarin ár og jafnvel áratugi. Á almennum vinnumarkaði leiðir slík staða gjarnan til þess að starfskjör batna þar til viðkomandi fyrirtæki eða atvinnugrein er orðin samkeppnisfær um starfsfólk. Þeir sem ekki ná að gera það verða einfaldlega undir í samkeppninni. Hjá hinu opinbera virðist lausnin eiga að felast í því að vera með undirmannaða starfsgrein og slá af kröfum með því að fylla í skarðið með aðilum sem hafa hvorki tilskylda menntun né reynslu í starfið. Samhliða hefur verkefnum fjölgað og flækjustig aukist án þess að því sé fylgt eftir með nægu fjármagni til að hægt sé að tryggja mönnun og aðföng til að leysa þessi verkefni. Þeim er einfaldlega bætt á þá sem fyrir eru og ætlast til að hlutirnir gangi bara upp af sjálfu sér. Afleiðingarnar eru aukið álag sem leiðir af sér aukin veikindi og að erfiðara er að fá menntað fagfólk til starfa. Til lengri tíma er hætt við að þetta skili sér í minni gæðum og minni árangri í skólastarfi. Önnur leið til að segja þetta er að skólarnir okkar og menntakerfið verður undir í samkeppninni. Mælingar sem stundum er vísað til eins og margumrædd PISA könnun virðist benda til að þetta sé þegar orðin niðurstaðan. Ef svona staða kemur upp hjá fyrirtækjum í einkageiranum er það oftast talið á ábyrgð stjórnar og forstjóra viðkomandi fyrirtækis. Í tilviki skólanna tíðkast hins vegar að skella skuldinni á starfsfólkið, kennarana sem þó eru enn að störfum í skólunum. Kannski er það bara ekki undarlegt að fólk hugsi sig um tvisvar áður en það velur að gefa kost á sér inn í þetta starfsumhverfi. Höfundur er kennari
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun