Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurnesjum er enn unnið á vettvangi. Ekki fengust frekari upplýsingar frá embættinu. Lögreglan er með málið til rannsóknar og mun samkvæmt tilkynningu Bláa lónsins hafa uppi á aðstandendum mannsins.
„Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi en maðurinn var úrskurðaður látinn um klukkustund síðar,“ segir í tilkynningunni.
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstar og þjónustusviðs Bláa lónsins segir í samtali við fréttastofu að lóninu hafi verið lokað fyrir nýjum gestum eftir að maðurinn missti meðvitund, og að það sé nú lokað.
Aðspurð segist hún ekki telja að rannsókn lögreglu á málinu muni hafa frekari áhrif á starfsemi lónsins eða opnunartíma.